Aron með í fyrsta leik eftir HM Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2021 10:00 Aron Pálmarsson hefur glímt við hnémeiðsli sem urðu til þess að hann tók ekki þátt í HM í Egyptalandi. Getty/Frank Molter Aron Pálmarsson verður í leikmannahópi Barcelona þegar liðið mætir hans gamla liði, Veszprém, í stórleik í Ungverjalandi á morgun í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Aron og Króatinn Luka Cindric misstu báðir af HM í Egyptalandi vegna meiðsla en eru í hópnum sem fer til Ungverjalands, samkvæmt frétt spænska blaðsins El Mundo Deportivo. Aron hefur glímt við meiðsli í hné sem héldu til að mynda aftur af honum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í lok síðasta árs. Meiðsli hans voru mikið í umræðunni eftir að Tomas Svensson, markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins, sagði að læknir íslenska liðsins hefði ekki fengið að skoða Aron en sá misskilningur var síðar leiðréttur. HM lauk á sunnudaginn en álagið á þá sem þar spiluðu minnkar ekki því að Barcelona spilar væntanlega 13 leiki á næstu 33 dögum. Sá fyrsti er gegn Veszprém en liðin eru í efstu tveimur sætunum í B-riðli Meistaradeildarinnar. Barcelona er þó með þriggja stiga forskot. Barcelona varð fyrir skakkaföllum á HM þar sem þrír leikmenn liðsins meiddust og verða því ekki með gegn Veszprém. Það eru Frakkarnir Dika Mem og Timothey N‘Guessan, og Slóveninn Blaz Janc. N‘Guessan verður frá keppni næstu sex vikurnar en hugsanlegt er að Mem og Janc verði með í heimaleiknum gegn Veszprém sem er 9. febrúar. Spænski handboltinn Tengdar fréttir Aron segir að Tomas Svensson hafi hringt strax í sig Aron Pálmarsson segir það vera erfið staða fyrir sig að sitja meiddur heima og geta ekki hjálpað íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handbolta. 20. janúar 2021 08:15 Sagði fjarveru Arons geta snúist um samningamál eða litla möguleika Íslands á verðlaunum Tomas Svensson ræddi meiðsli Arons Pálmarssonar í sænsku hlaðvarpi á dögunum en nú vitum við betur um hvað það var nákvæmlega sem aðstoðarmaður Guðmundar Guðmundsson landsliðsþjálfara sagði um mál Arons Pálmarssonar við gamla landsliðsfélaga sinn Staffan Olsson. 20. janúar 2021 08:01 „Haldið þið virkilega að Gummi hefði bara sleppt Aroni?“ „Þetta eru bara fullorðnir menn. Þeir fara yfir málin, þetta er búið og áfram með smjörið. Ég er alveg pottþéttur á því að þannig verður þetta,“ segir Bjarni Fritzson um framtíðarsamskipti Arons Pálmarssonar og Tomasar Svensson. 20. janúar 2021 12:31 Logi hefði rekið Tomas Svensson Logi Geirsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, hefði rekið Tomas Svensson úr starfi sínu sem aðstoðarmaður og markmannsþjálfari eftir ummæli hans um fjarveru Arons Pálmarssonar. 21. janúar 2021 07:01 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Aron og Króatinn Luka Cindric misstu báðir af HM í Egyptalandi vegna meiðsla en eru í hópnum sem fer til Ungverjalands, samkvæmt frétt spænska blaðsins El Mundo Deportivo. Aron hefur glímt við meiðsli í hné sem héldu til að mynda aftur af honum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í lok síðasta árs. Meiðsli hans voru mikið í umræðunni eftir að Tomas Svensson, markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins, sagði að læknir íslenska liðsins hefði ekki fengið að skoða Aron en sá misskilningur var síðar leiðréttur. HM lauk á sunnudaginn en álagið á þá sem þar spiluðu minnkar ekki því að Barcelona spilar væntanlega 13 leiki á næstu 33 dögum. Sá fyrsti er gegn Veszprém en liðin eru í efstu tveimur sætunum í B-riðli Meistaradeildarinnar. Barcelona er þó með þriggja stiga forskot. Barcelona varð fyrir skakkaföllum á HM þar sem þrír leikmenn liðsins meiddust og verða því ekki með gegn Veszprém. Það eru Frakkarnir Dika Mem og Timothey N‘Guessan, og Slóveninn Blaz Janc. N‘Guessan verður frá keppni næstu sex vikurnar en hugsanlegt er að Mem og Janc verði með í heimaleiknum gegn Veszprém sem er 9. febrúar.
Spænski handboltinn Tengdar fréttir Aron segir að Tomas Svensson hafi hringt strax í sig Aron Pálmarsson segir það vera erfið staða fyrir sig að sitja meiddur heima og geta ekki hjálpað íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handbolta. 20. janúar 2021 08:15 Sagði fjarveru Arons geta snúist um samningamál eða litla möguleika Íslands á verðlaunum Tomas Svensson ræddi meiðsli Arons Pálmarssonar í sænsku hlaðvarpi á dögunum en nú vitum við betur um hvað það var nákvæmlega sem aðstoðarmaður Guðmundar Guðmundsson landsliðsþjálfara sagði um mál Arons Pálmarssonar við gamla landsliðsfélaga sinn Staffan Olsson. 20. janúar 2021 08:01 „Haldið þið virkilega að Gummi hefði bara sleppt Aroni?“ „Þetta eru bara fullorðnir menn. Þeir fara yfir málin, þetta er búið og áfram með smjörið. Ég er alveg pottþéttur á því að þannig verður þetta,“ segir Bjarni Fritzson um framtíðarsamskipti Arons Pálmarssonar og Tomasar Svensson. 20. janúar 2021 12:31 Logi hefði rekið Tomas Svensson Logi Geirsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, hefði rekið Tomas Svensson úr starfi sínu sem aðstoðarmaður og markmannsþjálfari eftir ummæli hans um fjarveru Arons Pálmarssonar. 21. janúar 2021 07:01 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Aron segir að Tomas Svensson hafi hringt strax í sig Aron Pálmarsson segir það vera erfið staða fyrir sig að sitja meiddur heima og geta ekki hjálpað íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handbolta. 20. janúar 2021 08:15
Sagði fjarveru Arons geta snúist um samningamál eða litla möguleika Íslands á verðlaunum Tomas Svensson ræddi meiðsli Arons Pálmarssonar í sænsku hlaðvarpi á dögunum en nú vitum við betur um hvað það var nákvæmlega sem aðstoðarmaður Guðmundar Guðmundsson landsliðsþjálfara sagði um mál Arons Pálmarssonar við gamla landsliðsfélaga sinn Staffan Olsson. 20. janúar 2021 08:01
„Haldið þið virkilega að Gummi hefði bara sleppt Aroni?“ „Þetta eru bara fullorðnir menn. Þeir fara yfir málin, þetta er búið og áfram með smjörið. Ég er alveg pottþéttur á því að þannig verður þetta,“ segir Bjarni Fritzson um framtíðarsamskipti Arons Pálmarssonar og Tomasar Svensson. 20. janúar 2021 12:31
Logi hefði rekið Tomas Svensson Logi Geirsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, hefði rekið Tomas Svensson úr starfi sínu sem aðstoðarmaður og markmannsþjálfari eftir ummæli hans um fjarveru Arons Pálmarssonar. 21. janúar 2021 07:01