Yfirljósmóðir gagnrýnir lélegan tækjakost á landsbyggðinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. febrúar 2021 20:27 Björk Steindórsdóttir, yfirljósmóðir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Yfirljósmóðir á Suðurlandi gagnrýnir lélegan tækjakost á fæðingardeildum á landsbyggðinni, ekki síst þegar um rafræna vistun gagna er að ræða þegar leita þarf sérfræðiálits hjá læknum á Landsspítalanum. Þá hái léleg tæki starfsemi fæðingardeildarinnar á Selfossi á hverjum degi. Á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi er rekin fæðingardeild þar sem nokkrar ljósmæður starfa. Þrátt fyrir að aðstaðan á deildin sé góð þá er ekki sömu sögu að segja um tækjakostinn og það á ekki bara við á Selfossi, heldur mjög víða á fæðingardeildum á landsbyggðinni eins og Björk Steindórsdóttir, yfirljósmóðirin hefur kynnt sér. „Já, víða vantar upp á tækjakostinn. Þá erum við að tala um tæki, sem eru að nema heilsufarsupplýsingar frá konum á meðgöngu. Við erum að tala um ómskoðunartæki og fóstursírita.“ Björk segir að það vanti líka víða búnað til að tengjast fóstursíritunum þannig að það sé hægt að vista þau gögn á öruggan hátt og flytja þau frá fæðingardeildum til sérfræðinga á Landsspítalanum, sem geti þá lesið út úr upplýsingunum komi eitthvað óvænt upp á eða að það þurfi að fá svör við einhverjum spurningum varðandi heilsu viðkomandi konu. „Það að geta sinnt þessari þjónustu í heimabyggð er augljóslega mikill kostur fyrir konuna, fjölskyldu hennar og tími, peningar, ferðalög og óþægindi, það þarf ekkert að ræða það frekar hvað það er mikill kostur í öllu samhengi og við erum að ræða að tæknin fari til kvenna en ekki konurnar til tækninnar,“ segir Björk. En er þetta glatað ástand eins og það er í dag? „Sums staðar er það það, algjörlega en á öðrum stöðum höfum við grunntækin en þurfum viðbótartæki til að nýta þau tæki, sem fyrir eru.“ Björk segir búnaðarleysi fæðingardeildarinnar á Selfossi há deildinni í daglegum störfum. „Já, við erum að að ráðfæra okkur við sérfræðilækna í gegnum bara orð. Við höfum takmörkuð tækifæri til að flytja upplýsingar til þeirra og við höfum ekki tæki, sem eru viðurkennd af persónuvernd að flytja þessi gögn og það er bara stórmál,“ segir Björk. Björk segir að búnaðarleysi fæðingardeildarinnar á Selfossi hái starfseminni alla daga þó aðbúnaður á deildinni sé góður. Hér er verðandi móðir í mæðravernd á deildinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þá má geta þess að Kvenfélagasamband Íslands er með söfnun í gangi vegna tækjabúnaðar, sem vantar til að tryggja betur heilsuöryggi kvenna um allt land í tengslum við fæðingar en söfnunin kallast „Gjöf til allra kvenna á Íslandi.“ Söfnunarreikningurinn er 513-26-200000 Kt: 710169-6759 Heimasíða söfnunarinnar má sjá hér Árborg Heilbrigðismál Heilsa Byggðamál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi er rekin fæðingardeild þar sem nokkrar ljósmæður starfa. Þrátt fyrir að aðstaðan á deildin sé góð þá er ekki sömu sögu að segja um tækjakostinn og það á ekki bara við á Selfossi, heldur mjög víða á fæðingardeildum á landsbyggðinni eins og Björk Steindórsdóttir, yfirljósmóðirin hefur kynnt sér. „Já, víða vantar upp á tækjakostinn. Þá erum við að tala um tæki, sem eru að nema heilsufarsupplýsingar frá konum á meðgöngu. Við erum að tala um ómskoðunartæki og fóstursírita.“ Björk segir að það vanti líka víða búnað til að tengjast fóstursíritunum þannig að það sé hægt að vista þau gögn á öruggan hátt og flytja þau frá fæðingardeildum til sérfræðinga á Landsspítalanum, sem geti þá lesið út úr upplýsingunum komi eitthvað óvænt upp á eða að það þurfi að fá svör við einhverjum spurningum varðandi heilsu viðkomandi konu. „Það að geta sinnt þessari þjónustu í heimabyggð er augljóslega mikill kostur fyrir konuna, fjölskyldu hennar og tími, peningar, ferðalög og óþægindi, það þarf ekkert að ræða það frekar hvað það er mikill kostur í öllu samhengi og við erum að ræða að tæknin fari til kvenna en ekki konurnar til tækninnar,“ segir Björk. En er þetta glatað ástand eins og það er í dag? „Sums staðar er það það, algjörlega en á öðrum stöðum höfum við grunntækin en þurfum viðbótartæki til að nýta þau tæki, sem fyrir eru.“ Björk segir búnaðarleysi fæðingardeildarinnar á Selfossi há deildinni í daglegum störfum. „Já, við erum að að ráðfæra okkur við sérfræðilækna í gegnum bara orð. Við höfum takmörkuð tækifæri til að flytja upplýsingar til þeirra og við höfum ekki tæki, sem eru viðurkennd af persónuvernd að flytja þessi gögn og það er bara stórmál,“ segir Björk. Björk segir að búnaðarleysi fæðingardeildarinnar á Selfossi hái starfseminni alla daga þó aðbúnaður á deildinni sé góður. Hér er verðandi móðir í mæðravernd á deildinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þá má geta þess að Kvenfélagasamband Íslands er með söfnun í gangi vegna tækjabúnaðar, sem vantar til að tryggja betur heilsuöryggi kvenna um allt land í tengslum við fæðingar en söfnunin kallast „Gjöf til allra kvenna á Íslandi.“ Söfnunarreikningurinn er 513-26-200000 Kt: 710169-6759 Heimasíða söfnunarinnar má sjá hér
Árborg Heilbrigðismál Heilsa Byggðamál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira