Komin „yfir toppinn“ en eiga langt í land Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. febrúar 2021 23:03 Chris Whitty, landlæknir Englands, og Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands. Toby Melville - WPA Pool/Getty Bretland er nú „komið yfir toppinn“ á þeirri bylgju kórónuveirunnar sem ríður yfir ríkið, samkvæmt landlækni Englands. Breska ríkisútvarpið hefur eftir landlækninum, Chris Whitty, að tölur yfir spítalainnlagnir, fólk sem greinist daglega með veiruna og dauðsföll væru á niðurleið. Það þýddi þó ekki að tölurnar gætu ekki farið hækkandi aftur. Á fréttamannafundi í dag sagði Whitty að þrátt fyrir að tölurnar hefðu lækkað tilfinnanlega þá væru þær enn hærri en þegar mest lét í fyrstu bylgju faraldursins í apríl 2020. „Þetta er því enn stórt vandamál. En þetta er vandamál sem er á réttri leið,“ sagði Whitty. Hann bætti því við að ef tölur yfir smitaða færu aftur hækkandi þá kæmist breska heilbrigðiskerfið „aftur í vandræði á ógnarhraða“ en mikið hefur mætt á kerfinu þegar faraldurinn hefur látið finna hvað mest fyrir sér í Bretlandi. Í dag, miðvikudag, létust 1.322 manns sem greinst höfðu með Covid-19 á síðustu 28 dögum í Bretlandi. Alls hafa tæplega 110 þúsund manns látist á innan við 28 dögum eftir Covid-19 greiningu. Þá greindust 19.202 með kórónuveiruna í Bretlandi í dag. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, talaði einnig á fundinum og lofsamaði það „tröllvaxna átak“ að hafa þegar bólusett tíu prósent bresku þjóðarinnar við Covid-19, þar af 90 prósent þeirra sem eru 75 ára eða eldri. „Þó að í dag séu á lofti teikn vonar, þar sem Covid-sjúklingum á spítölum fer fækkandi frá upphafi þessarar bylgju, er tíðni smita enn skelfilega há,“ sagði Johnson og bætti við að um 32 þúsund manns lægju nú inni á spítala með Covid-19. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur eftir landlækninum, Chris Whitty, að tölur yfir spítalainnlagnir, fólk sem greinist daglega með veiruna og dauðsföll væru á niðurleið. Það þýddi þó ekki að tölurnar gætu ekki farið hækkandi aftur. Á fréttamannafundi í dag sagði Whitty að þrátt fyrir að tölurnar hefðu lækkað tilfinnanlega þá væru þær enn hærri en þegar mest lét í fyrstu bylgju faraldursins í apríl 2020. „Þetta er því enn stórt vandamál. En þetta er vandamál sem er á réttri leið,“ sagði Whitty. Hann bætti því við að ef tölur yfir smitaða færu aftur hækkandi þá kæmist breska heilbrigðiskerfið „aftur í vandræði á ógnarhraða“ en mikið hefur mætt á kerfinu þegar faraldurinn hefur látið finna hvað mest fyrir sér í Bretlandi. Í dag, miðvikudag, létust 1.322 manns sem greinst höfðu með Covid-19 á síðustu 28 dögum í Bretlandi. Alls hafa tæplega 110 þúsund manns látist á innan við 28 dögum eftir Covid-19 greiningu. Þá greindust 19.202 með kórónuveiruna í Bretlandi í dag. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, talaði einnig á fundinum og lofsamaði það „tröllvaxna átak“ að hafa þegar bólusett tíu prósent bresku þjóðarinnar við Covid-19, þar af 90 prósent þeirra sem eru 75 ára eða eldri. „Þó að í dag séu á lofti teikn vonar, þar sem Covid-sjúklingum á spítölum fer fækkandi frá upphafi þessarar bylgju, er tíðni smita enn skelfilega há,“ sagði Johnson og bætti við að um 32 þúsund manns lægju nú inni á spítala með Covid-19.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira