Tími til að tengja: Hattarmenn geta unnið sögulegan sigur í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2021 14:31 Hattarmenn geta skrifað nýjan kafla í sögu félagsins í kvöld. Instagram/@hotturkarfa Höttur getur í kvöld tengt saman heimasigra í fyrsta sinn í sögu félagsins í úrvalsdeild karla í körfubolta. Höttur vann Njarðvík í síðasta heimaleik sínum og fær lið Þórs frá Akureyri í heimsókn til sín í kvöld. Sigurinn á Njarðvíkingunum var sjötti heimasigur Hattar í efstu deild frá upphafi en í hinum fimm tilfellunum hefur Hattarliðið tapað næsta heimaleik sínum. Það sem meira er að allir þessir næstu heimaleikir Hattar eftir heimasigur hafa tapast með tíu stigum eða meira. Einn af þessum fimm heimasigrum Hattarliðsins var einmitt þegar Þórsarar komu síðast í heimsókn í Egilsstaði í Domino´s deildinni. Það var í lok janúar 2018 og Höttur vann þann leik með ellefu stigum, 86-75. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattarliðsins, setti einmitt niður tvær þriggja stiga körfur á þeim tæpu sex mínútum sem hann spilaði í leiknum. Lokakaflinn var rosalegur í þessum leik fyrir þremur árum en leikurinn endaði í framlengingu. Höttur vann framlenginguna síðan 13-2. Bæði lið koma kát inn í þennan leik. Höttur vann eins og áður sagði sinn síðasta leik en Þórsarar hafa aftur á móti unnið tvo síðustu leiki sína sem voru á móti Tindastól og Val. Næsti heimaleikur eftir heimrasigra Hattar í úrvalsdeild: 2005-06 Unnu Hamar/Selfoss 84-74 á Egilsstöðum 17. janúar 2006 Næsti heimaleikur: 24 stiga tap fyrir Snæfelli (77-101) --- Unnu Fjölni 89-86 á Egilsstöðum 23. febrúar 2006 Næsti heimaleikur: 11 stiga tap fyrir Skallagrími (87-98) --- 2015-16 Unnu Njarðvík 86-79 á Egilsstöðum 8. janúar 2016 Næsti heimaleikur: 10 stiga tap fyrir Grindavík (71-81) -- Unnu ÍR 93-70 á Egilsstöðum 25. febrúar 2016 Næsti heimaleikur: 10 stiga tap fyrir Þór Þorl. (93-104) --- 2017-18 Unnu Þór Ak. 86-75 á Egilsstöðum 25. janúar 2018 Næsti heimaleikur: 22 stiga tap fyrir Haukum (69-91) --- 2020-21 Unnu Njarðvík 88-83 á Egilsstöðum 31. janúar 2021 Næsti heimaleikur: Á móti Þór Ak. í kvöld Leikur Hattar og Þórs frá Akureyri hefst klukkan 18.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Seinna í kvöld verður síðan sýndur beint leikur Njarðvíkur og Stjörnunnar úr Ljónagryfjunni en hann hefst klukkan 20.15 á Stöð 2 Sport 3. Allir fjórir leikir kvöldsins í Domino´s deild karla verða síðan gerðir upp í Dominos Tilþrifunum á Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 22.00. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Höttur Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Höttur vann Njarðvík í síðasta heimaleik sínum og fær lið Þórs frá Akureyri í heimsókn til sín í kvöld. Sigurinn á Njarðvíkingunum var sjötti heimasigur Hattar í efstu deild frá upphafi en í hinum fimm tilfellunum hefur Hattarliðið tapað næsta heimaleik sínum. Það sem meira er að allir þessir næstu heimaleikir Hattar eftir heimasigur hafa tapast með tíu stigum eða meira. Einn af þessum fimm heimasigrum Hattarliðsins var einmitt þegar Þórsarar komu síðast í heimsókn í Egilsstaði í Domino´s deildinni. Það var í lok janúar 2018 og Höttur vann þann leik með ellefu stigum, 86-75. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattarliðsins, setti einmitt niður tvær þriggja stiga körfur á þeim tæpu sex mínútum sem hann spilaði í leiknum. Lokakaflinn var rosalegur í þessum leik fyrir þremur árum en leikurinn endaði í framlengingu. Höttur vann framlenginguna síðan 13-2. Bæði lið koma kát inn í þennan leik. Höttur vann eins og áður sagði sinn síðasta leik en Þórsarar hafa aftur á móti unnið tvo síðustu leiki sína sem voru á móti Tindastól og Val. Næsti heimaleikur eftir heimrasigra Hattar í úrvalsdeild: 2005-06 Unnu Hamar/Selfoss 84-74 á Egilsstöðum 17. janúar 2006 Næsti heimaleikur: 24 stiga tap fyrir Snæfelli (77-101) --- Unnu Fjölni 89-86 á Egilsstöðum 23. febrúar 2006 Næsti heimaleikur: 11 stiga tap fyrir Skallagrími (87-98) --- 2015-16 Unnu Njarðvík 86-79 á Egilsstöðum 8. janúar 2016 Næsti heimaleikur: 10 stiga tap fyrir Grindavík (71-81) -- Unnu ÍR 93-70 á Egilsstöðum 25. febrúar 2016 Næsti heimaleikur: 10 stiga tap fyrir Þór Þorl. (93-104) --- 2017-18 Unnu Þór Ak. 86-75 á Egilsstöðum 25. janúar 2018 Næsti heimaleikur: 22 stiga tap fyrir Haukum (69-91) --- 2020-21 Unnu Njarðvík 88-83 á Egilsstöðum 31. janúar 2021 Næsti heimaleikur: Á móti Þór Ak. í kvöld Leikur Hattar og Þórs frá Akureyri hefst klukkan 18.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Seinna í kvöld verður síðan sýndur beint leikur Njarðvíkur og Stjörnunnar úr Ljónagryfjunni en hann hefst klukkan 20.15 á Stöð 2 Sport 3. Allir fjórir leikir kvöldsins í Domino´s deild karla verða síðan gerðir upp í Dominos Tilþrifunum á Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 22.00. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Næsti heimaleikur eftir heimrasigra Hattar í úrvalsdeild: 2005-06 Unnu Hamar/Selfoss 84-74 á Egilsstöðum 17. janúar 2006 Næsti heimaleikur: 24 stiga tap fyrir Snæfelli (77-101) --- Unnu Fjölni 89-86 á Egilsstöðum 23. febrúar 2006 Næsti heimaleikur: 11 stiga tap fyrir Skallagrími (87-98) --- 2015-16 Unnu Njarðvík 86-79 á Egilsstöðum 8. janúar 2016 Næsti heimaleikur: 10 stiga tap fyrir Grindavík (71-81) -- Unnu ÍR 93-70 á Egilsstöðum 25. febrúar 2016 Næsti heimaleikur: 10 stiga tap fyrir Þór Þorl. (93-104) --- 2017-18 Unnu Þór Ak. 86-75 á Egilsstöðum 25. janúar 2018 Næsti heimaleikur: 22 stiga tap fyrir Haukum (69-91) --- 2020-21 Unnu Njarðvík 88-83 á Egilsstöðum 31. janúar 2021 Næsti heimaleikur: Á móti Þór Ak. í kvöld
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Höttur Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik