Um 100 börn á viku lögð inn með alvarlegan bólgusjúkdóm í kjölfar Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. febrúar 2021 10:34 Áætlað er að fjöldi barna sem liggja á sjúkrahúsum með PIMS muni ná hámarki á mánudag. epa/Andy Rain Allt að 100 börn eru nú lögð inn á sjúkrahús í Bretlandi í viku hverri með sjaldgæfan bólgusjúkdóm í kjölfar Covid-19. Sjúkdómurinn er mun tíðari meðal minnihlutahópa, sem má mögulega rekja til erfða og/eða bágra aðstæðna. Bólgusjúkdómurinn kallast á ensku PIMS, sem stendur fyrir „paediatric inflammatory multi-system syndrome“. Í fyrri bylgju faraldursins í Bretlandi greindust allt að 30 börn á viku með sjúkdóminn en fjölgunin nú helst í hendur við fjölgun Covid-19 greininga meðal fullorðinna. Það er að segja, þrátt fyrir að fleiri börn séu að greinast með PIMS í dag er fjöldinn hlutfallslega sá sami ef miðað er við heildarfjölda Covid-19 greininga. Það veldur hins vegar áhyggjum hversu hátt hlutfall þeirra barna sem greinast með PIMS tilheyra minnihlutahópum, eða 75%. Eins og fyrr segir kunna erfðir að eiga hlut að máli en þá hefur verið bent á að þessi börn tilheyra fjölskyldum sem eiga erfitt með að gera ráðstafanir til að forðast Covid-19 smit, búa þétt og oft margir saman. Tvö börn á Bretlandseyjum látist vegna PIMS Þegar bólgusjúkdómurinn kom fyrst fram var talið að mögulega væri um að ræða svokallaðan Kawasaki-sjúkdóm, sem leggst helst á börn og ungabörn. Nú er hins vegar komið í ljós að um er að ræða fylgifisk Covid-19, sem kemur hins vegar ekki alltaf fram fyrr en um mánuði eftir Covid-19 veikindi. Samkvæmt Guardian er talið að eitt af hverjum 5.000 börnum sem greinast með Covid-19 fái PIMS í kjölfarið en helstu einkenni eru útbrot, hiti, hættulega lágur blóðþrýstingur og kviðvandamál. Í alvarlegum tilvikum koma fram einkenni sem líkjast einkennum eiturlosts og sýklasóttar en þess ber að geta að þessi tilfelli eru afar fá. Talið er að á Bretlandseyjum hafi tvö börn látist vegna PIMS. Meðalaldur þeirra barna sem eru greind með PIMS er ellefu ára. Um 78% voru heilsuhraust áður en þau greindust með Covid-19. Hjá fámennum hóp virðist PIMS hafa áhrif á heilann og í einhverjum tilvikum hjartað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Bólgusjúkdómurinn kallast á ensku PIMS, sem stendur fyrir „paediatric inflammatory multi-system syndrome“. Í fyrri bylgju faraldursins í Bretlandi greindust allt að 30 börn á viku með sjúkdóminn en fjölgunin nú helst í hendur við fjölgun Covid-19 greininga meðal fullorðinna. Það er að segja, þrátt fyrir að fleiri börn séu að greinast með PIMS í dag er fjöldinn hlutfallslega sá sami ef miðað er við heildarfjölda Covid-19 greininga. Það veldur hins vegar áhyggjum hversu hátt hlutfall þeirra barna sem greinast með PIMS tilheyra minnihlutahópum, eða 75%. Eins og fyrr segir kunna erfðir að eiga hlut að máli en þá hefur verið bent á að þessi börn tilheyra fjölskyldum sem eiga erfitt með að gera ráðstafanir til að forðast Covid-19 smit, búa þétt og oft margir saman. Tvö börn á Bretlandseyjum látist vegna PIMS Þegar bólgusjúkdómurinn kom fyrst fram var talið að mögulega væri um að ræða svokallaðan Kawasaki-sjúkdóm, sem leggst helst á börn og ungabörn. Nú er hins vegar komið í ljós að um er að ræða fylgifisk Covid-19, sem kemur hins vegar ekki alltaf fram fyrr en um mánuði eftir Covid-19 veikindi. Samkvæmt Guardian er talið að eitt af hverjum 5.000 börnum sem greinast með Covid-19 fái PIMS í kjölfarið en helstu einkenni eru útbrot, hiti, hættulega lágur blóðþrýstingur og kviðvandamál. Í alvarlegum tilvikum koma fram einkenni sem líkjast einkennum eiturlosts og sýklasóttar en þess ber að geta að þessi tilfelli eru afar fá. Talið er að á Bretlandseyjum hafi tvö börn látist vegna PIMS. Meðalaldur þeirra barna sem eru greind með PIMS er ellefu ára. Um 78% voru heilsuhraust áður en þau greindust með Covid-19. Hjá fámennum hóp virðist PIMS hafa áhrif á heilann og í einhverjum tilvikum hjartað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira