Hyggja á framleiðslu þátta um Karl Gústaf í anda The Crown Atli Ísleifsson skrifar 4. febrúar 2021 15:15 Karl Gústa sextándi og Silvía drottning gengu í það heilaga árið 1976. Getty/Michael Campanella Til stendur að ráðast í gerð sjónvarpsþátta í anda The Crown sem eiga að fjalla um ævi Karls Gústafs Svíakonungs. Variety segir frá þessu en það eru sjónvarpsstöðin TV4 og streymisveitan C More sem munu standa að framleiðslunni. Sænski höfundurinn Åsa Lantz, sem hélt utan um handrit á verðlaunamyndinni Selma, mun hafa yfirumsjón með handritinu. Í þáttunum verður fjallað um ævi Karls Gústafs, þar með talið árin áður en hann tók við krúnunni árið 1973. Karl Gústaf settist á konungsstól að afa sínum látnum, en faðir hans, Gustaf Adolf, lést í flugslysi árið 1947. Karl Gústaf gekk svo að eiga Silvíu drottningu árið 1976. Joel Kinnaman.Getty/Presley Ann Variety segir frá því að Lantz hafi um árabil safnað að sér göngum um konunginn. „Aðrir kóngar og drottningar eru sögð hafa haft áhrif á heimsatburði. Saga okkar konungs er nokkuð frábrugðin. Ekki jafn áberandi á alþjóðavísu en alveg jafn dramatísk og heillandi. Og fyrir mörg okkar, fullkomlega óþekkt,“ segir Lantz. Búið er að upplýsa sænsku hirðina um áætlanirnar um gerð þáttanna, en ekki hefur verið haft beint samband við einstaka meðlimi konungsfjölskyldunnar. Í samtali við DN segir að draumur Lantz sé að Joel Kinnaman muni fara með hlutverk konungsins í þáttunum. Kinnaman hefur meðal annars gert garðinn frægan fyrir hlutverk sitt í myndunum Snabba Cash og Suicide Squad. Svíþjóð Kóngafólk Karl Gústaf XVI Svíakonungur Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Áskoraranir í fyrra: Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Variety segir frá þessu en það eru sjónvarpsstöðin TV4 og streymisveitan C More sem munu standa að framleiðslunni. Sænski höfundurinn Åsa Lantz, sem hélt utan um handrit á verðlaunamyndinni Selma, mun hafa yfirumsjón með handritinu. Í þáttunum verður fjallað um ævi Karls Gústafs, þar með talið árin áður en hann tók við krúnunni árið 1973. Karl Gústaf settist á konungsstól að afa sínum látnum, en faðir hans, Gustaf Adolf, lést í flugslysi árið 1947. Karl Gústaf gekk svo að eiga Silvíu drottningu árið 1976. Joel Kinnaman.Getty/Presley Ann Variety segir frá því að Lantz hafi um árabil safnað að sér göngum um konunginn. „Aðrir kóngar og drottningar eru sögð hafa haft áhrif á heimsatburði. Saga okkar konungs er nokkuð frábrugðin. Ekki jafn áberandi á alþjóðavísu en alveg jafn dramatísk og heillandi. Og fyrir mörg okkar, fullkomlega óþekkt,“ segir Lantz. Búið er að upplýsa sænsku hirðina um áætlanirnar um gerð þáttanna, en ekki hefur verið haft beint samband við einstaka meðlimi konungsfjölskyldunnar. Í samtali við DN segir að draumur Lantz sé að Joel Kinnaman muni fara með hlutverk konungsins í þáttunum. Kinnaman hefur meðal annars gert garðinn frægan fyrir hlutverk sitt í myndunum Snabba Cash og Suicide Squad.
Svíþjóð Kóngafólk Karl Gústaf XVI Svíakonungur Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Áskoraranir í fyrra: Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira