Krefst milljarða í bætur frá Fox og lögmönnum Trump Sylvía Hall skrifar 4. febrúar 2021 23:28 Rudy Giuliani, fyrrum lögmaður Trump, hélt því fram að víðtækt kosningasvindl hefði átt sér stað í forsetakosningunum í nóvember. Drew Angerer/Getty Tæknifyrirtækið Smartmatic hefur höfðað meiðyrðamál gegn Rudy Giuliani og Sidney Powell, fyrrum lögmönnum Trump sem og Fox News og þremur þáttastjórnendum þar. Fyrirtækið segir ummæli þeirra um meint kosningasvindl af hálfu fyrirtækisins í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember vera hreinar og beinar lygar. Smartmatic sér um hugbúnað sem er notaður við atkvæðagreiðslu í kosningum, en hann var einungis notaður við kosningar í Los Angeles-sýslu. Þrátt fyrir takmarkað hlutverk fyrirtækisins í kosningunum hafi Fox News engu að síður flutt þrettán fréttir þar sem fullyrt var, eða gefið í skyn, að Smartmatic hafi í samráði við ríkisstjórn Venesúela stolið kosningunum. AP greinir frá. Bótakrafa fyrirtækisins hljóðar upp á 2,7 milljarða Bandaríkjadala og er með stærstu meiðyrðamálum í sögunni. Fyrr í vikunni hafði tæknifyrirtækið Dominion, sem einnig tekur þátt í framkvæmd kosninga og sá um kosningabúnað í 24 ríkjum, höfðað mál gegn Giuliani og Powell og krafist 1,3 milljarða Bandaríkjadala í bætur. Giuliani og Powell fóru mikinn í kjölfar kosninganna og fullyrtu að víðtækt kosningasvindl hefði átt sér stað. Héldu þeir þeim fullyrðingum til streitu, þrátt fyrir að þáverandi dómsmálaráðherrann William Barr hafði fullyrt að ekkert benti til þess að svindlað hefði verið í kosningunum. „Saga þeirra var lygi, en það var saga sem var seld,“ segir í stefnu fyrirtækisins. Þáttastjórnendurnir Dobbs, Maria Bartiromo og Jeanine Pirro eru einnig krafðir um bætur, en í stefnunni segir að þau hafi öll notið góðs af þeirri atburðarás sem fór af stað í kringum sögusagnir um kosningasvindl. Fox News hafi með framgöngu sinni tekið þátt í „vel skipulögðum dansi“ í því skyni að halda í íhaldssama áhorfendur, sem í auknum mæli fóru að leita í nýjar fréttaveitur á hægri vængnum. Í yfirlýsingu frá Fox News er ásökununum hafnað. Fréttastofan standi með fréttaflutningi sínum og sé stolt af umfjöllun sinni um kosningarnar á síðasta ári. Telur Fox News málshöfðunina byggja á engu þar sem þau hafi aðeins flutt fréttir af kosningunum og gera samhengi hlutanna góð skil. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ógnaði lífi þingmanna þegar hann miðaði stuðningsmönnum sínum á þingið eins og hlaðinni fallbyssu þann. Þetta mun málflutningur Demókrata snúast um þegar réttað verður yfir forsetanum í öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið þann 6. janúar. 3. febrúar 2021 09:54 „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20 Trump með nýja verjendur en óreiða einkennir undirbúninginn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kynnti í gærkvöldi að nýir lögmenn hefðu bæst við verjendateymi hans. Það er eftir að fimm hættu skyndilega um helgina. 1. febrúar 2021 10:54 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Smartmatic sér um hugbúnað sem er notaður við atkvæðagreiðslu í kosningum, en hann var einungis notaður við kosningar í Los Angeles-sýslu. Þrátt fyrir takmarkað hlutverk fyrirtækisins í kosningunum hafi Fox News engu að síður flutt þrettán fréttir þar sem fullyrt var, eða gefið í skyn, að Smartmatic hafi í samráði við ríkisstjórn Venesúela stolið kosningunum. AP greinir frá. Bótakrafa fyrirtækisins hljóðar upp á 2,7 milljarða Bandaríkjadala og er með stærstu meiðyrðamálum í sögunni. Fyrr í vikunni hafði tæknifyrirtækið Dominion, sem einnig tekur þátt í framkvæmd kosninga og sá um kosningabúnað í 24 ríkjum, höfðað mál gegn Giuliani og Powell og krafist 1,3 milljarða Bandaríkjadala í bætur. Giuliani og Powell fóru mikinn í kjölfar kosninganna og fullyrtu að víðtækt kosningasvindl hefði átt sér stað. Héldu þeir þeim fullyrðingum til streitu, þrátt fyrir að þáverandi dómsmálaráðherrann William Barr hafði fullyrt að ekkert benti til þess að svindlað hefði verið í kosningunum. „Saga þeirra var lygi, en það var saga sem var seld,“ segir í stefnu fyrirtækisins. Þáttastjórnendurnir Dobbs, Maria Bartiromo og Jeanine Pirro eru einnig krafðir um bætur, en í stefnunni segir að þau hafi öll notið góðs af þeirri atburðarás sem fór af stað í kringum sögusagnir um kosningasvindl. Fox News hafi með framgöngu sinni tekið þátt í „vel skipulögðum dansi“ í því skyni að halda í íhaldssama áhorfendur, sem í auknum mæli fóru að leita í nýjar fréttaveitur á hægri vængnum. Í yfirlýsingu frá Fox News er ásökununum hafnað. Fréttastofan standi með fréttaflutningi sínum og sé stolt af umfjöllun sinni um kosningarnar á síðasta ári. Telur Fox News málshöfðunina byggja á engu þar sem þau hafi aðeins flutt fréttir af kosningunum og gera samhengi hlutanna góð skil.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ógnaði lífi þingmanna þegar hann miðaði stuðningsmönnum sínum á þingið eins og hlaðinni fallbyssu þann. Þetta mun málflutningur Demókrata snúast um þegar réttað verður yfir forsetanum í öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið þann 6. janúar. 3. febrúar 2021 09:54 „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20 Trump með nýja verjendur en óreiða einkennir undirbúninginn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kynnti í gærkvöldi að nýir lögmenn hefðu bæst við verjendateymi hans. Það er eftir að fimm hættu skyndilega um helgina. 1. febrúar 2021 10:54 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ógnaði lífi þingmanna þegar hann miðaði stuðningsmönnum sínum á þingið eins og hlaðinni fallbyssu þann. Þetta mun málflutningur Demókrata snúast um þegar réttað verður yfir forsetanum í öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið þann 6. janúar. 3. febrúar 2021 09:54
„Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20
Trump með nýja verjendur en óreiða einkennir undirbúninginn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kynnti í gærkvöldi að nýir lögmenn hefðu bæst við verjendateymi hans. Það er eftir að fimm hættu skyndilega um helgina. 1. febrúar 2021 10:54