Ísland enn eina græna landið í Evrópu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2021 07:44 Staðan í Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins er grafalvarleg eins og sést á þessu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Sóttvarnastofnun Evrópu Líkt og í liðinni viku er Ísland eina landið sem merkt er með grænum lit á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins. Í síðustu viku voru nokkrar eyjar á Eyjahafi merktar með grænum lit einnig, þar á meðal Krít, en í uppfærðu korti sem gefið var út í gær eru þær nú orðnar appelsínugular. Eina svæðið í Evrópu sem einnig er merkt grænt er norðurhluti Noregs. Sóttvarnastofnunin er með þrjá litakóða fyrir það hvernig staðan er í Evrópulöndum varðandi faraldurinn. Land fær grænan lit ef fjórtán daga nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa er undir 25 og hlutfall jákvæðra sýna undir 4%. Samkvæmt covid.is er nýgengi innanlandssmita hér á landi 3,5 og nýgengi landamærasmita 6,5. Sóttvarnastofnun Evrópu aðskilur þó ekki nýgengi innanlandssmita og landamærasmita og samkvæmt þeirri tölfræði er nýgengi hérlendis 10,92. Kort Sóttvarnastofnunarinnar sýnir vel þá alvarlegu stöðu sem uppi er í Evrópu vegna faraldursins. Nánast öll ríkin eru merkt með rauðum lit sem þýðir að nýgengi smita sé annað hvort 50 eða hærra og að hlutfall jákvæðra sýna sé 4% eða hærra eða þá að nýgengið sé hærra en 150. Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir 50 en hlutfall jákvæðra sé yfir 4% eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra sýna undi 4%. Ljósgrátt þýðir síðan að löndin eru ekki með í tölfræðinni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundi í gær að hann myndi öðru hvoru megin við helgina leggja til við ráðherra að farið yrði í vægar tilslakanir innanlands. Núgildandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 17. febrúar en hugmyndin er þó að nýjar reglur taki gildi fyrr en það. Þórólfur hefur hins vegar miklar áhyggjur af landamærunum og fólki sem greinist með veiruna þar, ekki síst vegna hins svokallaða breska afbrigðis sem er meira smitandi en aðrir stofnar veirunnar og hefur dreift sér um alla Evrópu. Fram kom í máli Þórólfs í gær að sextíu manns hafi greinst með breska afbrigðið hér á landi, þar af fjórtán innanlands en þeir hafi allir verið í nánum tengslum við einstaklinga sem greindust á landamærunum. Afbrigðið hefði því ekki náð að dreifa sér í samfélaginu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Í síðustu viku voru nokkrar eyjar á Eyjahafi merktar með grænum lit einnig, þar á meðal Krít, en í uppfærðu korti sem gefið var út í gær eru þær nú orðnar appelsínugular. Eina svæðið í Evrópu sem einnig er merkt grænt er norðurhluti Noregs. Sóttvarnastofnunin er með þrjá litakóða fyrir það hvernig staðan er í Evrópulöndum varðandi faraldurinn. Land fær grænan lit ef fjórtán daga nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa er undir 25 og hlutfall jákvæðra sýna undir 4%. Samkvæmt covid.is er nýgengi innanlandssmita hér á landi 3,5 og nýgengi landamærasmita 6,5. Sóttvarnastofnun Evrópu aðskilur þó ekki nýgengi innanlandssmita og landamærasmita og samkvæmt þeirri tölfræði er nýgengi hérlendis 10,92. Kort Sóttvarnastofnunarinnar sýnir vel þá alvarlegu stöðu sem uppi er í Evrópu vegna faraldursins. Nánast öll ríkin eru merkt með rauðum lit sem þýðir að nýgengi smita sé annað hvort 50 eða hærra og að hlutfall jákvæðra sýna sé 4% eða hærra eða þá að nýgengið sé hærra en 150. Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir 50 en hlutfall jákvæðra sé yfir 4% eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra sýna undi 4%. Ljósgrátt þýðir síðan að löndin eru ekki með í tölfræðinni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundi í gær að hann myndi öðru hvoru megin við helgina leggja til við ráðherra að farið yrði í vægar tilslakanir innanlands. Núgildandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 17. febrúar en hugmyndin er þó að nýjar reglur taki gildi fyrr en það. Þórólfur hefur hins vegar miklar áhyggjur af landamærunum og fólki sem greinist með veiruna þar, ekki síst vegna hins svokallaða breska afbrigðis sem er meira smitandi en aðrir stofnar veirunnar og hefur dreift sér um alla Evrópu. Fram kom í máli Þórólfs í gær að sextíu manns hafi greinst með breska afbrigðið hér á landi, þar af fjórtán innanlands en þeir hafi allir verið í nánum tengslum við einstaklinga sem greindust á landamærunum. Afbrigðið hefði því ekki náð að dreifa sér í samfélaginu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira