Árás á kynfrelsi og heilsu kvenna Marta Goðadóttir skrifar 6. febrúar 2021 08:00 Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn limlestingum á kynfærum kvenna. Yfir 200 milljónir núlifandi kvenna og stúlkna hafa verið limlestar á kynfærum sínum, langflestar fyrir 15 ára aldur. Þetta er ein grófasta birtingarmynd ofbeldis gegn stúlkum og konum en aðgerðin er árás á líkama þeirra, kynfrelsi og heilsu. Þær missa vald og yfirráð yfir eigin líkama og ofbeldið, eðli málsins samkvæmt, veldur þeim varanlegum sálrænum og líkamlegum skaða. Algengir líkamlegir fylgikvillar eru þvaglátsörðugleikar, sýkingar, sársauki við samfarir, erfiðleikar við barnsburð og aukin hætta á ungbarnadauða. Þá er einnig algengt að stúlkum blæði út og deyi. Afleiðingarnar eru hrikalegar og marka líf þeirra sem fyrir þeim verða til frambúðar. Á þessu ári er áætlað að yfir fjórar milljónir kvenna og stúlkna muni bætast í hóp þeirra sem eiga í hættu á að vera limlestar á kynfærum sínum. En vegna COVID-19 mun sú tala því miður hækka. Reiknað er með að yfir 200 þúsund stúlkur til viðbótar, á hverju ári, verði þolendur þessarar birtingarmyndar ofbeldis næstu tíu árin, eingöngu vegna COVID-19. Í fátækum samfélögum þar sem skortur er á menntun hefur almenningur ekki forsendur til að taka upplýsta afstöðu gegn viðteknum venjum og rótgrónum hefðum og talið er að limlestingin sé stúlkunum fyrir bestu. UN Women vinnur að upprætingu þessa skaðlega siðar í samstarfi við grasrótarhreyfingar, félagasamtök, aðgerðarsinna og stjórnvöld ríkja þar sem hann er útbreiddur. Lykillinn að árangri felst í aukinni menntun og að fræða almenning um hætturnar sem fylgja limlestingum á kynfærum kvenna og þrýsta á lagasetningar sem koma í veg fyrir að fleiri konur og stúlkur verði beittar þessu grófa mannréttindabroti. Við hjá UN Women á Íslandi ásamt öllum helstu félagasamtökum hér á landi sem starfa í alþjóðlegri þróunarsamvinnu stöndum að fræðsluátakinu Þróunarsamvinna ber ávöxt, í samstarfi við utanríkisráðuneytið. Í ár beinum við sjónum að áhrifum COVID-19 á efnaminni ríki með fræðsluþættinum Stóra myndin: COVID og heimsbyggðin sem verður sýndur á RÚV 11.febrúar. Í þættinum verður m.a. kafað dýpra á hvaða hátt heimsfaraldurinn ógnar lífi og heilsu kvenna og stúlkna á sértækan hátt. Ég hvet þig til að horfa á þennan áhugaverða þátt sem varðar okkur öll. Höfundur er kynningarstýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn limlestingum á kynfærum kvenna. Yfir 200 milljónir núlifandi kvenna og stúlkna hafa verið limlestar á kynfærum sínum, langflestar fyrir 15 ára aldur. Þetta er ein grófasta birtingarmynd ofbeldis gegn stúlkum og konum en aðgerðin er árás á líkama þeirra, kynfrelsi og heilsu. Þær missa vald og yfirráð yfir eigin líkama og ofbeldið, eðli málsins samkvæmt, veldur þeim varanlegum sálrænum og líkamlegum skaða. Algengir líkamlegir fylgikvillar eru þvaglátsörðugleikar, sýkingar, sársauki við samfarir, erfiðleikar við barnsburð og aukin hætta á ungbarnadauða. Þá er einnig algengt að stúlkum blæði út og deyi. Afleiðingarnar eru hrikalegar og marka líf þeirra sem fyrir þeim verða til frambúðar. Á þessu ári er áætlað að yfir fjórar milljónir kvenna og stúlkna muni bætast í hóp þeirra sem eiga í hættu á að vera limlestar á kynfærum sínum. En vegna COVID-19 mun sú tala því miður hækka. Reiknað er með að yfir 200 þúsund stúlkur til viðbótar, á hverju ári, verði þolendur þessarar birtingarmyndar ofbeldis næstu tíu árin, eingöngu vegna COVID-19. Í fátækum samfélögum þar sem skortur er á menntun hefur almenningur ekki forsendur til að taka upplýsta afstöðu gegn viðteknum venjum og rótgrónum hefðum og talið er að limlestingin sé stúlkunum fyrir bestu. UN Women vinnur að upprætingu þessa skaðlega siðar í samstarfi við grasrótarhreyfingar, félagasamtök, aðgerðarsinna og stjórnvöld ríkja þar sem hann er útbreiddur. Lykillinn að árangri felst í aukinni menntun og að fræða almenning um hætturnar sem fylgja limlestingum á kynfærum kvenna og þrýsta á lagasetningar sem koma í veg fyrir að fleiri konur og stúlkur verði beittar þessu grófa mannréttindabroti. Við hjá UN Women á Íslandi ásamt öllum helstu félagasamtökum hér á landi sem starfa í alþjóðlegri þróunarsamvinnu stöndum að fræðsluátakinu Þróunarsamvinna ber ávöxt, í samstarfi við utanríkisráðuneytið. Í ár beinum við sjónum að áhrifum COVID-19 á efnaminni ríki með fræðsluþættinum Stóra myndin: COVID og heimsbyggðin sem verður sýndur á RÚV 11.febrúar. Í þættinum verður m.a. kafað dýpra á hvaða hátt heimsfaraldurinn ógnar lífi og heilsu kvenna og stúlkna á sértækan hátt. Ég hvet þig til að horfa á þennan áhugaverða þátt sem varðar okkur öll. Höfundur er kynningarstýra UN Women á Íslandi.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar