Íþróttaáhugafólk ósátt við áframhaldandi áhorfendabann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. febrúar 2021 14:01 Þessir stuðningsmenn KR þurfa að bíða eitthvað lengur eftir því að geta mætt á leiki liðsins. vísir/bára Áhorfendur verða áfram óheimilaðir á íþróttaviðburðum þegar ný reglugerð um fjöldatakmarkanir tekur gildi á mánudaginn, 8. febrúar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra greindi frá þeim breytingum á sóttvarnareglum sem taka gildi næsta mánudag eftir ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum í morgun. Svandís féllst á allar tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Nýja reglugerðin gildir til 3. mars. Meðal breytinga sem verða gerðar á sóttvarnareglum eru að hámarksfjöldi er varðar sviðslistir, útfarir og fleira fara úr hundrað manns í 150. Þá verða fjöldatakmörk í söfnum og verslunum hækkuð sömuleiðis. Enn verður þó bið á því að áhorfendur fái að mæta á íþróttaviðburði. Þeir hafa verið óheimilaðir frá því í október. Margt íþróttaáhugafólk klórar sér í höfðinu yfir áframhaldandi áhorfendabanni, sérstaklega þar sem fleiri mega vera viðstaddir sviðslistasýningar, og lýsti yfir óánægju sinni á Twitter. Meðal þeirra er Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net. Stundum er erfitt að skilja rök í sóttvarnaraðgerðum. Í innandyrasalnum var verið að auka fjöldatakmarkanir úr 100 í 150. Í utandyra stúkunni sem er miklu stærri mega vera 0 eftir tilslakanir á mánudaginn. #fotboltinet pic.twitter.com/TcoXZ7zTxY— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) February 5, 2021 Jón Stefán Jónsson, íþróttafulltrúi Þórs á Akureyri, er einnig undrandi og spyr sig hvort ÍSÍ hafi ekki reynt að koma hugmyndum sínum á framfæri við stjórnvöld. Jæja það er þá öruggara að fara á krá, í ræktina, í bío en að hleypa 50 manns á íþróttaleik. Hvernig gengur hjá ÍSÍ að koma hugmyndum til þeirra sem þessu stjórna ? Eða var það bara kannski ekki gert ?— Jón Stefán Jónsson (@Jonsi82) February 5, 2021 Hér fyrir neðan má sjá fleiri dæmi um ósátt íþróttaáhugafólk á Twitter. Sterkur endir á vikunni hjá VG:Í gær: Engin netverslun með áfengi á okkar vakt, takk.Í dag: 50% aukning á leyfilegum áhorfendafjölda í leikhúsum en áfram gamla góða núllið á áhorfendur á íþróttaviðburðum.— Daníel Rúnarsson (@danielrunars) February 5, 2021 Þetta hljóta að vera mistök í nýrri reglugerð að fjölga leikhúsgestum, opna bari og skemmtistaði en það megi ekki vera áhorfendur á íþróttakappleikjum. Neita að trúa því að þetta verði svona.— Úlfur Arnar Jökulsson (@UlfurArnar) February 5, 2021 Þvílík vonbrigði — Elfa Björk (@ElfaBSig) February 5, 2021 Þessi brandari hjá Þórólfi og Svandísi er orðinn helvíti þreyttur. Úff.— Henry Birgir (@henrybirgir) February 5, 2021 Vonandi man fólk sem tengist íþróttum, hvernig tekið hefur verið á þessum RISASTÓRA parti af lífinu, næst þegar það gengur inn í kjörklefann. Endilega förum í sleik í leikhúsi en guð forði því að fólk horfi á íþróttir. #MælirFullur— Benedikt Gretarsson (@bennigretars) February 5, 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra greindi frá þeim breytingum á sóttvarnareglum sem taka gildi næsta mánudag eftir ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum í morgun. Svandís féllst á allar tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Nýja reglugerðin gildir til 3. mars. Meðal breytinga sem verða gerðar á sóttvarnareglum eru að hámarksfjöldi er varðar sviðslistir, útfarir og fleira fara úr hundrað manns í 150. Þá verða fjöldatakmörk í söfnum og verslunum hækkuð sömuleiðis. Enn verður þó bið á því að áhorfendur fái að mæta á íþróttaviðburði. Þeir hafa verið óheimilaðir frá því í október. Margt íþróttaáhugafólk klórar sér í höfðinu yfir áframhaldandi áhorfendabanni, sérstaklega þar sem fleiri mega vera viðstaddir sviðslistasýningar, og lýsti yfir óánægju sinni á Twitter. Meðal þeirra er Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net. Stundum er erfitt að skilja rök í sóttvarnaraðgerðum. Í innandyrasalnum var verið að auka fjöldatakmarkanir úr 100 í 150. Í utandyra stúkunni sem er miklu stærri mega vera 0 eftir tilslakanir á mánudaginn. #fotboltinet pic.twitter.com/TcoXZ7zTxY— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) February 5, 2021 Jón Stefán Jónsson, íþróttafulltrúi Þórs á Akureyri, er einnig undrandi og spyr sig hvort ÍSÍ hafi ekki reynt að koma hugmyndum sínum á framfæri við stjórnvöld. Jæja það er þá öruggara að fara á krá, í ræktina, í bío en að hleypa 50 manns á íþróttaleik. Hvernig gengur hjá ÍSÍ að koma hugmyndum til þeirra sem þessu stjórna ? Eða var það bara kannski ekki gert ?— Jón Stefán Jónsson (@Jonsi82) February 5, 2021 Hér fyrir neðan má sjá fleiri dæmi um ósátt íþróttaáhugafólk á Twitter. Sterkur endir á vikunni hjá VG:Í gær: Engin netverslun með áfengi á okkar vakt, takk.Í dag: 50% aukning á leyfilegum áhorfendafjölda í leikhúsum en áfram gamla góða núllið á áhorfendur á íþróttaviðburðum.— Daníel Rúnarsson (@danielrunars) February 5, 2021 Þetta hljóta að vera mistök í nýrri reglugerð að fjölga leikhúsgestum, opna bari og skemmtistaði en það megi ekki vera áhorfendur á íþróttakappleikjum. Neita að trúa því að þetta verði svona.— Úlfur Arnar Jökulsson (@UlfurArnar) February 5, 2021 Þvílík vonbrigði — Elfa Björk (@ElfaBSig) February 5, 2021 Þessi brandari hjá Þórólfi og Svandísi er orðinn helvíti þreyttur. Úff.— Henry Birgir (@henrybirgir) February 5, 2021 Vonandi man fólk sem tengist íþróttum, hvernig tekið hefur verið á þessum RISASTÓRA parti af lífinu, næst þegar það gengur inn í kjörklefann. Endilega förum í sleik í leikhúsi en guð forði því að fólk horfi á íþróttir. #MælirFullur— Benedikt Gretarsson (@bennigretars) February 5, 2021
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira