Úígúrar í Tyrklandi óttast að verða framseldir fyrir bóluefni Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2021 15:16 Úígúrar í Tyrklandi árið 2018 að mótmæla framferði yfirvalda í Kían gagnvart þjóðflokknum. AP/Lefteris Pitarakis Yfirvöld í Tyrklandi hafa handtekið tuga Úígúra sem hafa flúið frá Kína til Tyrklands. Um það bil fimmtíu eru í haldi yfirvalda og í hættu á að verða framseldi. Úígúrar óttast að verða sendir aftur til Kína í skiptum fyrir bóluefni sem Tyrkir hafa keypt af Kínverjum en ekki fengið afhent. AP fréttaveitan segir þingmenn stjórnarandstöðunnar í Tyrklandi hafa vakið athygli á málinu en engar sannanir hafi þó litið dagsins ljós. Þingmennirnir og Úígúrar óttast þó að ráðamenn í Kína séu að nota sendingar bóluefna til Tyrklands til að fá yfirvöld í Tyrklandi til að samþykkja framsalssamning á milli ríkjanna. Samningur þessi var saminn fyrir mörgum árum en hefur ekki verið staðfestur. Kínverjar staðfestu hann þó óvænt í desember og er búist við því að hann fari fyrir tyrkneska þingið í næsta mánuði. Úígúrar eru þjóðflokkur múslima í Xinjiang héraði í Kína sem á rætur sínar að rekja til Tyrklands. Sjá einnig: Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Kínverjar hafa í nokkur ár verið sakaðir af mannréttindasamtökum og Sameinuðu þjóðunum um að reka fangabúðir í Xinjiang héraði og að þar hafi hundruð þúsunda Úígúra og aðrir múslimar sætt pyntingum, þrælkunarvinnu, heilaþvætti og jafnvel geldingum. Undanfarna daga hafa borist fregnir af því að konur hafi verið beytta kerfisbundnu kynferðislegu ofbeldi og nauðgunum í þessum búðum. Í desember fóru sendingar bóluefna frá Kína til Tyrklands að dragast aftur úr áætlun og nú hefur um þriðjungur þess bóluefnis sem Tyrkjum var lofað að fyrir lok janúar borist. Yildirim Kaya, þingmaður í stærsta stjórnarandstöðuflokk Tyrklands, hefur spurt opinberlega hvort yfirvöld í Kína séu að kúga Tyrki til að flytja Úígúra sem hafa flúið Kína aftur til landsins. Hann hefur lagt fram formlega fyrirspurn til ríkisstjórnar Recep Tayyip Erdogan, forseta, en ekki fengið svar. Ráðamenn í Kína hafa sagt þessar vangaveltur ærumeiðandi og ekkert sé til í þeim. Utanríkisráðherra Tyrklands sagði sömuleiðis í desember að tafir á bóluefnasendingum tengdust málefni Úígúra ekkert. Sjá einnig: Áttu að vera þakklát fyrir að fjölskyldumeðlimir voru færðir í fangabúðir Handtökum fjölgað AP segir að Tyrkir hafi enn sem komið er ekki framselt marga Úígúra til Kína. Hins vegar hafi fjöldi handtaka á undanförnum vikum vakið óhug meðal þeirra um 50 þúsund Úígúra sem búa í Tyrklandi. Þá sagði sendiherra Tyrklands í Kína nýverið að Tyrkir kynnu að meta samvinnu ríkjanna á sviði dómsmála. Lögmenn þeirra Úígúra sem hafa verið handteknir í Tyrklandi segja handtökurnar pólitískar. Ráðamenn í Tyrklandi voru á árum áður harðorðir í garð Kína vegna þess hvernig komið hefur verið fram við Úígúra þar í landi. Erdogan lýsti meðferðinni fyrst sem þjóðarmorði fyrir rúmum áratug. Sá tónn hefur þó breyst verulega á undanförnum árum. Samhliða versnandi sambandi Tyrklands og vesturlanda, hefur samband Tyrklands og Kína skánað mjög og efnahagssamstarf ríkjanna aukist. Kína Tyrkland Tengdar fréttir Bretar og Kínverjar deila um ríkismiðla Ráðamenn í Kína saka breska ríkisútvarpið BBC um að flytja falskar fréttir frá Kína og þá sérstaklega varðandi umfjöllun um faraldur nýju kórónuveirunnar. 5. febrúar 2021 10:41 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
AP fréttaveitan segir þingmenn stjórnarandstöðunnar í Tyrklandi hafa vakið athygli á málinu en engar sannanir hafi þó litið dagsins ljós. Þingmennirnir og Úígúrar óttast þó að ráðamenn í Kína séu að nota sendingar bóluefna til Tyrklands til að fá yfirvöld í Tyrklandi til að samþykkja framsalssamning á milli ríkjanna. Samningur þessi var saminn fyrir mörgum árum en hefur ekki verið staðfestur. Kínverjar staðfestu hann þó óvænt í desember og er búist við því að hann fari fyrir tyrkneska þingið í næsta mánuði. Úígúrar eru þjóðflokkur múslima í Xinjiang héraði í Kína sem á rætur sínar að rekja til Tyrklands. Sjá einnig: Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Kínverjar hafa í nokkur ár verið sakaðir af mannréttindasamtökum og Sameinuðu þjóðunum um að reka fangabúðir í Xinjiang héraði og að þar hafi hundruð þúsunda Úígúra og aðrir múslimar sætt pyntingum, þrælkunarvinnu, heilaþvætti og jafnvel geldingum. Undanfarna daga hafa borist fregnir af því að konur hafi verið beytta kerfisbundnu kynferðislegu ofbeldi og nauðgunum í þessum búðum. Í desember fóru sendingar bóluefna frá Kína til Tyrklands að dragast aftur úr áætlun og nú hefur um þriðjungur þess bóluefnis sem Tyrkjum var lofað að fyrir lok janúar borist. Yildirim Kaya, þingmaður í stærsta stjórnarandstöðuflokk Tyrklands, hefur spurt opinberlega hvort yfirvöld í Kína séu að kúga Tyrki til að flytja Úígúra sem hafa flúið Kína aftur til landsins. Hann hefur lagt fram formlega fyrirspurn til ríkisstjórnar Recep Tayyip Erdogan, forseta, en ekki fengið svar. Ráðamenn í Kína hafa sagt þessar vangaveltur ærumeiðandi og ekkert sé til í þeim. Utanríkisráðherra Tyrklands sagði sömuleiðis í desember að tafir á bóluefnasendingum tengdust málefni Úígúra ekkert. Sjá einnig: Áttu að vera þakklát fyrir að fjölskyldumeðlimir voru færðir í fangabúðir Handtökum fjölgað AP segir að Tyrkir hafi enn sem komið er ekki framselt marga Úígúra til Kína. Hins vegar hafi fjöldi handtaka á undanförnum vikum vakið óhug meðal þeirra um 50 þúsund Úígúra sem búa í Tyrklandi. Þá sagði sendiherra Tyrklands í Kína nýverið að Tyrkir kynnu að meta samvinnu ríkjanna á sviði dómsmála. Lögmenn þeirra Úígúra sem hafa verið handteknir í Tyrklandi segja handtökurnar pólitískar. Ráðamenn í Tyrklandi voru á árum áður harðorðir í garð Kína vegna þess hvernig komið hefur verið fram við Úígúra þar í landi. Erdogan lýsti meðferðinni fyrst sem þjóðarmorði fyrir rúmum áratug. Sá tónn hefur þó breyst verulega á undanförnum árum. Samhliða versnandi sambandi Tyrklands og vesturlanda, hefur samband Tyrklands og Kína skánað mjög og efnahagssamstarf ríkjanna aukist.
Kína Tyrkland Tengdar fréttir Bretar og Kínverjar deila um ríkismiðla Ráðamenn í Kína saka breska ríkisútvarpið BBC um að flytja falskar fréttir frá Kína og þá sérstaklega varðandi umfjöllun um faraldur nýju kórónuveirunnar. 5. febrúar 2021 10:41 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Bretar og Kínverjar deila um ríkismiðla Ráðamenn í Kína saka breska ríkisútvarpið BBC um að flytja falskar fréttir frá Kína og þá sérstaklega varðandi umfjöllun um faraldur nýju kórónuveirunnar. 5. febrúar 2021 10:41
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent