Úígúrar í Tyrklandi óttast að verða framseldir fyrir bóluefni Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2021 15:16 Úígúrar í Tyrklandi árið 2018 að mótmæla framferði yfirvalda í Kían gagnvart þjóðflokknum. AP/Lefteris Pitarakis Yfirvöld í Tyrklandi hafa handtekið tuga Úígúra sem hafa flúið frá Kína til Tyrklands. Um það bil fimmtíu eru í haldi yfirvalda og í hættu á að verða framseldi. Úígúrar óttast að verða sendir aftur til Kína í skiptum fyrir bóluefni sem Tyrkir hafa keypt af Kínverjum en ekki fengið afhent. AP fréttaveitan segir þingmenn stjórnarandstöðunnar í Tyrklandi hafa vakið athygli á málinu en engar sannanir hafi þó litið dagsins ljós. Þingmennirnir og Úígúrar óttast þó að ráðamenn í Kína séu að nota sendingar bóluefna til Tyrklands til að fá yfirvöld í Tyrklandi til að samþykkja framsalssamning á milli ríkjanna. Samningur þessi var saminn fyrir mörgum árum en hefur ekki verið staðfestur. Kínverjar staðfestu hann þó óvænt í desember og er búist við því að hann fari fyrir tyrkneska þingið í næsta mánuði. Úígúrar eru þjóðflokkur múslima í Xinjiang héraði í Kína sem á rætur sínar að rekja til Tyrklands. Sjá einnig: Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Kínverjar hafa í nokkur ár verið sakaðir af mannréttindasamtökum og Sameinuðu þjóðunum um að reka fangabúðir í Xinjiang héraði og að þar hafi hundruð þúsunda Úígúra og aðrir múslimar sætt pyntingum, þrælkunarvinnu, heilaþvætti og jafnvel geldingum. Undanfarna daga hafa borist fregnir af því að konur hafi verið beytta kerfisbundnu kynferðislegu ofbeldi og nauðgunum í þessum búðum. Í desember fóru sendingar bóluefna frá Kína til Tyrklands að dragast aftur úr áætlun og nú hefur um þriðjungur þess bóluefnis sem Tyrkjum var lofað að fyrir lok janúar borist. Yildirim Kaya, þingmaður í stærsta stjórnarandstöðuflokk Tyrklands, hefur spurt opinberlega hvort yfirvöld í Kína séu að kúga Tyrki til að flytja Úígúra sem hafa flúið Kína aftur til landsins. Hann hefur lagt fram formlega fyrirspurn til ríkisstjórnar Recep Tayyip Erdogan, forseta, en ekki fengið svar. Ráðamenn í Kína hafa sagt þessar vangaveltur ærumeiðandi og ekkert sé til í þeim. Utanríkisráðherra Tyrklands sagði sömuleiðis í desember að tafir á bóluefnasendingum tengdust málefni Úígúra ekkert. Sjá einnig: Áttu að vera þakklát fyrir að fjölskyldumeðlimir voru færðir í fangabúðir Handtökum fjölgað AP segir að Tyrkir hafi enn sem komið er ekki framselt marga Úígúra til Kína. Hins vegar hafi fjöldi handtaka á undanförnum vikum vakið óhug meðal þeirra um 50 þúsund Úígúra sem búa í Tyrklandi. Þá sagði sendiherra Tyrklands í Kína nýverið að Tyrkir kynnu að meta samvinnu ríkjanna á sviði dómsmála. Lögmenn þeirra Úígúra sem hafa verið handteknir í Tyrklandi segja handtökurnar pólitískar. Ráðamenn í Tyrklandi voru á árum áður harðorðir í garð Kína vegna þess hvernig komið hefur verið fram við Úígúra þar í landi. Erdogan lýsti meðferðinni fyrst sem þjóðarmorði fyrir rúmum áratug. Sá tónn hefur þó breyst verulega á undanförnum árum. Samhliða versnandi sambandi Tyrklands og vesturlanda, hefur samband Tyrklands og Kína skánað mjög og efnahagssamstarf ríkjanna aukist. Kína Tyrkland Tengdar fréttir Bretar og Kínverjar deila um ríkismiðla Ráðamenn í Kína saka breska ríkisútvarpið BBC um að flytja falskar fréttir frá Kína og þá sérstaklega varðandi umfjöllun um faraldur nýju kórónuveirunnar. 5. febrúar 2021 10:41 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
AP fréttaveitan segir þingmenn stjórnarandstöðunnar í Tyrklandi hafa vakið athygli á málinu en engar sannanir hafi þó litið dagsins ljós. Þingmennirnir og Úígúrar óttast þó að ráðamenn í Kína séu að nota sendingar bóluefna til Tyrklands til að fá yfirvöld í Tyrklandi til að samþykkja framsalssamning á milli ríkjanna. Samningur þessi var saminn fyrir mörgum árum en hefur ekki verið staðfestur. Kínverjar staðfestu hann þó óvænt í desember og er búist við því að hann fari fyrir tyrkneska þingið í næsta mánuði. Úígúrar eru þjóðflokkur múslima í Xinjiang héraði í Kína sem á rætur sínar að rekja til Tyrklands. Sjá einnig: Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Kínverjar hafa í nokkur ár verið sakaðir af mannréttindasamtökum og Sameinuðu þjóðunum um að reka fangabúðir í Xinjiang héraði og að þar hafi hundruð þúsunda Úígúra og aðrir múslimar sætt pyntingum, þrælkunarvinnu, heilaþvætti og jafnvel geldingum. Undanfarna daga hafa borist fregnir af því að konur hafi verið beytta kerfisbundnu kynferðislegu ofbeldi og nauðgunum í þessum búðum. Í desember fóru sendingar bóluefna frá Kína til Tyrklands að dragast aftur úr áætlun og nú hefur um þriðjungur þess bóluefnis sem Tyrkjum var lofað að fyrir lok janúar borist. Yildirim Kaya, þingmaður í stærsta stjórnarandstöðuflokk Tyrklands, hefur spurt opinberlega hvort yfirvöld í Kína séu að kúga Tyrki til að flytja Úígúra sem hafa flúið Kína aftur til landsins. Hann hefur lagt fram formlega fyrirspurn til ríkisstjórnar Recep Tayyip Erdogan, forseta, en ekki fengið svar. Ráðamenn í Kína hafa sagt þessar vangaveltur ærumeiðandi og ekkert sé til í þeim. Utanríkisráðherra Tyrklands sagði sömuleiðis í desember að tafir á bóluefnasendingum tengdust málefni Úígúra ekkert. Sjá einnig: Áttu að vera þakklát fyrir að fjölskyldumeðlimir voru færðir í fangabúðir Handtökum fjölgað AP segir að Tyrkir hafi enn sem komið er ekki framselt marga Úígúra til Kína. Hins vegar hafi fjöldi handtaka á undanförnum vikum vakið óhug meðal þeirra um 50 þúsund Úígúra sem búa í Tyrklandi. Þá sagði sendiherra Tyrklands í Kína nýverið að Tyrkir kynnu að meta samvinnu ríkjanna á sviði dómsmála. Lögmenn þeirra Úígúra sem hafa verið handteknir í Tyrklandi segja handtökurnar pólitískar. Ráðamenn í Tyrklandi voru á árum áður harðorðir í garð Kína vegna þess hvernig komið hefur verið fram við Úígúra þar í landi. Erdogan lýsti meðferðinni fyrst sem þjóðarmorði fyrir rúmum áratug. Sá tónn hefur þó breyst verulega á undanförnum árum. Samhliða versnandi sambandi Tyrklands og vesturlanda, hefur samband Tyrklands og Kína skánað mjög og efnahagssamstarf ríkjanna aukist.
Kína Tyrkland Tengdar fréttir Bretar og Kínverjar deila um ríkismiðla Ráðamenn í Kína saka breska ríkisútvarpið BBC um að flytja falskar fréttir frá Kína og þá sérstaklega varðandi umfjöllun um faraldur nýju kórónuveirunnar. 5. febrúar 2021 10:41 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Bretar og Kínverjar deila um ríkismiðla Ráðamenn í Kína saka breska ríkisútvarpið BBC um að flytja falskar fréttir frá Kína og þá sérstaklega varðandi umfjöllun um faraldur nýju kórónuveirunnar. 5. febrúar 2021 10:41