Sport

Dag­skráin í dag: Fót­bolti, hand­bolti, körfu­bolti og raf­í­þróttir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Valsarar mæta á Ásvelli í dag.
Valsarar mæta á Ásvelli í dag. vísir/Hulda Margrét

Það er heldur betur íþróttaveislan á sportrásum Stöðvar 2 Sports í dag. Alls verður boðið upp á níu útsendingar frá fótbolta, körfubolta, handbolta og rafíþróttum.

Dagurinn hefst með leik í ensku B-deildinni. Watford, sem hefur verð að gera það gott, heimsækir Coventry en flautað verður til leiks klukkan 12.30.

Níutíu mínútum síðar er það ítalski boltinn. Eitt skemmtilegasta fótboltalið heims Atalanta fær þá Torino í heimsókn en klukkan 17.00 er það svo stórleikur á Ítalíu er Juventus og Roma mætast.

Real Madrid þarf ekkert nema þrjú stig gegn Huesca á útivelli, ætli þeir að eiga einhvern möguleika á spænska meistaratitlinum en þeir eru nú þegar lang á eftir grönnum sínum í Atletioc. Hefst leikurinn 15.15.

Það er tvíhöfði í spænska körfuboltanum. Klukkan 17 er það Casademont Zaragoza gegn Monbus Obradoiro en Tryggvi Snær Hlinason leikur með Zargaoza. Klukkan 19.45 er það Valencia Basket gegn Coosur Betis en Martin Hermannsson leikur með Valencia.

Við höldum áfram að sýna frá NBA körfuboltanum. New York Knicks og Portland Trail Blazers mætast klukkan 18.00 en klukkan 19.00 á Stöð 2 eSport má finna úrslitaleikinn á Reykjavíkurleikunum í CS: GO.

Allar beinar útsendingar dagsins sem og um helgina má sjá hér en nóg er um að vera næstu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×