„Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Siggeir Ævarsson skrifar 7. febrúar 2025 21:41 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, segir lið sitt vera bæði illa þjálfað og illa saman sett vísir/Hulda Margrét Hattarmenn máttu sætta sig við sitt sjötta tap í röð í Bónus-deild karla þegar liðið steinlá á Hlíðarenda 92-58. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari liðsins var gríðarlega ósáttur við hugarfar sinna manna eftir leik. „Andlegt og líkamlegt hrun þegar menn bara missa hausinn. Ég get sagt hvað gerðist, það er eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum. Gjörsamlega óásættanlegt helvítis kjaftæði.“ Það varð ákveðinn vendipunktur í leiknum þegar Nemanja Knezevic var vísað út úr húsi um miðjan fyrri hálfleik og vandaði Viðar honum ekki kveðjurnar. „Hann getur bara ekki hitt úr þessu sniðskoti þó það sé farið aðeins í hann. Lætur reka sig út, gæi sem á að vera lykilmaður hjá okkur. Þetta er bara hausleysi og kannski svona það sem hefur verið að elta okkur á tímabilinu. Við spilum bara eins og við séum heimskir. Tökum bara of mikið af röngum ákvörðunum.“ Viðar tók þó ábyrgðina á sig og sagði liðið hvorki vera vel þjálfað né vel saman sett. „Það er bara vandamálið okkar og það sem er búið að bíta okkur og kemur okkur í þessa stöðu. Liðið er ekki nógu öflugt. Ekki nógu vel sett saman og ekki nógu vel þjálfað, þá fer svona og það er bara á mína ábyrgð.“ Held ég vinni frekar í Víkingalottóinu þrjá miðvikudaga í röð Aðspurður um hvað væri til ráða og hvernig væri hægt að bæta þjálfun liðsins fyrir lokasprettinn taldi Viðar ólíklegt að það væri hægt að rétta kúrsinn af úr þessu, en liðið á fimm leiki eftir í deildinni „Við reynum að gera það en það er ósköp einfalt mál að það þarf eitthvað stórkostlegt að gerast. Ég held ég vinni frekar í Víkingalottóinu þrjá miðvikudaga í röð heldur en það gerist eitthvað stórkostlegt. En við verðum að trúa því og halda áfram að spila.“ „Svo mun Höttur í körfu halda áfram og halda áfram reyna að byggja upp öflugt starf. Eitthvað sem skiptir ekki öllu máli núna en við þurfum bara að reyna að klára þetta með reisn. Þetta var lélegt í dag og til skammar, maður hálf skammast sín að spila svona fyrir klúbbinn.“ Liðið var í brekku fyrir leik og hún er bara orðin brattari en Viðar ætlar að reyna að finna svör og þá leikmenn sem eru með rétt hugarfar til staðar, sem eru alls ekki allir að hans mati. „Við verðum bara að mæta í þá og reyna að leggja okkur fram og knýja fram sigur en það sést bara á hugarfarinu á hluta leikmanna hjá mér að það er bara djöfulsins uppgjöf og volæði. Við þurfum að finna þessa menn sem eru með hjartað á réttum stað og reyna að vinna okkur þannig áfram. Þannig höfum við náð árangri síðustu ár og það sem ég er mest ósáttur við að við höfum aðeins tapað okkar einkenni. Svona hægt og rólega, hvort það gerist á viku eða tveimur, eða þremur mánuðum, við þurfum bara að finna það aftur og halda áfram að spila körfu.“ Bónus-deild karla Körfubolti Höttur Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira
„Andlegt og líkamlegt hrun þegar menn bara missa hausinn. Ég get sagt hvað gerðist, það er eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum. Gjörsamlega óásættanlegt helvítis kjaftæði.“ Það varð ákveðinn vendipunktur í leiknum þegar Nemanja Knezevic var vísað út úr húsi um miðjan fyrri hálfleik og vandaði Viðar honum ekki kveðjurnar. „Hann getur bara ekki hitt úr þessu sniðskoti þó það sé farið aðeins í hann. Lætur reka sig út, gæi sem á að vera lykilmaður hjá okkur. Þetta er bara hausleysi og kannski svona það sem hefur verið að elta okkur á tímabilinu. Við spilum bara eins og við séum heimskir. Tökum bara of mikið af röngum ákvörðunum.“ Viðar tók þó ábyrgðina á sig og sagði liðið hvorki vera vel þjálfað né vel saman sett. „Það er bara vandamálið okkar og það sem er búið að bíta okkur og kemur okkur í þessa stöðu. Liðið er ekki nógu öflugt. Ekki nógu vel sett saman og ekki nógu vel þjálfað, þá fer svona og það er bara á mína ábyrgð.“ Held ég vinni frekar í Víkingalottóinu þrjá miðvikudaga í röð Aðspurður um hvað væri til ráða og hvernig væri hægt að bæta þjálfun liðsins fyrir lokasprettinn taldi Viðar ólíklegt að það væri hægt að rétta kúrsinn af úr þessu, en liðið á fimm leiki eftir í deildinni „Við reynum að gera það en það er ósköp einfalt mál að það þarf eitthvað stórkostlegt að gerast. Ég held ég vinni frekar í Víkingalottóinu þrjá miðvikudaga í röð heldur en það gerist eitthvað stórkostlegt. En við verðum að trúa því og halda áfram að spila.“ „Svo mun Höttur í körfu halda áfram og halda áfram reyna að byggja upp öflugt starf. Eitthvað sem skiptir ekki öllu máli núna en við þurfum bara að reyna að klára þetta með reisn. Þetta var lélegt í dag og til skammar, maður hálf skammast sín að spila svona fyrir klúbbinn.“ Liðið var í brekku fyrir leik og hún er bara orðin brattari en Viðar ætlar að reyna að finna svör og þá leikmenn sem eru með rétt hugarfar til staðar, sem eru alls ekki allir að hans mati. „Við verðum bara að mæta í þá og reyna að leggja okkur fram og knýja fram sigur en það sést bara á hugarfarinu á hluta leikmanna hjá mér að það er bara djöfulsins uppgjöf og volæði. Við þurfum að finna þessa menn sem eru með hjartað á réttum stað og reyna að vinna okkur þannig áfram. Þannig höfum við náð árangri síðustu ár og það sem ég er mest ósáttur við að við höfum aðeins tapað okkar einkenni. Svona hægt og rólega, hvort það gerist á viku eða tveimur, eða þremur mánuðum, við þurfum bara að finna það aftur og halda áfram að spila körfu.“
Bónus-deild karla Körfubolti Höttur Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira