Pence stekkur á hlaðvarpsvagninn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. febrúar 2021 17:49 Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og brátt hlaðvarpsstjórnandi. Vísir/Getty Mike Pence, sem lét af embætti varaforseta Bandaríkjanna í janúar, hyggur á útgáfu nýrra hlaðvarpsþátta á næstu mánuðum. Politico greindi frá málinu en þetta nýjasta ævintýri Pence verður í samstarfi við Young America‘s Foundation (YAF), samtök íhaldssamra ungmenna sem voru stofnuð á sjöunda áratugnum. Varaforsetinn fyrrverandi er reyndar enginn nýgræðingur í þessum geira. Í um áratug, áður en hann var kjörinn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings árið 2000, stýrði hann útvarpsþætti um stjórnmál í Miðvesturríkjunum sem var nokkuð vinsæll á meðal íhaldsmanna. Í fótspor Reagans Markhópurinn fyrir nýju þættina samanstendur af íhaldssömum ungmennum, enda verður Pence í samstarfi við YAF. Áður höfðu samtökin stutt Ronald Reagan, sem var forseti frá 1981 til 1989, þegar hann hélt úti útvarpsþætti á áttunda áratugnum. „Varaforsetinn mun án nokkurs vafa einbeita sér að því að fjalla um afrek íhaldsmanna undanfarin fjögur ár og um það hvaða lærdóm við getum dregið af þeim,“ hafði Politico eftir talsmanni Pence. Scott Walker, fyrrverandi ríkisstjóri Wisconsin og nú forseti samtakanna, sagði samstarfið við Pence til þess fallið að auka áhuga ungmenna á hugmyndafræði bandarískra íhaldsmanna. Frá því þegar stuðningsmenn Trumps réðust á þinghúsið þann 6. janúar. Getty/Win McNamee Framtíðin óljós Mikið hefur verið fjallað um stirt samband Pence við Donald Trump, fyrrverandi forseta, síðustu vikur. Sambandið er sagt hafa versnað töluvert eftir að Pence neitaði þeirri bón forseta síns að hafna niðurstöðum forsetakosninga nóvembermánaðar. Einnig eftir árás stuðningsmanna Trumps á þinghúsið, þar sem Pence var staddur einmitt til þess að staðfesta niðurstöðurnar. Með hlaðvarpsþáttunum gæti Pence sum sé verið að styrkja stöðu sína á ný innan Repúblikanaflokksins, en ljóst er að meirihluti kjósenda flokksins er enn á bandi Trumps. Auk hlaðvarpsins er Pence sagður ætla að gefa út bók, aðstoða frambjóðendur Repúblikana við fjármögnun kosningabaráttu árið 2022 og jú, skoða hvort hann eigi að bjóða sig fram til forseta árið 2024. Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Politico greindi frá málinu en þetta nýjasta ævintýri Pence verður í samstarfi við Young America‘s Foundation (YAF), samtök íhaldssamra ungmenna sem voru stofnuð á sjöunda áratugnum. Varaforsetinn fyrrverandi er reyndar enginn nýgræðingur í þessum geira. Í um áratug, áður en hann var kjörinn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings árið 2000, stýrði hann útvarpsþætti um stjórnmál í Miðvesturríkjunum sem var nokkuð vinsæll á meðal íhaldsmanna. Í fótspor Reagans Markhópurinn fyrir nýju þættina samanstendur af íhaldssömum ungmennum, enda verður Pence í samstarfi við YAF. Áður höfðu samtökin stutt Ronald Reagan, sem var forseti frá 1981 til 1989, þegar hann hélt úti útvarpsþætti á áttunda áratugnum. „Varaforsetinn mun án nokkurs vafa einbeita sér að því að fjalla um afrek íhaldsmanna undanfarin fjögur ár og um það hvaða lærdóm við getum dregið af þeim,“ hafði Politico eftir talsmanni Pence. Scott Walker, fyrrverandi ríkisstjóri Wisconsin og nú forseti samtakanna, sagði samstarfið við Pence til þess fallið að auka áhuga ungmenna á hugmyndafræði bandarískra íhaldsmanna. Frá því þegar stuðningsmenn Trumps réðust á þinghúsið þann 6. janúar. Getty/Win McNamee Framtíðin óljós Mikið hefur verið fjallað um stirt samband Pence við Donald Trump, fyrrverandi forseta, síðustu vikur. Sambandið er sagt hafa versnað töluvert eftir að Pence neitaði þeirri bón forseta síns að hafna niðurstöðum forsetakosninga nóvembermánaðar. Einnig eftir árás stuðningsmanna Trumps á þinghúsið, þar sem Pence var staddur einmitt til þess að staðfesta niðurstöðurnar. Með hlaðvarpsþáttunum gæti Pence sum sé verið að styrkja stöðu sína á ný innan Repúblikanaflokksins, en ljóst er að meirihluti kjósenda flokksins er enn á bandi Trumps. Auk hlaðvarpsins er Pence sagður ætla að gefa út bók, aðstoða frambjóðendur Repúblikana við fjármögnun kosningabaráttu árið 2022 og jú, skoða hvort hann eigi að bjóða sig fram til forseta árið 2024.
Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira