Borgarlína og Sundabraut lifi góðu lífi saman Birgir Olgeirsson skrifar 6. febrúar 2021 15:31 Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar. Vísir/Sigurjón Borgarlínan og Sundabraut geta vel þrifist saman að mati forstjóra Vegagerðarinnar. Tillögur að Borgarlínu og Sundabrautinni gera báðar ráð fyrir nýjum brúm, sem myndu þvera Kleppsvík og Elliðaárvog. Frumdrög að fyrstu lotu Borgarlínunnar voru kynnt í gær. Þar er um að ræða leið sem fer frá Ártúnshöfða, niður í miðbæ, þaðan út í Vatnsmýri, yfir Fossvog út á Kársnes og þaðan í Hamraborg í Kópavogi. Reisa á brú yfir Fossvog og brýr yfir Elliðaárvog sem myndu tengja saman Suðurlandsbraut og Ártúnshöfða. Báðar brýr yrðu einungis fyrir almenningssamöngur. Sundabrú yrði lengsta brú landsins sem myndi tengjast við núverandi gatnamót Holtavegar og Sæbrautar en sú leið myndi myndi tengja vegfarendur við Kjalarnes. Reiknað er með að brúin muni henta bílum, almenningssamgöngum, hjólandi og gangandi. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir þessar tvær framkvæmdir geta þrifist saman. „Það er að okkar mati þannig. Samgöngusáttmálinn gengur út á að samhæfa alla samgöngumáta. Það er enginn að tala um að það verði engin bílaumferð, hún mun fara vaxandi ef eitthvað er. En við erum að tala um að koma með raunhæfa valkosti til að hægja á vexti bílaumferð og gera þetta lífvænlegra fyrir alla samgöngumáta,“ segir Bergþóra. Reiknað er með miklum vexti höfuðborgarsvæðisins næstu 25 árin. Talið er að íbúum fjölgi hátt í 40 prósent, eða um 70 þúsund og verði þá orðnir tæplega 300.000. Með Borgarlínunni er ætla að draga úr bílaumferð, stytta ferðatíma og að fjölskyldur nýti almenningssamgöngur sem valkost við aðra ferðamáta. „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir ört stækkandi höfuðborgarsvæðis að koma með raunhæfan valkost. Ég er ekki að tala niður til þess sem er í dag þegar ég segi það, en á almenningssamöngur á öðrum standardi fyrir fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu án þess að menn þurfi að velja það af einhverri neyð.“ Borgarlína Samgöngur Sundabraut Reykjavík Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira
Frumdrög að fyrstu lotu Borgarlínunnar voru kynnt í gær. Þar er um að ræða leið sem fer frá Ártúnshöfða, niður í miðbæ, þaðan út í Vatnsmýri, yfir Fossvog út á Kársnes og þaðan í Hamraborg í Kópavogi. Reisa á brú yfir Fossvog og brýr yfir Elliðaárvog sem myndu tengja saman Suðurlandsbraut og Ártúnshöfða. Báðar brýr yrðu einungis fyrir almenningssamöngur. Sundabrú yrði lengsta brú landsins sem myndi tengjast við núverandi gatnamót Holtavegar og Sæbrautar en sú leið myndi myndi tengja vegfarendur við Kjalarnes. Reiknað er með að brúin muni henta bílum, almenningssamgöngum, hjólandi og gangandi. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir þessar tvær framkvæmdir geta þrifist saman. „Það er að okkar mati þannig. Samgöngusáttmálinn gengur út á að samhæfa alla samgöngumáta. Það er enginn að tala um að það verði engin bílaumferð, hún mun fara vaxandi ef eitthvað er. En við erum að tala um að koma með raunhæfa valkosti til að hægja á vexti bílaumferð og gera þetta lífvænlegra fyrir alla samgöngumáta,“ segir Bergþóra. Reiknað er með miklum vexti höfuðborgarsvæðisins næstu 25 árin. Talið er að íbúum fjölgi hátt í 40 prósent, eða um 70 þúsund og verði þá orðnir tæplega 300.000. Með Borgarlínunni er ætla að draga úr bílaumferð, stytta ferðatíma og að fjölskyldur nýti almenningssamgöngur sem valkost við aðra ferðamáta. „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir ört stækkandi höfuðborgarsvæðis að koma með raunhæfan valkost. Ég er ekki að tala niður til þess sem er í dag þegar ég segi það, en á almenningssamöngur á öðrum standardi fyrir fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu án þess að menn þurfi að velja það af einhverri neyð.“
Borgarlína Samgöngur Sundabraut Reykjavík Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira