Leikar í skugga Covid Gústaf Adólf Hjaltason skrifar 6. febrúar 2021 13:01 Á þessum sérkennilegu tímum í skugga Covid fara Reykjavíkurleikarnir fram í 14. sinn. Í haust leit ekki vel út með leikana og voru margir á því að það væri óábyrgt að halda leikana. Þegar ákvörðun var tekin að halda leikana þá var aðallega hlustað á þá sem þetta allt snýst um sjálfa íþróttamennina sem ólmir vildu fá á að keppa. Í flest öllum greinum hefur ekki verið haldin keppni í fullorðinsflokki í heilt ár. Afreksíþróttafólk eins og Júlían Jóhann, og Annie Mist hafa stigið fram og fagnað þessari ákvörðun. Framkvæmdaráð leikanna vill bæði þakka borgaryfirvöldum og samstarfsaðilum fyrir þann áhuga sem þau hafa sýnt verkefninu. Einnig fá mótshaldarar (sérsambönd og félög) með öllum sínum fjölda sjálfboðaliða mikið hrós fyrir dugnað og fagmennsku við skipulagningu og mótshald. Það getur verið mjög snúið að skipuleggja mót þar sem að sóttvarnareglum er fylgt. Lítið dæmi úr sundinu: ef allar stöður eru mannaðar á alþjóðlegu móti eru 50 starfsmenn í hverjum hluta sem þýðir að ekki er pláss fyrir keppendur. Þess vegna varð að skera eins mikið niður af starfsfólki, dómurum og fleirum, og hægt var til að mótið uppfyllti kröfur um alþjóðlegt mót. Þar að leiðandi varð að sleppa útsendingu hjá RÚV þar sem að því fylgir fjöldi starfsmanna sem ekki komast fyrir innan sóttvarnartakmarkanna. Ekki var hægt að halda hjólasprett á Skólavörðustíg vegna Covid reglna. Taekwondo, skotfimi og afreksmót í badminton fóru ekki heldur fram í ár. Þar að leiðandi skapaðist tækifæri fyrir nýjar greinar í sjónvarpi en í fyrsta sinn var bein útsending á RÚV frá klifri og pílukasti. Það vakti mikla athygli enda greinar sem ekki hefur verið mikið sýnt frá í sjónvarpi. Leikarnir voru fyrst haldnir árið 2008 með þátttöku sjö einstaklingsgreina og hafa verið í örum vexti undanfarin ár. Í upphafi voru leikarnir á einni helgi en núna spanna þeir um 10 daga. Síðustu ár hafa mótshlutarnir verið rúmlega 20 talsins. Hugmyndafræði leikanna hefur verið að minnka ferðir okkar afreksfólks erlendis en fá keppni við hæfi hér á landi þar sem aðstaða til keppni er orðin í mörgum greinum á heimsmælikvarða. Þetta hefur tekist afar vel og við höfum fengið marga heimsklassa íþróttamenn til keppni. Keppendur á mótinu eru flestir Íslendingar en nokkrir erlendir einstaklingar sem búsettir eru hér eða eru staddir hér vegna vinnu, taka þátt í mótinu. Þetta er svipaður fjöldi innlendra keppenda og hefur verið undanfarin ár en í eðlilegu ári bætast svo við tæplega 1.000 erlendir gestir. Í tengslum við leikana hefur verið boðið upp á málstofur fyrir íslenska keppendur þar sem þeim hefur verið kennt margt sem snýr að þeim sem keppendum. Að ógleymdri ráðstefnunni sem hefur heldur betur slegið í gegn. Hún verið haldin í samvinnu við HR, ÍSÍ og UMFÍ um málefni sem snúa að íþróttamanninum og íþróttahreyfingunni í heild. Höfundur er forseti undirbúningsnefndar Reykjavíkurleikanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir barna Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Á þessum sérkennilegu tímum í skugga Covid fara Reykjavíkurleikarnir fram í 14. sinn. Í haust leit ekki vel út með leikana og voru margir á því að það væri óábyrgt að halda leikana. Þegar ákvörðun var tekin að halda leikana þá var aðallega hlustað á þá sem þetta allt snýst um sjálfa íþróttamennina sem ólmir vildu fá á að keppa. Í flest öllum greinum hefur ekki verið haldin keppni í fullorðinsflokki í heilt ár. Afreksíþróttafólk eins og Júlían Jóhann, og Annie Mist hafa stigið fram og fagnað þessari ákvörðun. Framkvæmdaráð leikanna vill bæði þakka borgaryfirvöldum og samstarfsaðilum fyrir þann áhuga sem þau hafa sýnt verkefninu. Einnig fá mótshaldarar (sérsambönd og félög) með öllum sínum fjölda sjálfboðaliða mikið hrós fyrir dugnað og fagmennsku við skipulagningu og mótshald. Það getur verið mjög snúið að skipuleggja mót þar sem að sóttvarnareglum er fylgt. Lítið dæmi úr sundinu: ef allar stöður eru mannaðar á alþjóðlegu móti eru 50 starfsmenn í hverjum hluta sem þýðir að ekki er pláss fyrir keppendur. Þess vegna varð að skera eins mikið niður af starfsfólki, dómurum og fleirum, og hægt var til að mótið uppfyllti kröfur um alþjóðlegt mót. Þar að leiðandi varð að sleppa útsendingu hjá RÚV þar sem að því fylgir fjöldi starfsmanna sem ekki komast fyrir innan sóttvarnartakmarkanna. Ekki var hægt að halda hjólasprett á Skólavörðustíg vegna Covid reglna. Taekwondo, skotfimi og afreksmót í badminton fóru ekki heldur fram í ár. Þar að leiðandi skapaðist tækifæri fyrir nýjar greinar í sjónvarpi en í fyrsta sinn var bein útsending á RÚV frá klifri og pílukasti. Það vakti mikla athygli enda greinar sem ekki hefur verið mikið sýnt frá í sjónvarpi. Leikarnir voru fyrst haldnir árið 2008 með þátttöku sjö einstaklingsgreina og hafa verið í örum vexti undanfarin ár. Í upphafi voru leikarnir á einni helgi en núna spanna þeir um 10 daga. Síðustu ár hafa mótshlutarnir verið rúmlega 20 talsins. Hugmyndafræði leikanna hefur verið að minnka ferðir okkar afreksfólks erlendis en fá keppni við hæfi hér á landi þar sem aðstaða til keppni er orðin í mörgum greinum á heimsmælikvarða. Þetta hefur tekist afar vel og við höfum fengið marga heimsklassa íþróttamenn til keppni. Keppendur á mótinu eru flestir Íslendingar en nokkrir erlendir einstaklingar sem búsettir eru hér eða eru staddir hér vegna vinnu, taka þátt í mótinu. Þetta er svipaður fjöldi innlendra keppenda og hefur verið undanfarin ár en í eðlilegu ári bætast svo við tæplega 1.000 erlendir gestir. Í tengslum við leikana hefur verið boðið upp á málstofur fyrir íslenska keppendur þar sem þeim hefur verið kennt margt sem snýr að þeim sem keppendum. Að ógleymdri ráðstefnunni sem hefur heldur betur slegið í gegn. Hún verið haldin í samvinnu við HR, ÍSÍ og UMFÍ um málefni sem snúa að íþróttamanninum og íþróttahreyfingunni í heild. Höfundur er forseti undirbúningsnefndar Reykjavíkurleikanna.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun