Líf eða dauði íslensks landbúnaðar - 2. hluti Högni Elfar Gylfason skrifar 7. febrúar 2021 12:00 Á dögunum skrifaði undirritaður fáein orð sem innihéldu nokkrar staðreyndir um íslenskan landbúnað og stöðu hans í því umhverfi sem stjórnvöld hér á landi hafa búið honum. Þar komu fram vangaveltur um gjörninga skattayfirvalda á Íslandi gagnvart innflutningi landbúnaðarafurða frá meginlandi Evrópu eða ef til vill stuðning þeirra við að komast hjá þeim leikreglum sem samið hefur verið um í gagnkvæmum samningum milli Íslands og ESB um sölu landbúnaðarafurða sín á milli. Einhver framvinda hefur orðið síðan þessi orð mín birtust á Vísi. Fram kom í fréttinni “Jurtaostur á hröðu undanhaldi”, sem Helgi Bjarnason blaðamaður birti þann 3. febrúar síðastliðinn í Morgunblaðinu, að innflutningur títtnefnds “Jurtaosts” sem að öllum líkindum var vara sem er að langmestu leyti unninn úr mjólk, hefur snarminnkað eftir uppljóstranir Ernu Bjarnadóttur hagfræðings og verkefnisstjóra hjá Mjólkursamsölunni. Íslensk tollayfirvöld urðu uppvís að því að fara á skjön við sameiginlegar reglur Íslands og ESB, að því er virðist með það að markmiði að innflytjendur slyppu við rétt og eðlileg gjöld af innflutningnum. Eftir úrskurð Tolla og skattaskrifstofu Evrópusambandsins að um röng vinnubrögð íslenska tollsins væri að ræða, virðist þessi ostur aftur vera orðinn að venjulegum mjólkurosti sem hann auðvitað var alltaf í raun og ber því enn á ný þá tolla sem um var samið. Í fyrri grein minni birti ég ákall til þingmanna okkar á Alþingi Íslendinga, en þeir eru 63 talsins úr flestum stigum samfélagsins. Mér þótti rétt að höfða til samvisku þeirra um að gera sitt besta til að bjarga íslenskum landbúnaði frá algjöru hruni sem ég fæ ekki betur séð en að stefni hraðbyri í. Því miður hef ég ekki séð eða heyrt af neinum afrekum úr þeirri átt sem komið gætu að notum í þeirri baráttu síðan áeggjan mín fór á prent. Það verður þó ekki komist hjá að benda á að svo virðist sem ekki fari saman hljóð og mynd hjá hæstvirtum ráðherrum sem koma að málefnum greinarinnar. Skömmu eftir að landbúnaðarráðherra tillkynnti að framkvæmd útboða fyrir ESB-tollkvóta yrðu tímabundið færð til fyrri vegar í þeirri viðleitni að minnka tjón innlendrar framleiðslu vegna stóraukins innflutnings, skrifaði samráðherra hans í Utanríkisráðuneytinu og flokksbróðir upp á nýjan tollasamning við Bretland sem er nýgengið úr Evrópusambandinu. Sá samningur bætist við þann stóra tollasamning við ESB sem áfram er í gildi þrátt fyrir að Bretar séu ekki lengur þar inni og eykur þar með enn á vanda íslensks landbúnaðar. Fróðlegt væri að vita hvort ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur talist ekki við eða hvort þetta hafi verið þeirra sameiginlega ákvörðun. Þá væri gaman að vita hvort ekki hafi verið talið að þessi nýtilkomni tollasamningur við Bretland kæmi samtökum bænda á Íslandi við og þeim því ekki gert kleift að skoða og tjá hug sinn um hann fyrir undirritun. Í 1.grein, 1.kafla Búvörulaga er greint frá tilgangi þeirra og er hann svohljóðandi: „Tilgangur þessara laga er: a. að stuðla að framförum og aukinni hagkvæmni í búvöruframleiðslu og vinnslu og sölu búvara til hagsbóta fyrir framleiðendur og neytendur, b. að framleiðsla búvara til neyslu og iðnaðar verði í sem nánustu samræmi við þarfir þjóðarinnar og tryggi ávallt nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu, c. að nýttir verði sölumöguleikar fyrir búvörur erlendis eftir því sem hagkvæmt er talið, d. að kjör þeirra sem landbúnað stunda verði í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta, e. að innlend aðföng nýtist sem mest við framleiðslu búvara, bæði með hliðsjón af framleiðsluöryggi og atvinnu, f. að stuðla að jöfnuði á milli framleiðenda í hverri búgrein hvað varðar afurðaverð og markað.“ Í framhaldi af þessu spyr ég: 1. Taka ráðherrar ekki mið af texta laganna né heldur stöðunni á innanlandsmarkaði þegar ákvörðun um að auka innflutning landbúnaðarvara er tekin? 2. Telja ráðherrar að aukinn innflutningur stuðli að framförum og aukinni hagkvæmni í innlendri búvöruframleiðslu? 3. Telja ráðherrar að aukinn innflutningur ofan á það mikla magn sem þegar er flutt til landsins geri það að verkum að framleiðsla búvara verði í sem nánustu samræmi við þarfir þjóðarinnar? 4. Telja ráðherrar að kjör þeirra sem stunda íslenskan landbúnað verði í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta við aukinn innflutning ofan á það ástand sem nú þegar ríkir? 5. Telja ráðherrar ef til vill að kjör og afkoma íslenskra bænda og allra þeirra þúsunda sem í afleiddum störfum vinna sé ekki þeirra vandamál? 6. Eru gjörðir þessara ráðherra í samræmi við landbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar. Að lokum langar mig að ítreka ákall mitt til ykkar, þingmanna þjóðarinnar. Það er undir ykkur komið að ákveða framtíð íslensks landbúnaðar og með því, dreifðra byggða um landið allt. Ég á ekki von á því að nokkurt ykkar vilji Ísland framtíðarinnar með eyðibýlum hvert sem litið er og flest litlu þorpin yfirgefin vegna þess að enga atvinnu er að hafa. Það yrði sorgleg niðurstaða, en því miður möguleg ef ekki er gripið í taumana hið fyrsta. Við bændur viljum bara lifa og starfa í sátt við menn, dýr og umhverfi. Við áttum okkur á því að sumir líta á starf okkar sem lífsstíl og er það í lagi, en við þurfum samt að hafa í okkur og á eins og aðrir í þjóðfélaginu. Ég trúi á þig kæri þingmaður… þú getur þetta. Höfundur er sauðfjárbóndi í Skagafirði og áhugamaður um þjóðmálin Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Tengdar fréttir Líf eða dauði íslensks landbúnaðar Frá því um landnám hefur landbúnaður verið stundaður á Íslandi. Hann hefur í árhundruð haldið lífinu í landsmönnum og án hans hefði tæplega orðið varanleg byggð í landinu. Hollusta íslenskra landbúnaðarvara er óumdeild þar sem hrein íslensk náttúra og tært íslenskt vatn spila stórt hlutverk. 29. janúar 2021 09:00 Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Á dögunum skrifaði undirritaður fáein orð sem innihéldu nokkrar staðreyndir um íslenskan landbúnað og stöðu hans í því umhverfi sem stjórnvöld hér á landi hafa búið honum. Þar komu fram vangaveltur um gjörninga skattayfirvalda á Íslandi gagnvart innflutningi landbúnaðarafurða frá meginlandi Evrópu eða ef til vill stuðning þeirra við að komast hjá þeim leikreglum sem samið hefur verið um í gagnkvæmum samningum milli Íslands og ESB um sölu landbúnaðarafurða sín á milli. Einhver framvinda hefur orðið síðan þessi orð mín birtust á Vísi. Fram kom í fréttinni “Jurtaostur á hröðu undanhaldi”, sem Helgi Bjarnason blaðamaður birti þann 3. febrúar síðastliðinn í Morgunblaðinu, að innflutningur títtnefnds “Jurtaosts” sem að öllum líkindum var vara sem er að langmestu leyti unninn úr mjólk, hefur snarminnkað eftir uppljóstranir Ernu Bjarnadóttur hagfræðings og verkefnisstjóra hjá Mjólkursamsölunni. Íslensk tollayfirvöld urðu uppvís að því að fara á skjön við sameiginlegar reglur Íslands og ESB, að því er virðist með það að markmiði að innflytjendur slyppu við rétt og eðlileg gjöld af innflutningnum. Eftir úrskurð Tolla og skattaskrifstofu Evrópusambandsins að um röng vinnubrögð íslenska tollsins væri að ræða, virðist þessi ostur aftur vera orðinn að venjulegum mjólkurosti sem hann auðvitað var alltaf í raun og ber því enn á ný þá tolla sem um var samið. Í fyrri grein minni birti ég ákall til þingmanna okkar á Alþingi Íslendinga, en þeir eru 63 talsins úr flestum stigum samfélagsins. Mér þótti rétt að höfða til samvisku þeirra um að gera sitt besta til að bjarga íslenskum landbúnaði frá algjöru hruni sem ég fæ ekki betur séð en að stefni hraðbyri í. Því miður hef ég ekki séð eða heyrt af neinum afrekum úr þeirri átt sem komið gætu að notum í þeirri baráttu síðan áeggjan mín fór á prent. Það verður þó ekki komist hjá að benda á að svo virðist sem ekki fari saman hljóð og mynd hjá hæstvirtum ráðherrum sem koma að málefnum greinarinnar. Skömmu eftir að landbúnaðarráðherra tillkynnti að framkvæmd útboða fyrir ESB-tollkvóta yrðu tímabundið færð til fyrri vegar í þeirri viðleitni að minnka tjón innlendrar framleiðslu vegna stóraukins innflutnings, skrifaði samráðherra hans í Utanríkisráðuneytinu og flokksbróðir upp á nýjan tollasamning við Bretland sem er nýgengið úr Evrópusambandinu. Sá samningur bætist við þann stóra tollasamning við ESB sem áfram er í gildi þrátt fyrir að Bretar séu ekki lengur þar inni og eykur þar með enn á vanda íslensks landbúnaðar. Fróðlegt væri að vita hvort ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur talist ekki við eða hvort þetta hafi verið þeirra sameiginlega ákvörðun. Þá væri gaman að vita hvort ekki hafi verið talið að þessi nýtilkomni tollasamningur við Bretland kæmi samtökum bænda á Íslandi við og þeim því ekki gert kleift að skoða og tjá hug sinn um hann fyrir undirritun. Í 1.grein, 1.kafla Búvörulaga er greint frá tilgangi þeirra og er hann svohljóðandi: „Tilgangur þessara laga er: a. að stuðla að framförum og aukinni hagkvæmni í búvöruframleiðslu og vinnslu og sölu búvara til hagsbóta fyrir framleiðendur og neytendur, b. að framleiðsla búvara til neyslu og iðnaðar verði í sem nánustu samræmi við þarfir þjóðarinnar og tryggi ávallt nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu, c. að nýttir verði sölumöguleikar fyrir búvörur erlendis eftir því sem hagkvæmt er talið, d. að kjör þeirra sem landbúnað stunda verði í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta, e. að innlend aðföng nýtist sem mest við framleiðslu búvara, bæði með hliðsjón af framleiðsluöryggi og atvinnu, f. að stuðla að jöfnuði á milli framleiðenda í hverri búgrein hvað varðar afurðaverð og markað.“ Í framhaldi af þessu spyr ég: 1. Taka ráðherrar ekki mið af texta laganna né heldur stöðunni á innanlandsmarkaði þegar ákvörðun um að auka innflutning landbúnaðarvara er tekin? 2. Telja ráðherrar að aukinn innflutningur stuðli að framförum og aukinni hagkvæmni í innlendri búvöruframleiðslu? 3. Telja ráðherrar að aukinn innflutningur ofan á það mikla magn sem þegar er flutt til landsins geri það að verkum að framleiðsla búvara verði í sem nánustu samræmi við þarfir þjóðarinnar? 4. Telja ráðherrar að kjör þeirra sem stunda íslenskan landbúnað verði í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta við aukinn innflutning ofan á það ástand sem nú þegar ríkir? 5. Telja ráðherrar ef til vill að kjör og afkoma íslenskra bænda og allra þeirra þúsunda sem í afleiddum störfum vinna sé ekki þeirra vandamál? 6. Eru gjörðir þessara ráðherra í samræmi við landbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar. Að lokum langar mig að ítreka ákall mitt til ykkar, þingmanna þjóðarinnar. Það er undir ykkur komið að ákveða framtíð íslensks landbúnaðar og með því, dreifðra byggða um landið allt. Ég á ekki von á því að nokkurt ykkar vilji Ísland framtíðarinnar með eyðibýlum hvert sem litið er og flest litlu þorpin yfirgefin vegna þess að enga atvinnu er að hafa. Það yrði sorgleg niðurstaða, en því miður möguleg ef ekki er gripið í taumana hið fyrsta. Við bændur viljum bara lifa og starfa í sátt við menn, dýr og umhverfi. Við áttum okkur á því að sumir líta á starf okkar sem lífsstíl og er það í lagi, en við þurfum samt að hafa í okkur og á eins og aðrir í þjóðfélaginu. Ég trúi á þig kæri þingmaður… þú getur þetta. Höfundur er sauðfjárbóndi í Skagafirði og áhugamaður um þjóðmálin
Líf eða dauði íslensks landbúnaðar Frá því um landnám hefur landbúnaður verið stundaður á Íslandi. Hann hefur í árhundruð haldið lífinu í landsmönnum og án hans hefði tæplega orðið varanleg byggð í landinu. Hollusta íslenskra landbúnaðarvara er óumdeild þar sem hrein íslensk náttúra og tært íslenskt vatn spila stórt hlutverk. 29. janúar 2021 09:00
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun