Landsréttur neitar að viðurkenna faðerni þrátt fyrir jákvæða erfðafræðirannsókn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. febrúar 2021 19:00 Í dómnum er meðal annars rakin saga barnalaga. Áhugaverður dómur féll í Landsrétti á dögunum þar sem niðurstaðan var sú að ekki væri mögulegt að fallast á kröfu systkina um að faðir þeirra hefði verið sonur ákveðins manns, jafnvel þótt mannerfðafræðileg rannsókn hefði leitt í ljós að 99 prósent líkur væru á að hann væri það sannarlega. Málið er þannig vaxið að fram til ársins 2017 var L skráður faðir K. Það ár viðurkenndi Héraðsdómur Norðurlands eystra hins vegar, að kröfu móður K, að hann væri ekki sonur L. K og L voru báðir látnir. Móðir K, sem er kölluð J í dómnum, hugðist höfða barnfaðernismál á hendur erfingum M, sem lést árið 2016, en lést sjálf áður en til þess kom. Dánarbú hennar freistaði þess að taka við aðild að málinu en ekki var fallist á að lagaskilyrði væru til þess og var málinu vísað frá. H og I, börn K, höfðuðu þá mál á hendur öðrum börnum M; A, B, C, D, E, F og G, og kröfðust þess að viðurkennt yrði að M heitinn væri faðir föður þeirra, K. Hagsmunir H og I ekki sambærilegir við hagsmuni manns og barns Sem fyrr segir var það niðurstaða mannerfðafræðilegrar rannsóknar að allar líkur væru á að K væri sannarlega sonur M og Héraðsdómur Norðurlands eystra viðurkenndi þá niðurstöðu. A, B, C, D, E, F og G áfrýjuðu hins vegar dómnum, á þeirri forsendu að H og I gætu ekki átt aðild að máli til viðurkenningar á faðerni föður þeirra. Landsréttur reyndist sammála og rekur meðal annars sögu barnalaga. Í dómnum segir að takmarkanir á aðild að barnsfaðernismálum byggist upphaflega á hagsmunum móður og barns af því að hafa ákvörðunarvald um höfðun farðernismáls og síðar af beinum hagsmunum barnsins af því að vera rétt feðrað og réttar þess til að njóta umgengni og samvista við föður. Í umræddu máli séu þeir menn sem málið hverfist um ekki aðeins látnir, heldur standi aðilar málsins hvor öðrum mun fær en vera myndi um líffræðilegan föður og ætlað barn hans. „Verður að telja að hagsmunir stefndu af því að fá faðerni föður síns viðurkennt séu ekki sambærilegir við hagsmuni manns, og eftir atvikum barns, af því að fá dóm um að hann sé faðir barnsins. Þegar þetta er haft í huga og jafnframt litið til þeirra sjónarmiða og hagsmuna sem aðildarreglur í faðernismálum byggjast á verður ekki talið að stefndu hafi sýnt fram á að haldbær rök standi til þess, að óbreyttum lögum, að unnt sé að fallast á kröfur þeirra um viðurkenningu á því að M hafi verið faðir föður þeirra, K.“ Dómurinn í heild. Réttindi barna Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Málið er þannig vaxið að fram til ársins 2017 var L skráður faðir K. Það ár viðurkenndi Héraðsdómur Norðurlands eystra hins vegar, að kröfu móður K, að hann væri ekki sonur L. K og L voru báðir látnir. Móðir K, sem er kölluð J í dómnum, hugðist höfða barnfaðernismál á hendur erfingum M, sem lést árið 2016, en lést sjálf áður en til þess kom. Dánarbú hennar freistaði þess að taka við aðild að málinu en ekki var fallist á að lagaskilyrði væru til þess og var málinu vísað frá. H og I, börn K, höfðuðu þá mál á hendur öðrum börnum M; A, B, C, D, E, F og G, og kröfðust þess að viðurkennt yrði að M heitinn væri faðir föður þeirra, K. Hagsmunir H og I ekki sambærilegir við hagsmuni manns og barns Sem fyrr segir var það niðurstaða mannerfðafræðilegrar rannsóknar að allar líkur væru á að K væri sannarlega sonur M og Héraðsdómur Norðurlands eystra viðurkenndi þá niðurstöðu. A, B, C, D, E, F og G áfrýjuðu hins vegar dómnum, á þeirri forsendu að H og I gætu ekki átt aðild að máli til viðurkenningar á faðerni föður þeirra. Landsréttur reyndist sammála og rekur meðal annars sögu barnalaga. Í dómnum segir að takmarkanir á aðild að barnsfaðernismálum byggist upphaflega á hagsmunum móður og barns af því að hafa ákvörðunarvald um höfðun farðernismáls og síðar af beinum hagsmunum barnsins af því að vera rétt feðrað og réttar þess til að njóta umgengni og samvista við föður. Í umræddu máli séu þeir menn sem málið hverfist um ekki aðeins látnir, heldur standi aðilar málsins hvor öðrum mun fær en vera myndi um líffræðilegan föður og ætlað barn hans. „Verður að telja að hagsmunir stefndu af því að fá faðerni föður síns viðurkennt séu ekki sambærilegir við hagsmuni manns, og eftir atvikum barns, af því að fá dóm um að hann sé faðir barnsins. Þegar þetta er haft í huga og jafnframt litið til þeirra sjónarmiða og hagsmuna sem aðildarreglur í faðernismálum byggjast á verður ekki talið að stefndu hafi sýnt fram á að haldbær rök standi til þess, að óbreyttum lögum, að unnt sé að fallast á kröfur þeirra um viðurkenningu á því að M hafi verið faðir föður þeirra, K.“ Dómurinn í heild.
Réttindi barna Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira