Fram leiddi með fjórum mörkum í leikhléi, 12-16, eftir að fyrri hálfleikur hafði verið frekar jafn. Framkonur héldu áfram að bæta við forystuna í síðari hálfleik og unnu að lokum tíu marka sigur, 22-32.
Ragnheiður Júlíusdóttir fór mikinn í sóknarleik gestanna og gerði tólf mörk en Karólína Bæhrenz kom næst henni í markaskorun með sjö mörk.
Tinna Sól Björgvinsdóttir var markahæst heimakvenna með sjö mörk.
Fram hefur nú jafnmörg stig og KA/Þór á toppi deildarinnar. HK í næstneðsta sæti deildarinnar með fimm stig.