Breytt bóluefni með betri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu verði til í haust Eiður Þór Árnason skrifar 7. febrúar 2021 19:32 Ísland hefur tryggt sér 230 þúsund skammta af Oxford-AstraZeneca bóluefninu sem fékk skilyrt markaðsleyfi í Evrópu í lok janúar. Getty/Dan Kitwood Þróunarteymi Oxford-AstraZeneca bóluefnisins gegn Covid-19 væntir þess að ný gerð efnisins verði tilbúin í haust sem veiti betri vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar. Tíðindin koma í kjölfar fregna um að frumniðurstöður nýrrar rannsóknar bendi til að bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla veiti minni vernd gegn afbrigðinu sem fannst fyrst í Suður-Afríku. Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi og víðar reyna nú að hamla útbreiðslu afbrigðisins en áhyggjur eru uppi um að það sé meira smitandi en fyrri afbrigði og þoli betur þau bóluefni sem komin eru á markaðinn. Yfir hundrað tilfelli suður-afríska afbrigðisins hafa greinst í Bretlandi. Hið svokallaða breska afbrigði er þó enn ráðandi þar í landi en bóluefnið er sagt virka vel gegn því afbrigði veirunnar. Meðalaldur í rannsókninni 31 árs Sara Gilbert, yfirrannsakandi Oxford-teymisins, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið í dag að teymið væri að vinna að nýrri gerð bóluefnisins sem innihaldi broddpróteinið sem finnist á stökkbreytta afbrigðinu. „Það virðist mjög líklegt að nýja gerðin verði tilbúin til notkunar í haust,“ sagði Gilbert. Tvö þúsund einstaklingar tóku þátt í áðurnefndri rannsókn sem telst heldur lítið þegar kemur að klínískum rannsóknum og hefur hún ekki enn hlotið jafningjarýni. Voru flestir þátttakenda heilbrigðir og ungir að aldri en meðalaldur þátttakenda var 31 árs. Frumniðurstaða rannsóknarinnar er að Oxford-AstraZeneca bóluefnið veiti einungis „lágmarksvernd“ gegn vægum sjúkdómsáhrifum suður-afríska afbrigðisins. Bóluefni Pfizer virkar vel gegn afbrigðinu Að sögn Oxford-háskóla var ekki unnt að meta vernd bóluefnisins gegn miðlungs- og alvarlegum áhrifum sjúkdómsins, sjúkrahúsinnlögnum eða dauðsföllum í ljósi þess að almennt sé minni áhætta á því að ungir og heilbrigðir einstaklingar veikist alvarlega. Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til Íslands í gær. 1.200 skammtar bárust af efninu sem ættu að duga fyrir um 600 manns. Bóluefnið fékk skilyrt markaðsleyfi í Evrópu í lok janúar. Greint var frá því í janúar að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virðist virka vel gegn bæði breska og suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar. Frekari rannsókna er þó þörf til að staðfesta virknina. Bólusetningar Bretland Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta sendingin frá AstraZeneca komin til landsins Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins fyrr í dag. 1.200 skammtar bárust af efninu í þetta skiptið sem ætti að duga fyrir 600 manns. 6. febrúar 2021 18:31 Bóluefni AstraZeneca gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi Bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 verður gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi, líkt og gert verður í Þýskalandi, Svíþjóð, Frakklandi og Noregi. 4. febrúar 2021 11:15 Rannsaka virkni þess að gefa sitthvort bóluefnið í fyrri og seinni skammt Vísindamenn við Oxford-háskóla í Bretlandi ætla að rannsaka hvort það gefist eins vel að gefa fólki sitthvort bóluefnið gegn Covid-19 í fyrri og seinni sprautu bólusetningar í stað þess að gefa sama bóluefnið tvisvar líkt og nú er gert. 4. febrúar 2021 07:13 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Tíðindin koma í kjölfar fregna um að frumniðurstöður nýrrar rannsóknar bendi til að bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla veiti minni vernd gegn afbrigðinu sem fannst fyrst í Suður-Afríku. Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi og víðar reyna nú að hamla útbreiðslu afbrigðisins en áhyggjur eru uppi um að það sé meira smitandi en fyrri afbrigði og þoli betur þau bóluefni sem komin eru á markaðinn. Yfir hundrað tilfelli suður-afríska afbrigðisins hafa greinst í Bretlandi. Hið svokallaða breska afbrigði er þó enn ráðandi þar í landi en bóluefnið er sagt virka vel gegn því afbrigði veirunnar. Meðalaldur í rannsókninni 31 árs Sara Gilbert, yfirrannsakandi Oxford-teymisins, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið í dag að teymið væri að vinna að nýrri gerð bóluefnisins sem innihaldi broddpróteinið sem finnist á stökkbreytta afbrigðinu. „Það virðist mjög líklegt að nýja gerðin verði tilbúin til notkunar í haust,“ sagði Gilbert. Tvö þúsund einstaklingar tóku þátt í áðurnefndri rannsókn sem telst heldur lítið þegar kemur að klínískum rannsóknum og hefur hún ekki enn hlotið jafningjarýni. Voru flestir þátttakenda heilbrigðir og ungir að aldri en meðalaldur þátttakenda var 31 árs. Frumniðurstaða rannsóknarinnar er að Oxford-AstraZeneca bóluefnið veiti einungis „lágmarksvernd“ gegn vægum sjúkdómsáhrifum suður-afríska afbrigðisins. Bóluefni Pfizer virkar vel gegn afbrigðinu Að sögn Oxford-háskóla var ekki unnt að meta vernd bóluefnisins gegn miðlungs- og alvarlegum áhrifum sjúkdómsins, sjúkrahúsinnlögnum eða dauðsföllum í ljósi þess að almennt sé minni áhætta á því að ungir og heilbrigðir einstaklingar veikist alvarlega. Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til Íslands í gær. 1.200 skammtar bárust af efninu sem ættu að duga fyrir um 600 manns. Bóluefnið fékk skilyrt markaðsleyfi í Evrópu í lok janúar. Greint var frá því í janúar að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virðist virka vel gegn bæði breska og suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar. Frekari rannsókna er þó þörf til að staðfesta virknina.
Bólusetningar Bretland Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta sendingin frá AstraZeneca komin til landsins Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins fyrr í dag. 1.200 skammtar bárust af efninu í þetta skiptið sem ætti að duga fyrir 600 manns. 6. febrúar 2021 18:31 Bóluefni AstraZeneca gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi Bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 verður gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi, líkt og gert verður í Þýskalandi, Svíþjóð, Frakklandi og Noregi. 4. febrúar 2021 11:15 Rannsaka virkni þess að gefa sitthvort bóluefnið í fyrri og seinni skammt Vísindamenn við Oxford-háskóla í Bretlandi ætla að rannsaka hvort það gefist eins vel að gefa fólki sitthvort bóluefnið gegn Covid-19 í fyrri og seinni sprautu bólusetningar í stað þess að gefa sama bóluefnið tvisvar líkt og nú er gert. 4. febrúar 2021 07:13 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Fyrsta sendingin frá AstraZeneca komin til landsins Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins fyrr í dag. 1.200 skammtar bárust af efninu í þetta skiptið sem ætti að duga fyrir 600 manns. 6. febrúar 2021 18:31
Bóluefni AstraZeneca gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi Bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 verður gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi, líkt og gert verður í Þýskalandi, Svíþjóð, Frakklandi og Noregi. 4. febrúar 2021 11:15
Rannsaka virkni þess að gefa sitthvort bóluefnið í fyrri og seinni skammt Vísindamenn við Oxford-háskóla í Bretlandi ætla að rannsaka hvort það gefist eins vel að gefa fólki sitthvort bóluefnið gegn Covid-19 í fyrri og seinni sprautu bólusetningar í stað þess að gefa sama bóluefnið tvisvar líkt og nú er gert. 4. febrúar 2021 07:13