Breytt bóluefni með betri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu verði til í haust Eiður Þór Árnason skrifar 7. febrúar 2021 19:32 Ísland hefur tryggt sér 230 þúsund skammta af Oxford-AstraZeneca bóluefninu sem fékk skilyrt markaðsleyfi í Evrópu í lok janúar. Getty/Dan Kitwood Þróunarteymi Oxford-AstraZeneca bóluefnisins gegn Covid-19 væntir þess að ný gerð efnisins verði tilbúin í haust sem veiti betri vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar. Tíðindin koma í kjölfar fregna um að frumniðurstöður nýrrar rannsóknar bendi til að bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla veiti minni vernd gegn afbrigðinu sem fannst fyrst í Suður-Afríku. Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi og víðar reyna nú að hamla útbreiðslu afbrigðisins en áhyggjur eru uppi um að það sé meira smitandi en fyrri afbrigði og þoli betur þau bóluefni sem komin eru á markaðinn. Yfir hundrað tilfelli suður-afríska afbrigðisins hafa greinst í Bretlandi. Hið svokallaða breska afbrigði er þó enn ráðandi þar í landi en bóluefnið er sagt virka vel gegn því afbrigði veirunnar. Meðalaldur í rannsókninni 31 árs Sara Gilbert, yfirrannsakandi Oxford-teymisins, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið í dag að teymið væri að vinna að nýrri gerð bóluefnisins sem innihaldi broddpróteinið sem finnist á stökkbreytta afbrigðinu. „Það virðist mjög líklegt að nýja gerðin verði tilbúin til notkunar í haust,“ sagði Gilbert. Tvö þúsund einstaklingar tóku þátt í áðurnefndri rannsókn sem telst heldur lítið þegar kemur að klínískum rannsóknum og hefur hún ekki enn hlotið jafningjarýni. Voru flestir þátttakenda heilbrigðir og ungir að aldri en meðalaldur þátttakenda var 31 árs. Frumniðurstaða rannsóknarinnar er að Oxford-AstraZeneca bóluefnið veiti einungis „lágmarksvernd“ gegn vægum sjúkdómsáhrifum suður-afríska afbrigðisins. Bóluefni Pfizer virkar vel gegn afbrigðinu Að sögn Oxford-háskóla var ekki unnt að meta vernd bóluefnisins gegn miðlungs- og alvarlegum áhrifum sjúkdómsins, sjúkrahúsinnlögnum eða dauðsföllum í ljósi þess að almennt sé minni áhætta á því að ungir og heilbrigðir einstaklingar veikist alvarlega. Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til Íslands í gær. 1.200 skammtar bárust af efninu sem ættu að duga fyrir um 600 manns. Bóluefnið fékk skilyrt markaðsleyfi í Evrópu í lok janúar. Greint var frá því í janúar að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virðist virka vel gegn bæði breska og suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar. Frekari rannsókna er þó þörf til að staðfesta virknina. Bólusetningar Bretland Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta sendingin frá AstraZeneca komin til landsins Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins fyrr í dag. 1.200 skammtar bárust af efninu í þetta skiptið sem ætti að duga fyrir 600 manns. 6. febrúar 2021 18:31 Bóluefni AstraZeneca gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi Bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 verður gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi, líkt og gert verður í Þýskalandi, Svíþjóð, Frakklandi og Noregi. 4. febrúar 2021 11:15 Rannsaka virkni þess að gefa sitthvort bóluefnið í fyrri og seinni skammt Vísindamenn við Oxford-háskóla í Bretlandi ætla að rannsaka hvort það gefist eins vel að gefa fólki sitthvort bóluefnið gegn Covid-19 í fyrri og seinni sprautu bólusetningar í stað þess að gefa sama bóluefnið tvisvar líkt og nú er gert. 4. febrúar 2021 07:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Tíðindin koma í kjölfar fregna um að frumniðurstöður nýrrar rannsóknar bendi til að bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla veiti minni vernd gegn afbrigðinu sem fannst fyrst í Suður-Afríku. Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi og víðar reyna nú að hamla útbreiðslu afbrigðisins en áhyggjur eru uppi um að það sé meira smitandi en fyrri afbrigði og þoli betur þau bóluefni sem komin eru á markaðinn. Yfir hundrað tilfelli suður-afríska afbrigðisins hafa greinst í Bretlandi. Hið svokallaða breska afbrigði er þó enn ráðandi þar í landi en bóluefnið er sagt virka vel gegn því afbrigði veirunnar. Meðalaldur í rannsókninni 31 árs Sara Gilbert, yfirrannsakandi Oxford-teymisins, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið í dag að teymið væri að vinna að nýrri gerð bóluefnisins sem innihaldi broddpróteinið sem finnist á stökkbreytta afbrigðinu. „Það virðist mjög líklegt að nýja gerðin verði tilbúin til notkunar í haust,“ sagði Gilbert. Tvö þúsund einstaklingar tóku þátt í áðurnefndri rannsókn sem telst heldur lítið þegar kemur að klínískum rannsóknum og hefur hún ekki enn hlotið jafningjarýni. Voru flestir þátttakenda heilbrigðir og ungir að aldri en meðalaldur þátttakenda var 31 árs. Frumniðurstaða rannsóknarinnar er að Oxford-AstraZeneca bóluefnið veiti einungis „lágmarksvernd“ gegn vægum sjúkdómsáhrifum suður-afríska afbrigðisins. Bóluefni Pfizer virkar vel gegn afbrigðinu Að sögn Oxford-háskóla var ekki unnt að meta vernd bóluefnisins gegn miðlungs- og alvarlegum áhrifum sjúkdómsins, sjúkrahúsinnlögnum eða dauðsföllum í ljósi þess að almennt sé minni áhætta á því að ungir og heilbrigðir einstaklingar veikist alvarlega. Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til Íslands í gær. 1.200 skammtar bárust af efninu sem ættu að duga fyrir um 600 manns. Bóluefnið fékk skilyrt markaðsleyfi í Evrópu í lok janúar. Greint var frá því í janúar að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virðist virka vel gegn bæði breska og suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar. Frekari rannsókna er þó þörf til að staðfesta virknina.
Bólusetningar Bretland Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta sendingin frá AstraZeneca komin til landsins Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins fyrr í dag. 1.200 skammtar bárust af efninu í þetta skiptið sem ætti að duga fyrir 600 manns. 6. febrúar 2021 18:31 Bóluefni AstraZeneca gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi Bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 verður gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi, líkt og gert verður í Þýskalandi, Svíþjóð, Frakklandi og Noregi. 4. febrúar 2021 11:15 Rannsaka virkni þess að gefa sitthvort bóluefnið í fyrri og seinni skammt Vísindamenn við Oxford-háskóla í Bretlandi ætla að rannsaka hvort það gefist eins vel að gefa fólki sitthvort bóluefnið gegn Covid-19 í fyrri og seinni sprautu bólusetningar í stað þess að gefa sama bóluefnið tvisvar líkt og nú er gert. 4. febrúar 2021 07:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Fyrsta sendingin frá AstraZeneca komin til landsins Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins fyrr í dag. 1.200 skammtar bárust af efninu í þetta skiptið sem ætti að duga fyrir 600 manns. 6. febrúar 2021 18:31
Bóluefni AstraZeneca gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi Bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 verður gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi, líkt og gert verður í Þýskalandi, Svíþjóð, Frakklandi og Noregi. 4. febrúar 2021 11:15
Rannsaka virkni þess að gefa sitthvort bóluefnið í fyrri og seinni skammt Vísindamenn við Oxford-háskóla í Bretlandi ætla að rannsaka hvort það gefist eins vel að gefa fólki sitthvort bóluefnið gegn Covid-19 í fyrri og seinni sprautu bólusetningar í stað þess að gefa sama bóluefnið tvisvar líkt og nú er gert. 4. febrúar 2021 07:13