Segir að réttar upplýsingar um mögulega rannsókn Pfizer verði veittar þegar þær liggja fyrir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 11:27 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu. Lögreglan Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir engin samningsdrög frá Pfizer liggja á borðinu varðandi rannsóknarverkefni á bólusetningu íslensku þjóðarinnar með bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19, en hávær orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga um að samningur við Pfizer sé í höfn. Á upplýsingafundi landlæknis og almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins í dag kvaðst Þórólfur geta fullvissað alla um að réttar upplýsingar yrðu gefnar um málið fljótlega eða strax eftir að þær liggja fyrir. „Hið sanna er að við höfum enn ekki fengið samningsdrög frá Pfizer og á meðan svo er þá liggur ekki fyrir hvort af þessu verkefni verður og því síður hversu marga skammta af bóluefni við fáum eða hvenær það kemur. Ég get fullvissað alla um að réttar upplýsingar verða gefnar um þetta mál fljótlega eða strax eftir að þær liggja fyrir,“ sagði Þórólfur. Þetta er í takt við það sem Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, sagði á Facebook-síðu Freys Rögnvaldssonar, blaðamanns, um helgina þar sem orðrómurinn var til umræðu. „Ef það væri kominn samningur, eða undirritun hans yfirvofandi, þá yrði það tilkynnt mjög afdráttarlaust. Það er ekki hægt að ráðast í risavaxið rannsóknarverkefni sem þetta án þess að kynna það vel og nokkuð áður en það hefst. Ef það væri raunin að unnið væri að því bakvið tjöldin að hefja fjöldabólusetningu þjóðarinnar og á mánudaginn yrði hún boðuð í Laugardalshöll, þá væri það vægast vafasöm upplýsingagjöf og seint til þess fallin að auka trúverðugleika verkefnisins,“ sagði Kjartan Hreinn í svari við færslu Freys. Aðspurður hvort að hann og aðrir mundi ekki hreinlega bara staðfastlega neita öllu í tengslum við mögulegan samning við Pfizer vegna þess hversu stórt mál þetta væri, meðal annars fyrir hlutabréfamarkaðinn sagði Þórólfur: „Bara eins og við höfum gert allan tímann í þessum faraldri þá höfum við bara komið með þær staðreyndir sem liggja á borðinu. Við erum ekki að koma með eitthvað sem er óljóst eða menn eru svona að velta vöngum yfir. Það gildir það sama um þetta bóluefni. Það vita allir að við höfum komið með ákveðna tillögu til Pfizer, hún er til meðhöndlunar þar og þeir eru að koma með drög að samningi sem er ekki kominn og þá er ekki meira um það að segja í sjálfu sér. En um leið og það verður komið þá þurfum við náttúrulega fyrst að byrja á því að skoða þau samningstilboð sem þar eru og hvort það sé ásættanlegt fyrir okkur og íslenska þjóð og eftir það þá verður þetta bara tilkynnt, já eða nei.“ Ein af þeim flökkusögum sem gengið hafa fjöllum hærra undanfarna daga er að eitt af skilyrðum Pfizer fyrir að gera rannsóknina hér sé að landamæri landsins verði opnuð upp á gátt. Þórólfur var spurður hvort að þetta hefði komið til tals. „Nei, eins og ég sagði áðan þá eru mjög margar flökkusögur, sumar skemmtilegar og aðrar ekki eins skemmtilegar. En ég get bara ekkert svarað þessu, það hefur ekkert komið fram, við erum ekki með samningsdrög að einu eða neinu ennþá þannig að ég get ekki svarað þessu, hvorki neitandi né neitandi.“ Þá hvar hann spurður hvort að hann myndi sætta sig við slíkt skilyrði; að allir yrðu bólusettir að því gefnu að landamærin yrðu opnuð. Þórólfur kvaðst heldur ekki alveg geta svarað þessu. Skoða þyrfti málið í heild sinni. „Eins og ég hef sagt áður þá er hluti af því að fá þessi drög fyrir okkur að skoða þau og kanna hvort þetta sé ásættanlegt fyrir okkur. Það eru ýmsir þættir sem eru ásættanlegir og aðrir ekki en við verðum að líta á þetta út frá okkar hagsmunum líka.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Á upplýsingafundi landlæknis og almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins í dag kvaðst Þórólfur geta fullvissað alla um að réttar upplýsingar yrðu gefnar um málið fljótlega eða strax eftir að þær liggja fyrir. „Hið sanna er að við höfum enn ekki fengið samningsdrög frá Pfizer og á meðan svo er þá liggur ekki fyrir hvort af þessu verkefni verður og því síður hversu marga skammta af bóluefni við fáum eða hvenær það kemur. Ég get fullvissað alla um að réttar upplýsingar verða gefnar um þetta mál fljótlega eða strax eftir að þær liggja fyrir,“ sagði Þórólfur. Þetta er í takt við það sem Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, sagði á Facebook-síðu Freys Rögnvaldssonar, blaðamanns, um helgina þar sem orðrómurinn var til umræðu. „Ef það væri kominn samningur, eða undirritun hans yfirvofandi, þá yrði það tilkynnt mjög afdráttarlaust. Það er ekki hægt að ráðast í risavaxið rannsóknarverkefni sem þetta án þess að kynna það vel og nokkuð áður en það hefst. Ef það væri raunin að unnið væri að því bakvið tjöldin að hefja fjöldabólusetningu þjóðarinnar og á mánudaginn yrði hún boðuð í Laugardalshöll, þá væri það vægast vafasöm upplýsingagjöf og seint til þess fallin að auka trúverðugleika verkefnisins,“ sagði Kjartan Hreinn í svari við færslu Freys. Aðspurður hvort að hann og aðrir mundi ekki hreinlega bara staðfastlega neita öllu í tengslum við mögulegan samning við Pfizer vegna þess hversu stórt mál þetta væri, meðal annars fyrir hlutabréfamarkaðinn sagði Þórólfur: „Bara eins og við höfum gert allan tímann í þessum faraldri þá höfum við bara komið með þær staðreyndir sem liggja á borðinu. Við erum ekki að koma með eitthvað sem er óljóst eða menn eru svona að velta vöngum yfir. Það gildir það sama um þetta bóluefni. Það vita allir að við höfum komið með ákveðna tillögu til Pfizer, hún er til meðhöndlunar þar og þeir eru að koma með drög að samningi sem er ekki kominn og þá er ekki meira um það að segja í sjálfu sér. En um leið og það verður komið þá þurfum við náttúrulega fyrst að byrja á því að skoða þau samningstilboð sem þar eru og hvort það sé ásættanlegt fyrir okkur og íslenska þjóð og eftir það þá verður þetta bara tilkynnt, já eða nei.“ Ein af þeim flökkusögum sem gengið hafa fjöllum hærra undanfarna daga er að eitt af skilyrðum Pfizer fyrir að gera rannsóknina hér sé að landamæri landsins verði opnuð upp á gátt. Þórólfur var spurður hvort að þetta hefði komið til tals. „Nei, eins og ég sagði áðan þá eru mjög margar flökkusögur, sumar skemmtilegar og aðrar ekki eins skemmtilegar. En ég get bara ekkert svarað þessu, það hefur ekkert komið fram, við erum ekki með samningsdrög að einu eða neinu ennþá þannig að ég get ekki svarað þessu, hvorki neitandi né neitandi.“ Þá hvar hann spurður hvort að hann myndi sætta sig við slíkt skilyrði; að allir yrðu bólusettir að því gefnu að landamærin yrðu opnuð. Þórólfur kvaðst heldur ekki alveg geta svarað þessu. Skoða þyrfti málið í heild sinni. „Eins og ég hef sagt áður þá er hluti af því að fá þessi drög fyrir okkur að skoða þau og kanna hvort þetta sé ásættanlegt fyrir okkur. Það eru ýmsir þættir sem eru ásættanlegir og aðrir ekki en við verðum að líta á þetta út frá okkar hagsmunum líka.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent