Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍR 95-87 | Stjörnumenn stóðust áhlaup Breiðhyltinga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. febrúar 2021 21:50 Gunnar Ólafsson og félagar í Stjörnunni sigruðu ÍR í Ásgarði í kvöld. vísir/hulda margrét Stjarnan endurheimti 2. sæti Domino‘s deildar karla með sigri á ÍR, 95-87, í Ásgarði í kvöld. Þetta var annar sigur Stjörnumanna í röð. Fjórir Stjörnumenn skoruðu þrettán stig í leiknum og liðsheildin var sterk án þess að nokkur skaraði fram úr. Stjarnan leiddi allan tímann en ÍR var aldrei langt undan og kom með kröfugt áhlaup undir lok leiks. Collin Pryor var stigahæstur ÍR-inga með 22 stig. Liðið er áfram í 4. sæti deildarinnar með tíu stig. Stjarnan náði strax frumkvæðinu og leiddi allan fyrri hálfleikinn. Munurinn var þó aldrei meiri en tólf stig, 36-24. Eins og venjulega nýttu Stjörnumenn hvert tækifæri sem gafst til að keyra fram völlinn og skoraði fjórtán stig eftir hraðaupphlaup í fyrri hálfleik. Þeir skoruðu hins vegar ekki hraðaupphlaupsstig í seinni hálfleik. Hjá ÍR báru Collin, Evan Singletary og Everage Richardson þyngstu byrðarnir í sókninni á meðan stigaskorið dreifðist betur hjá Stjörnunni. Átta Stjörnumenn komust á blað í fyrri hálfleik en aðeins fimm ÍR-ingar. Stjarnan var sjö stigum yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja, 46-39, eftir góða rispu undir lok fyrri hálfleiks. Stjörnumenn byrjuðu seinni hálfleikinn miklu betur, skoruðu sautján stig gegn sex og náðu átján stiga forskoti, 63-45. Ægir Þór Steinarsson byrjaði seinni hálfleikinn sérstaklega vel og gaf stoðsendingu í fyrstu fjórum körfum Stjörnunnar. Stjörnumenn leiddu með sextán stigum, 74-58, fyrir lokaleikhlutann. ÍR-ingar byrjuðu hann vel, settu niður nokkrar þriggja stiga körfur og gerðu atlögu að Stjörnumönnum. Minnstur varð munurinn fimm stig og Stjörnumenn vörðu forskotið þrátt fyrir að gefa eftir í 4. leikhluta. Þeir settu hins vegar niður stór skot og gerðu nóg til að landa sigri. Á endanum munaði átta stigum á liðunum, 95-87. Af hverju vann Stjarnan? Stjörnumenn áttu lengst af auðvelt með að opna ÍR-vörnina og fengu þau skot sem þeir vildu og þegar þeir vildu. Þá voru Garðbæingar með talsverða yfirburði í frákastabaráttunni sem þeir unnu, 42-31. Stjarnan er með mestu breiddina í deildinni og hún minnkaði ekkert við endurkomu Tómasar Þórðar Hilmarssonar sem lék sinn fyrsta leik með Garðbæingum í kvöld eftir Spánardvölina. Margir Stjörnumenn lögðu hönd á plóg í kvöld á meðan meira mæddi á færri mönnum hjá ÍR-ingum. Hverjir stóðu upp úr? Mirza Saralilja átti einn sinn besta leik í Stjörnutreyjunni í kvöld. Hann skoraði fjórtán stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar. Alexander Lindqvist var einnig góður með sextán stig. Hlynur Bæringsson gaf tóninn fyrir Stjörnuna og skoraði ellefu af sautján stigum sínum í 1. leikhluta og Ægir var að venju öflugur á báðum endum vallarins. Collin heldur áfram að spila vel fyrir ÍR og skoraði 22 stig og hitti úr tíu af tólf skotum sínum í leiknum. Richardson var einnig góður með nítján stig, sex fráköst og tíu stoðsendingar. Hvað gekk illa? ÍR-ingar voru næstbestir í frákastabaráttunni í kvöld. Stjörnumenn tóku fimmtán sóknarfráköst í leiknum og skoruðu fjórtán stig eftir þau. Vítanýting ÍR-inga var einnig slök, eða 64 prósent. Zvonko Buljan lék sinn fyrsta leik með ÍR í kvöld og það var ryð í honum enda aðeins æft einu sinni með liðinu. Hann skoraði sjö stig og hitti aðeins úr þremur af ellefu skotum sínum. Hvað gerist næst? Í síðustu umferðinni fyrir landsleikjahlé fer Stjarnan í vesturbæ Reykjavíkur og mætir þar KR á meðan ÍR tekur á móti Njarðvík. Báðir leikirnir fara fram á fimmtudaginn. Hlynur: Óþolandi að hleypa þeim alltaf inn í leikinn Hlynur Bæringsson skoraði sautján stig gegn ÍR.vísir/elín björg Hlynur Bæringsson, fyrirliði Stjörnunnar, var bærilega sáttur eftir sigurinn á ÍR. „Það var ekki fyrr en í blálokin sem við slitum okkur frá þeim. Við höfðum margoft tækifæri til þess en hleyptum þeim alltaf inn í leikinn sem er óþolandi. Það gerist alltof oft hjá okkur,“ sagði Hlynur. „En þetta var góður sigur. ÍR er með frábærlega mannað lið.“ Hlynur var nokkuð ánægður með sóknarleik Stjörnunnar í kvöld. En varnarleikurinn var honum ekki að skapi. „Við fengum yfirleitt mjög auðveld skot og skoruðum mikið. En ég er mjög ósáttur við vörnina og fráköstin. Við lokum þessum leikjum ekki. Við erum með mikla breidd og eigum að geta spilað af mikilli ákefð. Þeir gerðu ágætlega í sókninni en spiluðu ekki góða vörn, ekki frekar en við,“ sagði Hlynur. Stjarnan var yfir allan leikinn en ÍR þjarmaði að þeim undir lokin. Þetta er ekki í fyrsta sinn á tímabilinu sem Stjörnumenn missa niður gott forskot. „Þetta hefur gerst ansi oft. Ég missi ekki svefn yfir þessu og vona að þetta séu tilviljanir í þessu líka. Við þurfum bara að ganga frá liðum þegar við fáum tækifæri til þess,“ sagði Hlynur að lokum. Borche: Er mjög bjartsýnn Borche Ilievski sagði að sína menn hefði skort einbeitingu í vörninni gegn Stjörnunni.vísir/hulda margrét Borche Ilievski, þjálfari ÍR, sá ýmislegt jákvætt við frammistöðuna gegn Stjörnunni þótt hann væri svekktur með úrslit leiksins. „Ég er ekki ánægður með tapið. Við töpuðum með sjö stigum fyrir Keflavík og átta stigum í kvöld,“ sagði Borche sem átti auðvelt með að setja fingur á það hvað vantaði upp á hjá hans mönnum í kvöld. „Fráköst, vítanýting og svo skortur á einbeitingu á nokkrum augnablikum í vörninni. Við misstum einbeitinguna og Stjarnan refsaði. Á heildina litið stöndumst við þessum bestu liðum snúning en á sumum sviðum þurfum við að bæta okkur.“ Zvonko Buljan lék sinn fyrsta leik fyrir ÍR í kvöld og virkaði ryðgaður. „Hann náði bara einni fimmtíu mínútna æfingu með okkur í gær. Hann klúðraði sniðsskotum, lappirnar voru þungar og við þurfum að vinna í líkamlegu formi hans. En þegar allt smellur saman held ég að við getum keppt,“ sagði Borche. ÍR var allan tímann í eltingarleik í kvöld. Mestur varð munurinn átján stig í 3. leikhluta þar sem ÍR-ingar áttu erfitt uppdráttar. „Þeir náðu góðu forskoti en það góða er að við komum til baka. Við þurfum að vera einbeittari, sérstaklega í vörninni,“ sagði Borche sem lítur þó björtum augum til næstu vikna. „Heilt yfir er ég mjög bjartsýnn. Strákarnir mínir gefa allt sem þeir eiga í leikina. Við vorum að spila við Keflavík og Stjörnuna sem eru topplið og þetta voru jafnir leikir. Við þurfum að byggja ofan á þetta.“ Dominos-deild karla Stjarnan ÍR
Stjarnan endurheimti 2. sæti Domino‘s deildar karla með sigri á ÍR, 95-87, í Ásgarði í kvöld. Þetta var annar sigur Stjörnumanna í röð. Fjórir Stjörnumenn skoruðu þrettán stig í leiknum og liðsheildin var sterk án þess að nokkur skaraði fram úr. Stjarnan leiddi allan tímann en ÍR var aldrei langt undan og kom með kröfugt áhlaup undir lok leiks. Collin Pryor var stigahæstur ÍR-inga með 22 stig. Liðið er áfram í 4. sæti deildarinnar með tíu stig. Stjarnan náði strax frumkvæðinu og leiddi allan fyrri hálfleikinn. Munurinn var þó aldrei meiri en tólf stig, 36-24. Eins og venjulega nýttu Stjörnumenn hvert tækifæri sem gafst til að keyra fram völlinn og skoraði fjórtán stig eftir hraðaupphlaup í fyrri hálfleik. Þeir skoruðu hins vegar ekki hraðaupphlaupsstig í seinni hálfleik. Hjá ÍR báru Collin, Evan Singletary og Everage Richardson þyngstu byrðarnir í sókninni á meðan stigaskorið dreifðist betur hjá Stjörnunni. Átta Stjörnumenn komust á blað í fyrri hálfleik en aðeins fimm ÍR-ingar. Stjarnan var sjö stigum yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja, 46-39, eftir góða rispu undir lok fyrri hálfleiks. Stjörnumenn byrjuðu seinni hálfleikinn miklu betur, skoruðu sautján stig gegn sex og náðu átján stiga forskoti, 63-45. Ægir Þór Steinarsson byrjaði seinni hálfleikinn sérstaklega vel og gaf stoðsendingu í fyrstu fjórum körfum Stjörnunnar. Stjörnumenn leiddu með sextán stigum, 74-58, fyrir lokaleikhlutann. ÍR-ingar byrjuðu hann vel, settu niður nokkrar þriggja stiga körfur og gerðu atlögu að Stjörnumönnum. Minnstur varð munurinn fimm stig og Stjörnumenn vörðu forskotið þrátt fyrir að gefa eftir í 4. leikhluta. Þeir settu hins vegar niður stór skot og gerðu nóg til að landa sigri. Á endanum munaði átta stigum á liðunum, 95-87. Af hverju vann Stjarnan? Stjörnumenn áttu lengst af auðvelt með að opna ÍR-vörnina og fengu þau skot sem þeir vildu og þegar þeir vildu. Þá voru Garðbæingar með talsverða yfirburði í frákastabaráttunni sem þeir unnu, 42-31. Stjarnan er með mestu breiddina í deildinni og hún minnkaði ekkert við endurkomu Tómasar Þórðar Hilmarssonar sem lék sinn fyrsta leik með Garðbæingum í kvöld eftir Spánardvölina. Margir Stjörnumenn lögðu hönd á plóg í kvöld á meðan meira mæddi á færri mönnum hjá ÍR-ingum. Hverjir stóðu upp úr? Mirza Saralilja átti einn sinn besta leik í Stjörnutreyjunni í kvöld. Hann skoraði fjórtán stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar. Alexander Lindqvist var einnig góður með sextán stig. Hlynur Bæringsson gaf tóninn fyrir Stjörnuna og skoraði ellefu af sautján stigum sínum í 1. leikhluta og Ægir var að venju öflugur á báðum endum vallarins. Collin heldur áfram að spila vel fyrir ÍR og skoraði 22 stig og hitti úr tíu af tólf skotum sínum í leiknum. Richardson var einnig góður með nítján stig, sex fráköst og tíu stoðsendingar. Hvað gekk illa? ÍR-ingar voru næstbestir í frákastabaráttunni í kvöld. Stjörnumenn tóku fimmtán sóknarfráköst í leiknum og skoruðu fjórtán stig eftir þau. Vítanýting ÍR-inga var einnig slök, eða 64 prósent. Zvonko Buljan lék sinn fyrsta leik með ÍR í kvöld og það var ryð í honum enda aðeins æft einu sinni með liðinu. Hann skoraði sjö stig og hitti aðeins úr þremur af ellefu skotum sínum. Hvað gerist næst? Í síðustu umferðinni fyrir landsleikjahlé fer Stjarnan í vesturbæ Reykjavíkur og mætir þar KR á meðan ÍR tekur á móti Njarðvík. Báðir leikirnir fara fram á fimmtudaginn. Hlynur: Óþolandi að hleypa þeim alltaf inn í leikinn Hlynur Bæringsson skoraði sautján stig gegn ÍR.vísir/elín björg Hlynur Bæringsson, fyrirliði Stjörnunnar, var bærilega sáttur eftir sigurinn á ÍR. „Það var ekki fyrr en í blálokin sem við slitum okkur frá þeim. Við höfðum margoft tækifæri til þess en hleyptum þeim alltaf inn í leikinn sem er óþolandi. Það gerist alltof oft hjá okkur,“ sagði Hlynur. „En þetta var góður sigur. ÍR er með frábærlega mannað lið.“ Hlynur var nokkuð ánægður með sóknarleik Stjörnunnar í kvöld. En varnarleikurinn var honum ekki að skapi. „Við fengum yfirleitt mjög auðveld skot og skoruðum mikið. En ég er mjög ósáttur við vörnina og fráköstin. Við lokum þessum leikjum ekki. Við erum með mikla breidd og eigum að geta spilað af mikilli ákefð. Þeir gerðu ágætlega í sókninni en spiluðu ekki góða vörn, ekki frekar en við,“ sagði Hlynur. Stjarnan var yfir allan leikinn en ÍR þjarmaði að þeim undir lokin. Þetta er ekki í fyrsta sinn á tímabilinu sem Stjörnumenn missa niður gott forskot. „Þetta hefur gerst ansi oft. Ég missi ekki svefn yfir þessu og vona að þetta séu tilviljanir í þessu líka. Við þurfum bara að ganga frá liðum þegar við fáum tækifæri til þess,“ sagði Hlynur að lokum. Borche: Er mjög bjartsýnn Borche Ilievski sagði að sína menn hefði skort einbeitingu í vörninni gegn Stjörnunni.vísir/hulda margrét Borche Ilievski, þjálfari ÍR, sá ýmislegt jákvætt við frammistöðuna gegn Stjörnunni þótt hann væri svekktur með úrslit leiksins. „Ég er ekki ánægður með tapið. Við töpuðum með sjö stigum fyrir Keflavík og átta stigum í kvöld,“ sagði Borche sem átti auðvelt með að setja fingur á það hvað vantaði upp á hjá hans mönnum í kvöld. „Fráköst, vítanýting og svo skortur á einbeitingu á nokkrum augnablikum í vörninni. Við misstum einbeitinguna og Stjarnan refsaði. Á heildina litið stöndumst við þessum bestu liðum snúning en á sumum sviðum þurfum við að bæta okkur.“ Zvonko Buljan lék sinn fyrsta leik fyrir ÍR í kvöld og virkaði ryðgaður. „Hann náði bara einni fimmtíu mínútna æfingu með okkur í gær. Hann klúðraði sniðsskotum, lappirnar voru þungar og við þurfum að vinna í líkamlegu formi hans. En þegar allt smellur saman held ég að við getum keppt,“ sagði Borche. ÍR var allan tímann í eltingarleik í kvöld. Mestur varð munurinn átján stig í 3. leikhluta þar sem ÍR-ingar áttu erfitt uppdráttar. „Þeir náðu góðu forskoti en það góða er að við komum til baka. Við þurfum að vera einbeittari, sérstaklega í vörninni,“ sagði Borche sem lítur þó björtum augum til næstu vikna. „Heilt yfir er ég mjög bjartsýnn. Strákarnir mínir gefa allt sem þeir eiga í leikina. Við vorum að spila við Keflavík og Stjörnuna sem eru topplið og þetta voru jafnir leikir. Við þurfum að byggja ofan á þetta.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum