Helga Guðrún býður sig fram gegn Ragnari Þór Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 17:19 Helga Guðrún fer gegn Ragnari Þór. Samsett Helga Guðrún Jónasdóttir, stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur, býður sig fram til formanns stéttarfélagsins VR gegn sitjandi formanni, Ragnari Þór Ingólfssyni. Þetta tilkynnti Helga Guðrún nú síðdegis. Helga Guðrún er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur að mennt og á að baki 30 ára starfsferil sem ráðgjafi, upplýsingafulltrúi og samskiptastjóri í markaðs- og kynningarmálum. Þá var hún varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í kringum aldamótin. Helga kveðst hafa fengið áhuga á kjarabaráttu þegar hún starfaði sem ráðgjafi vegna innleiðingar á markaðslaunakerfi félagsins upp úr síðustu aldamótum. Þá hafi hún mikla reynslu af félagsmálum, m.a. sem formaður Kvenréttindafélags Íslands. Helga Guðrún segist leggja áherslu á að helsti styrkur VR felist í stærð félagsins sem fjölmennasta stéttarfélag landsins. Síðustu misseri hafi félagsmönnum þó farið hlutfallslega fækkandi. Snúa verði þessari þróun við, með því að þjóna hagsmunum allra félagsmanna jafnt. „Nálgast verði umræðuna um kjör þeirra lægst launuðu á nýjum grunni og huga að því millitekjufólki sem glímir við versnandi kjör. Þá verði að styrkja undirstöður markaðslaunakerfisins, sem hefur margsannað sig sem öflugusta kjarabaráttutæki mikils meirihluta félagsmanna,“ segir Helga Guðrún í tilkynningu. Ætlar að beita sér gegn kynbundnum launamun Helga Guðrún vill að aðilar vinnumarkaðarins taki höndum saman og tileinki sér þau vinnubrögð í kjarasamningum sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Þá vill hún að formaður VR „starfi í þágu félagsmanna VR.“ Þá hyggist hún beita sér af afli gegn kynbundnum launamun innan VR. Helga Guðrún vill jafnframt að Lífeyrissjóður verzlunarmanna fái að starfa óáreittur með hag iðgjaldagreiðenda að leiðarljósi. „Lífeyrissjóðurinn er félagsmönnum VR afar mikilvægur bakhjarl og formaður VR má ekki nota vald sitt til að veikja undirstöður sjóðsins,“ segir Helga Guðrún. Fram kemur í tilkynningu á vef VR að þau Helga Guðrún og Ragnar séu ein í framboði til formanns. Kjörstjórn VR mun auglýsa tilhögun kosninga nánar þegar nær dregur. Kjaramál Félagasamtök Formannskjör í VR Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Helga Guðrún er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur að mennt og á að baki 30 ára starfsferil sem ráðgjafi, upplýsingafulltrúi og samskiptastjóri í markaðs- og kynningarmálum. Þá var hún varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í kringum aldamótin. Helga kveðst hafa fengið áhuga á kjarabaráttu þegar hún starfaði sem ráðgjafi vegna innleiðingar á markaðslaunakerfi félagsins upp úr síðustu aldamótum. Þá hafi hún mikla reynslu af félagsmálum, m.a. sem formaður Kvenréttindafélags Íslands. Helga Guðrún segist leggja áherslu á að helsti styrkur VR felist í stærð félagsins sem fjölmennasta stéttarfélag landsins. Síðustu misseri hafi félagsmönnum þó farið hlutfallslega fækkandi. Snúa verði þessari þróun við, með því að þjóna hagsmunum allra félagsmanna jafnt. „Nálgast verði umræðuna um kjör þeirra lægst launuðu á nýjum grunni og huga að því millitekjufólki sem glímir við versnandi kjör. Þá verði að styrkja undirstöður markaðslaunakerfisins, sem hefur margsannað sig sem öflugusta kjarabaráttutæki mikils meirihluta félagsmanna,“ segir Helga Guðrún í tilkynningu. Ætlar að beita sér gegn kynbundnum launamun Helga Guðrún vill að aðilar vinnumarkaðarins taki höndum saman og tileinki sér þau vinnubrögð í kjarasamningum sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Þá vill hún að formaður VR „starfi í þágu félagsmanna VR.“ Þá hyggist hún beita sér af afli gegn kynbundnum launamun innan VR. Helga Guðrún vill jafnframt að Lífeyrissjóður verzlunarmanna fái að starfa óáreittur með hag iðgjaldagreiðenda að leiðarljósi. „Lífeyrissjóðurinn er félagsmönnum VR afar mikilvægur bakhjarl og formaður VR má ekki nota vald sitt til að veikja undirstöður sjóðsins,“ segir Helga Guðrún. Fram kemur í tilkynningu á vef VR að þau Helga Guðrún og Ragnar séu ein í framboði til formanns. Kjörstjórn VR mun auglýsa tilhögun kosninga nánar þegar nær dregur.
Kjaramál Félagasamtök Formannskjör í VR Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira