Fótbolti

Annar Meistara­deildar­leikur færður til Ung­verja­lands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jesus, Sterling og félagar ferðast til Ungverjalands í stað Þýskalands.
Jesus, Sterling og félagar ferðast til Ungverjalands í stað Þýskalands. Matt McNulty/Getty

UEFA hefur staðfest að fyrri leikur Manchester City og Borussia Mönchengladbach fari fram á Puskás Aréna í Búdapest í Ungverjalandi.

Fyrri leikurinn átti að fara fram í Þýskalandi en vegna sóttvarnarreglna þar í landi varð að færa leiknum frá Þýskalandi.

Mönchengladbach fær því ekki heimaleik í einvíginu gegn Manchester City en liðin mætast á Puskás Aréna í Ungverjalandi 24. febrúar.

Íslendingar ættu að kannast við leikvanginn en þetta er sami leikur og Ísland tapaði fyrir Ungverjalandi í úrslitaleiknum um sæti á EM 2020 síðasta haust.

Síðari leikur liðanna fer fram á Etihad leikvanginum 16. mars en þetta er ekki eini leikurinn sem hefur verið færður frá heimaliðinu.

Leikur Leipzig og Liverpool fer einnig fram á Puskás leikvanginum, þann 17. febrúar.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×