„Þetta rændi æsku minni og það er þessu fólki að kenna“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 20:01 Margrét Lillý segir létti að úrskurðurinn sé kominn. Hann staðfesti allt sem hún hafi sagt um störf barnaverndaryfirvalda á Nesinu. vísir/egill Stúlka, sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi, fagnar gagnrýnum úrskurði Barnaverndarstofu um slæleg vinnubrögð á Nesinu. Hún ætlar að berjast fyrir því að börn geti treyst kerfinu. Margrét Lillý sagði átakanlega sögu sína í Kompás haustið 2019, þá 17 ára gömul og nýflutt til föður síns. Hún sagðist hafa búið við vanrækslu og ofbeldi alla ævi af hendi móður sinnar. Margar tilkynningar hafi borist barnaverndaryfirvöldum á Seltjarnarnesi án þess að brugðist hafi verið við þeim með eðlilegum hætti. Móðirin hélt alltaf forsjá. Málið var kært til Barnaverndarstofu og í skýrslu sem kom út í síðustu viku segir að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á máli stúlkunnar. Skýrslan telur tólf blaðsíður og kemur meðal annars fram að tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. Hvorki barnið né foreldrar þess hafi fengið nauðsynlegan stuðning og ekki hafi verið haft samband við föður við meðferð málsins eins og eðlilegt sé. Hneyksli fyrir Seltjarnarnesbæ Feðginin fagna skýrslunni enda sýni hún svart á hvítu að nefndin hafi ekki unnið sína vinnu. „Þetta er algjör áfellisdómur fyrir Seltjarnarnesbæ. Það er bara loksins komið í ljós að nefndin er algjörlega óhæf og hefur verið það frá byrjun,“ segir Einar Björn Tómasson, faðir Margrétar Lillýjar. Hann vonar að íbúar á Seltjarnarnesi krefjist þess að vinnubrögð verði bætt. Á meðan stjórnvaldið hagi sér svona sé eitthvað mikið að í bænum. „Þetta er bara hneyksli fyrir Seltjarnarnesbæ.“ Lífið byrjaði fyrir tveimur árum Margrét Lillý segir að henni sé létt, það sé gott að fólk viti að saga hennar sé sönn. Hún beri ekki slæmar tilfinningar til Seltjarnarnesbæjar en eigi erfitt með að skilja af hverju fólkið með stjórnartaumana sinnti ekki starfi sínu betur. Einar og Margrét Lillý segja baráttunni ekki lokið. Þau vilji tryggja að barnaverndaryfirvöld á Seltjarnarnesi sinni framvegis starfi sínu.vísir/egill „Þetta rændi æskunni minni og það er þessu fólki að kenna. Ég steig fyrst inn í lífið fyrir tveimur árum.“ Margrét Lillý er að verða nítján ára, hún útskrifast úr menntaskóla í vor og stefnir á viðskiptafræði í HR næsta haust. Hún segir framtíðina bjarta þrátt fyrir erfiða reynslu. „Það eru minningar sem munu alltaf vera fastar, sem ég mun aldrei gleyma, en maður lærir að lifa með þeim. Mér finnst ég hafa unnið vel úr þessu og verð alltaf betri og betri með tímanum. Já, mér finnst ég bara hafa höndlað þetta vel, ef ég má segja eins og er, og er bara mjög stolt af mér.“ Berjast fyrir framtíð annarra barna Feðginin ætla að ráðfæra sig við lögfræðing sinn og skoða næstu skref. „Við ætlum að taka þetta alla leið. við ætlum aðsjá til þess að það sé framtíð fyrir börn sem lenda í vanrækslu, eða andlegu og líkamlegu ofbeldi, og þau geti treyst á kerfið okkar til að aðstoða þau og hjálpa þeim.“ Kompás Barnavernd Seltjarnarnes Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Margrét Lillý sagði átakanlega sögu sína í Kompás haustið 2019, þá 17 ára gömul og nýflutt til föður síns. Hún sagðist hafa búið við vanrækslu og ofbeldi alla ævi af hendi móður sinnar. Margar tilkynningar hafi borist barnaverndaryfirvöldum á Seltjarnarnesi án þess að brugðist hafi verið við þeim með eðlilegum hætti. Móðirin hélt alltaf forsjá. Málið var kært til Barnaverndarstofu og í skýrslu sem kom út í síðustu viku segir að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á máli stúlkunnar. Skýrslan telur tólf blaðsíður og kemur meðal annars fram að tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. Hvorki barnið né foreldrar þess hafi fengið nauðsynlegan stuðning og ekki hafi verið haft samband við föður við meðferð málsins eins og eðlilegt sé. Hneyksli fyrir Seltjarnarnesbæ Feðginin fagna skýrslunni enda sýni hún svart á hvítu að nefndin hafi ekki unnið sína vinnu. „Þetta er algjör áfellisdómur fyrir Seltjarnarnesbæ. Það er bara loksins komið í ljós að nefndin er algjörlega óhæf og hefur verið það frá byrjun,“ segir Einar Björn Tómasson, faðir Margrétar Lillýjar. Hann vonar að íbúar á Seltjarnarnesi krefjist þess að vinnubrögð verði bætt. Á meðan stjórnvaldið hagi sér svona sé eitthvað mikið að í bænum. „Þetta er bara hneyksli fyrir Seltjarnarnesbæ.“ Lífið byrjaði fyrir tveimur árum Margrét Lillý segir að henni sé létt, það sé gott að fólk viti að saga hennar sé sönn. Hún beri ekki slæmar tilfinningar til Seltjarnarnesbæjar en eigi erfitt með að skilja af hverju fólkið með stjórnartaumana sinnti ekki starfi sínu betur. Einar og Margrét Lillý segja baráttunni ekki lokið. Þau vilji tryggja að barnaverndaryfirvöld á Seltjarnarnesi sinni framvegis starfi sínu.vísir/egill „Þetta rændi æskunni minni og það er þessu fólki að kenna. Ég steig fyrst inn í lífið fyrir tveimur árum.“ Margrét Lillý er að verða nítján ára, hún útskrifast úr menntaskóla í vor og stefnir á viðskiptafræði í HR næsta haust. Hún segir framtíðina bjarta þrátt fyrir erfiða reynslu. „Það eru minningar sem munu alltaf vera fastar, sem ég mun aldrei gleyma, en maður lærir að lifa með þeim. Mér finnst ég hafa unnið vel úr þessu og verð alltaf betri og betri með tímanum. Já, mér finnst ég bara hafa höndlað þetta vel, ef ég má segja eins og er, og er bara mjög stolt af mér.“ Berjast fyrir framtíð annarra barna Feðginin ætla að ráðfæra sig við lögfræðing sinn og skoða næstu skref. „Við ætlum að taka þetta alla leið. við ætlum aðsjá til þess að það sé framtíð fyrir börn sem lenda í vanrækslu, eða andlegu og líkamlegu ofbeldi, og þau geti treyst á kerfið okkar til að aðstoða þau og hjálpa þeim.“
Kompás Barnavernd Seltjarnarnes Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira