Þegar fyrstu tækifærin gáfust til að kanna þennan næsta nágranna okkur betur, þá virtist Mars ekki endilega svo áhugaverð eftir allt saman. Á síðustu áratugum hefur það þó snarbreyst og í dag eru bæði fortíð og framtíð Mars ofarlega í huga fjölda fólks.
Fortíð Mars er mjög forvitnileg þar sem ljóst er að vatn hefur runnið á yfirborðinu og því gæti þar hafa verið líf. Framtíðin er ekki síður spennandi, þar sem horft er til mannaðra ferða til Mars og jafnvel lengri tíma dvalar þar. Í tilefni þess að þann 18. febrúar lendir nýjasti könnuður NASA á Mars, þá verður farið yfir könnnun reikistjörnunnar, hvað við vitum, hvað við höldum og við hverju má búast í framtíðinni.
Streymið sem hefst klukkan 12 má sjá að neðan.