Segja stjórnvöld ganga á bak orða sinna með frumvarpi til starfskjaralaga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2021 11:54 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Stéttarfélagið Efling telur að íslensk stjórnvöld hafi gengið á bak orða sinna um réttarbót fyrir þolendur launaþjófnaðar og brotastarfsemi á vinnumarkaði með því sem félagið kallar gagnslausar lagsetningarhugmyndir þar sem sjónarmið verkalýðshreyfingarinnar séu virt að vettugi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu en lagasetningarhugmyndin sem um ræðir er frumvarp Ásmundar Einar Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, til starfskjaralaga. Í tilkynningunni segir að samkvæmt frumvarpinu verði „þolendur launaþjófnaðar skikkaðir til að hætta eigin atvinnuöryggi áður en Vinnumálastofnun veitir þeim áheyrn í nýju og gríðarlega flóknu málsmeðferðarferli, þar sem í hverju skrefi hallar á brotaþola. Er brotaþolum meðal annars gert að undirgangast niðurlægjandi samningaviðræður um endurgreiðslu á stolnum launum við brotlegan atvinnurekanda. Atvinnurekendur fá fullt sjálfdæmi um eigin sök í „samráðsnefnd“ og fá sjálfir að ákveða hvort sérstakur gerðardómur fjalli um mál þeirra. Lagasetningin er í algjörum sérflokki í því að fara með silkihönskum um gerendur, og gefur þeim enn ríkari undankomuleiðir en í núverandi launakröfuferli stéttarfélaganna. Brot á fullgildum ráðningarkjörum meirihluta launafólks á almennum vinnumarkaði eru alfarið undanskilin lagasetningunni þar eð hún tekur aðeins til brota á lágmarkskjörum kjarasamninga en ekki til brota á ráðningarsamningum.“ Þá leggi málsmeðferðarskilyrði litlar skyldur á Vinnumálastofnun, til dæmis hvað varðar athugun á heildartilhögun launamála á vinnustað þar sem grunur leikur á brotastarfsemi. Engin bótaregla sé heldur í frumvarpinu eða févíti, líkt og verkalýðshreyfingin hefur kallað eftir, en slíkt gæti tryggt afleiðingar fyrir algengustu framkvæmd launaþjófnaðar á íslenskum vinnumarkaði að því er segir í tilkynningunni. „Þess í stað er boðið upp á áðurnefnda samráðsnefnd þar sem brotlegur atvinnurekandi fær sjálfur að ákveða hvort hann endurgreiðir þau laun sem hann skuldar, jafnvel þótt launasvik séu staðfest,“ segir í tilkynningu Eflingar sem lesa má í heild sinni hér á vef félagsins. Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu en lagasetningarhugmyndin sem um ræðir er frumvarp Ásmundar Einar Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, til starfskjaralaga. Í tilkynningunni segir að samkvæmt frumvarpinu verði „þolendur launaþjófnaðar skikkaðir til að hætta eigin atvinnuöryggi áður en Vinnumálastofnun veitir þeim áheyrn í nýju og gríðarlega flóknu málsmeðferðarferli, þar sem í hverju skrefi hallar á brotaþola. Er brotaþolum meðal annars gert að undirgangast niðurlægjandi samningaviðræður um endurgreiðslu á stolnum launum við brotlegan atvinnurekanda. Atvinnurekendur fá fullt sjálfdæmi um eigin sök í „samráðsnefnd“ og fá sjálfir að ákveða hvort sérstakur gerðardómur fjalli um mál þeirra. Lagasetningin er í algjörum sérflokki í því að fara með silkihönskum um gerendur, og gefur þeim enn ríkari undankomuleiðir en í núverandi launakröfuferli stéttarfélaganna. Brot á fullgildum ráðningarkjörum meirihluta launafólks á almennum vinnumarkaði eru alfarið undanskilin lagasetningunni þar eð hún tekur aðeins til brota á lágmarkskjörum kjarasamninga en ekki til brota á ráðningarsamningum.“ Þá leggi málsmeðferðarskilyrði litlar skyldur á Vinnumálastofnun, til dæmis hvað varðar athugun á heildartilhögun launamála á vinnustað þar sem grunur leikur á brotastarfsemi. Engin bótaregla sé heldur í frumvarpinu eða févíti, líkt og verkalýðshreyfingin hefur kallað eftir, en slíkt gæti tryggt afleiðingar fyrir algengustu framkvæmd launaþjófnaðar á íslenskum vinnumarkaði að því er segir í tilkynningunni. „Þess í stað er boðið upp á áðurnefnda samráðsnefnd þar sem brotlegur atvinnurekandi fær sjálfur að ákveða hvort hann endurgreiðir þau laun sem hann skuldar, jafnvel þótt launasvik séu staðfest,“ segir í tilkynningu Eflingar sem lesa má í heild sinni hér á vef félagsins.
Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Sjá meira