Kanna heimildir til að sekta þá sem sækja farþega Birgir Olgeirsson skrifar 9. febrúar 2021 11:57 Jón Pétur Jónsson, yfirlögregluþjónn landamærasviðs Ríkislögreglustjóra. Vísir/Sigurjón Lögreglan telur vert að kanna heimildir til að beita sektum gagnvart þeim sem sækja komufarþega á Keflavíkurflugvöll. 90 sóttu farþega á flugvöllinn um liðna helgi. Allir sem koma til landsins þurfa að gangast undir tvöfalda skimun og sóttkví. Borið hefur á því að fólk dvelji ekki í því húsnæði sem það tilkynnti stjórnvöldum að það ætlaði að taka út sóttkví í. „Við teljum að það séu nokkur tilvik um að það hafi komið upp. Að fólk hafi vísvitandi verið að villa um fyrir stjórnvöldum, eða svona vísbendingar um það,“ segir Jón Pétur Jónsson, yfirlögregluþjónn á landamærasviði Ríkislögreglustjóra. Að meðaltali koma um 170 til 180 farþegar hingað til lands á degi hverjum. Nýgengi smita er með lægsta móti á Íslandi sem margir þakka ströngum reglum á landamærunum. Ríkislögreglustjóri vinnur nú að greiningu til að girða fyrir veikleika í núverandi kerfi. Brögð eru á því að fólk sæki farþega á Kelfavíkurflugvöll, sem er þvert á reglur. „Lögreglan er með viðveru í komusalnum og ræðir við fólk sem er komið þangað og er að upplýsa um þessar reglur sem gilda um að koma sér í sóttkví frá landamærastöðinni. Núna um helgina töldum við um 90 tilvik þar sem einstaklingar voru komnir gagngert til að sækja farþega.“ Sumir segjast ætla að taka út sóttkví með farþegunum sem þeir sækja. Lögreglan hefur þó áhyggjur af því að margir fari ekki eftir því og smit gæti borist þannig út í samfélagið. Jón Pétur segir til skoðunar að kanna sannleiksgildi fullyrðinga komufarþega um hvar þeir ætli að dvelja og skikka þá sem ekki geta gefið upp dvalarstað til að dvelja í farsóttarhúsi, líkt og sóttvarnalæknir hefur talað fyrir. „Það má vel vera að það þurfi að ganga lengra í þessum efnum og kanna heimildir til að beita þá sektum sem sækja farþega,“ segir Jón Pétur. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Allir sem koma til landsins þurfa að gangast undir tvöfalda skimun og sóttkví. Borið hefur á því að fólk dvelji ekki í því húsnæði sem það tilkynnti stjórnvöldum að það ætlaði að taka út sóttkví í. „Við teljum að það séu nokkur tilvik um að það hafi komið upp. Að fólk hafi vísvitandi verið að villa um fyrir stjórnvöldum, eða svona vísbendingar um það,“ segir Jón Pétur Jónsson, yfirlögregluþjónn á landamærasviði Ríkislögreglustjóra. Að meðaltali koma um 170 til 180 farþegar hingað til lands á degi hverjum. Nýgengi smita er með lægsta móti á Íslandi sem margir þakka ströngum reglum á landamærunum. Ríkislögreglustjóri vinnur nú að greiningu til að girða fyrir veikleika í núverandi kerfi. Brögð eru á því að fólk sæki farþega á Kelfavíkurflugvöll, sem er þvert á reglur. „Lögreglan er með viðveru í komusalnum og ræðir við fólk sem er komið þangað og er að upplýsa um þessar reglur sem gilda um að koma sér í sóttkví frá landamærastöðinni. Núna um helgina töldum við um 90 tilvik þar sem einstaklingar voru komnir gagngert til að sækja farþega.“ Sumir segjast ætla að taka út sóttkví með farþegunum sem þeir sækja. Lögreglan hefur þó áhyggjur af því að margir fari ekki eftir því og smit gæti borist þannig út í samfélagið. Jón Pétur segir til skoðunar að kanna sannleiksgildi fullyrðinga komufarþega um hvar þeir ætli að dvelja og skikka þá sem ekki geta gefið upp dvalarstað til að dvelja í farsóttarhúsi, líkt og sóttvarnalæknir hefur talað fyrir. „Það má vel vera að það þurfi að ganga lengra í þessum efnum og kanna heimildir til að beita þá sektum sem sækja farþega,“ segir Jón Pétur.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira