Sportið í dag: „Hakan hrynur ekkert í gólfið ef það kemur tilkynning frá Val“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. febrúar 2021 13:50 Björgvin Páll Gústavsson kom til Hauka frá Skjern í Danmörku fyrir tímabilið. Stoppið í Hafnarfirði verður þó styttra en búist var við. vísir/vilhelm Það kæmi lítið á óvart ef Björgvin Páll Gústavsson gengi í raðir Vals í sumar. Þetta sagði Henry Birgir Gunnarsson í Sportinu í dag. Í gærkvöldi sendu Haukar frá sér tilkynningu þar sem fram kom að Björgvin hefði nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við félagið. Í tilkynningu sagði Björgvin að hann vildi komast í fullt starf við handbolta til að geta varið meiri tíma með fjölskyldu sinni. Málefni Björgvins voru rædd í Sportinu í dag. „Það er auðvitað mjög sérstakt að greina frá þessu núna en á móti kemur, hefði verið hægt að halda þessu leyndu?“ sagði Henry Birgir. Hann segir að Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, sé eflaust pirraður að missa Björgvin þótt hann sé ekki pirraður út í hann sjálfan. Langlíklegast þykir að Björgvin fari til Vals sem yrði góð lending fyrir báða aðila segir Henry Birgir. „Við höfum heimildir fyrir því að það sé mjög líklega aðalástæðan fyrir því að hann nýtti sér þetta uppsagnarákvæði. Og það þarf ekkert að koma á óvart. Valur er fjársterkasta félag landsins, ætla sér alltaf stóra hluti og eru fullir af metnaði. Markvarðateymi Vals hefur valdið gríðarlega miklum vonbrigðum og Björgvin Páll hefur verið besti markvörður Íslands í meira en áratug. Hann er það góður að titlar vinnast með hann innanborðs,“ sagði Henry Birgir. „Ég er ekkert hissa á því ef það er rétt að Valur sé að ganga með grasið í skónum á eftir honum og semja við hann. Valsmenn eru að reyna að bæta atvinnumannaumhverfi í sínum íþróttum og það að ráða Björgvin Pál inn í hundrað prósent starf og láta hann sinna einhverju öðru með er rökrétt skref hjá félagi sem hefur efni á því. Hakan á mér hrynur ekkert í gólfið ef það kemur tilkynning frá Val í dag að Björgvin sé kominn þangað frá og með næsta sumri.“ Henry Birgir efast um að þessi tíðindi, að Björgvin yfirgefi Hauka í sumar, muni ekki hafa áhrif á að hann eða samherja hans það sem eftir lifir tímabils. „Hann er toppmaður, góður í hóp og algjör fagmaður. Hann mun gefa 120 prósent. Auðvitað er Aron pirraður og þarf að fara að huga að næstu leiktíð en hann vill bara vinna titilinn núna. Andri Scheving fær kannski aðeins meiri tíma. Síðan kalla Haukar Stefán Huldar [Stefánsson] heim frá Gróttu,“ sagði Henry Birgir en umræddur Stefán Huldar er í láni hjá Gróttu frá Haukum og hefur leikið einkar vel í vetur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Olís-deild karla Haukar Valur Sportið í dag Tengdar fréttir Björgvin Páll til Vals? „Of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gæti verið á leið til Vals í sumar eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Haukum. Málið var rætt í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. 9. febrúar 2021 09:59 Björgvin yfirgefur Hauka í sumar Björgvin Páll Gústavsson mun yfirgefa Hauka eftir leiktíðina í Olís deild karla og róa önnur mið. Þetta var staðfest á heimasíðu félagsins nú í kvöld. 8. febrúar 2021 22:37 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira
Í gærkvöldi sendu Haukar frá sér tilkynningu þar sem fram kom að Björgvin hefði nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við félagið. Í tilkynningu sagði Björgvin að hann vildi komast í fullt starf við handbolta til að geta varið meiri tíma með fjölskyldu sinni. Málefni Björgvins voru rædd í Sportinu í dag. „Það er auðvitað mjög sérstakt að greina frá þessu núna en á móti kemur, hefði verið hægt að halda þessu leyndu?“ sagði Henry Birgir. Hann segir að Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, sé eflaust pirraður að missa Björgvin þótt hann sé ekki pirraður út í hann sjálfan. Langlíklegast þykir að Björgvin fari til Vals sem yrði góð lending fyrir báða aðila segir Henry Birgir. „Við höfum heimildir fyrir því að það sé mjög líklega aðalástæðan fyrir því að hann nýtti sér þetta uppsagnarákvæði. Og það þarf ekkert að koma á óvart. Valur er fjársterkasta félag landsins, ætla sér alltaf stóra hluti og eru fullir af metnaði. Markvarðateymi Vals hefur valdið gríðarlega miklum vonbrigðum og Björgvin Páll hefur verið besti markvörður Íslands í meira en áratug. Hann er það góður að titlar vinnast með hann innanborðs,“ sagði Henry Birgir. „Ég er ekkert hissa á því ef það er rétt að Valur sé að ganga með grasið í skónum á eftir honum og semja við hann. Valsmenn eru að reyna að bæta atvinnumannaumhverfi í sínum íþróttum og það að ráða Björgvin Pál inn í hundrað prósent starf og láta hann sinna einhverju öðru með er rökrétt skref hjá félagi sem hefur efni á því. Hakan á mér hrynur ekkert í gólfið ef það kemur tilkynning frá Val í dag að Björgvin sé kominn þangað frá og með næsta sumri.“ Henry Birgir efast um að þessi tíðindi, að Björgvin yfirgefi Hauka í sumar, muni ekki hafa áhrif á að hann eða samherja hans það sem eftir lifir tímabils. „Hann er toppmaður, góður í hóp og algjör fagmaður. Hann mun gefa 120 prósent. Auðvitað er Aron pirraður og þarf að fara að huga að næstu leiktíð en hann vill bara vinna titilinn núna. Andri Scheving fær kannski aðeins meiri tíma. Síðan kalla Haukar Stefán Huldar [Stefánsson] heim frá Gróttu,“ sagði Henry Birgir en umræddur Stefán Huldar er í láni hjá Gróttu frá Haukum og hefur leikið einkar vel í vetur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Olís-deild karla Haukar Valur Sportið í dag Tengdar fréttir Björgvin Páll til Vals? „Of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gæti verið á leið til Vals í sumar eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Haukum. Málið var rætt í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. 9. febrúar 2021 09:59 Björgvin yfirgefur Hauka í sumar Björgvin Páll Gústavsson mun yfirgefa Hauka eftir leiktíðina í Olís deild karla og róa önnur mið. Þetta var staðfest á heimasíðu félagsins nú í kvöld. 8. febrúar 2021 22:37 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira
Björgvin Páll til Vals? „Of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gæti verið á leið til Vals í sumar eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Haukum. Málið var rætt í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. 9. febrúar 2021 09:59
Björgvin yfirgefur Hauka í sumar Björgvin Páll Gústavsson mun yfirgefa Hauka eftir leiktíðina í Olís deild karla og róa önnur mið. Þetta var staðfest á heimasíðu félagsins nú í kvöld. 8. febrúar 2021 22:37