„Fengum ítrekað að heyra að það væru bara engar konur“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. febrúar 2021 07:00 Þóra Tómasdóttir og Þóra Rut Jónsdóttir hjá Advania. Vísir/Vilhelm „Í atvinnulífinu er síaukin eftirspurn eftir fólki með þekkingu á netkerfum, hýsingu og þessum rekstrarhluta tæknarinnar. Það hefur verið fjölgun á konum sem sækja nám í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði en nám í kerfisstjórn hefur setið svolítið eftir. Þess vegna vildum við athuga hvort einhverjar konur þarna úti hefðu kannski áhuga á þessu,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Advania um það hvers vegna Advania, Íslandsbanki, NTV og Prómennt tóku höndum saman um að styrkja eina konu til náms í kerfisstjórnun. „Við höfum verið að einblína á jafnréttismál og skoða stöðuna í starfseminni, eins og kynjahlutföll starfsfólks á ólíkum sviðum. Þá kom í ljós að mjög fáar konur starfa sem kerfisstjórar hjá okkur. Við fórum að velta þessu upp og fengum ítrekað að heyra að það væru bara engar konur sem læra kerfisstjórnun. Eftir smá umhugsun ákváðum við að hrinda af stað prufuverkefni og sjá hvort við gætum breytt því,“ bætir nafna hennar við, Þóra Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Advania. Í Atvinnulífinu í dag og á morgun er sagt frá frumkvæðisverkefni atvinnulífs og skóla, sem ætlað er að stuðla að aukinni hlutdeild kvenna í nám í kerfistjórn. Hugmyndin verður til Að sögn Þóru Rutar og Þóru kom hugmyndin fyrst upp í umræðum innanhús um jafnréttismál. „Við höfðum verið í samtali við Íslandsbanka um sjálfbærni og jafnréttismál fyrr á árinu og ákváðum þá að prófa að heyra í þeim og sjá hvort þau væru ekki til í að taka þátt í þessu með okkur. Þau tóku vel í það enda fáar konur að starfa við tækni-innviði bankans líka. Þá höfðum við samband við skólana. Fulltrúar skólanna voru einnig mjög jákvæðir fyrir átaksverkefni til að auka þátttöku kvenna,“ segir Þóra Rut um upphafið. Þá segir Þóra rannsóknir sýna að það sé að verða til þekkingareyða á milli þeirrar tækniþekkingar sem fyrirtæki þurfa og þeirra tækniþekkingar sem starfsfólk býr yfir. Staðan í þessu sé sú að framfarir í tækninni séu svo hraðar að fyrirtæki og skólar ráða ekki við hraða endurmenntunar. „Þó svo að við séum ekki farin að finna fyrir þessu enn þá er alveg ljóst að það er mikil eftirspurn eftir fólki með tæknimenntun og miklir möguleikar í boði,“ segir Þóra og bætir við: ,,Við teljum með að opna á þennan möguleika fyrir fleirum, óháð kyni þá sjá fleiri sér fært að koma og starfa í tækni. Það skiptir máli að sem fjölbreyttastur hópur fólks móti framtíðar starfsumhverfi okkar allra.“ Verkefnið verður til Nám í kerfisstjórnun segja nöfnurnar vera krefjandi, verklegt og hagnýtt. Námið tekur aðeins tvær annir og miðað við eftirspurn í atvinnulífinu, getur það opnað ýmsar dyr. Í ljósi kynjahallans í starfsgreininni var ákveðið að vinna verkefnið út frá jafnréttissjónarmiðum. „Okkur þótti mikilvægt að vekja athygli kvenna á starfi kerfisstjóra sem eru gríðarlega eftirsóttir í atvinnulífinu,“ segir Þóra Rut. Til þess að hvetja konur til þess að sækja um, var ákveðið að fá konur sem þegar starfa sem kerfisstjórar til að segja sína sögu. Opinn veffundur var haldinn fyrir áhugasamar þar sem sýndar voru upptökur af reynslusögum kvenna sem lokið hafa náminu. Þessar konur starfa ýmist hjá Advania eða Íslandsbanka. Við báðum þær um að segja frá sjálfri sér, hvers vegna þær fóru í námið, hvað það hefur gefið þeim og hvað þær vinna við í dag. Í ljós komu áhugaverðar en ólíkar sögur með þann samhljóm að kerfisstjórar þurfa að vera tæknilega þenkjandi, lausnamiðaðir, þjónustulundaðir og góðir í að leysa ráðgátur,“ segir Þóra. Í meðfylgjandi myndbandi segir Brynja Dóra Birgisdóttir hjá Advania frá reynslu sinni af námi í kerfisstjórnun og hvernig hún hefur upplifað starfið. Myndbandið var sýnt á fyrrgreindum kynningarfundi fyrir áhugasamar konur um námstyrkinn. Námsstyrkur í kerfisstjórnun. from advania on Vimeo. Strax í kjölfar fundarins, fóru umsóknir að berast. Við renndum blint í sjóinn með verkefnið og vissum ekki hverjar viðtökurnar yrðu. Strax eftir veffundinn sáum við umsóknir í báða skólana hrannast inn. Við fengum yfir fjörutíu umsóknir fyrir námsstyrkinn, boðuðum þrjár í viðtal og buðum svo að lokum einni styrk til að sækja nám í kerfisstjórnun. Hún er að hefja námið á þessari önn. Bæði Advania og Íslandsbanki munu svo í kjölfarið bjóða henni í starfsnám,“ segir Þóra Rut. Hvatning fyrir fleiri konur Þá segja nöfnurnar verkefnið einnig hafa haft þau áhrif að fleiri konur sóttu um að fara í kerfistjórnarnámið hjá NTV og Prómennt. Það sem kom svo á óvart var aðsóknin sem skólarnir fengu í kjölfarið, en af þeim sem eru að hefja nám í kerfisstjórnun þessa önnina eru konur í fyrsta sinn í afgerandi meirihluta í einum skólanum og helmingur nemenda í hinum. Þetta er mikil aukning frá því sem áður var,“ segir Þóra. „Með árs langt nám í kerfisstjórnun að baki geta konur fetað sig inn í vaxandi atvinnugrein um allan heim þar sem möguleikar eru á góðum tekjum. Það er líka áhugavert að nefna nám í kerfisstjórnun sem leið til endurmenntunar eða leið út úr atvinnuleysi. Skólarnir gera ekki kröfur um stúdentspróf eða háskólapróf,“ segir Þóra Rut. Jafnréttismál Skóla - og menntamál Tækni Samfélagsleg ábyrgð Starfsframi Tengdar fréttir Stakk upp á nýju starfi fyrir sjálfa sig og endaði sem framkvæmdastjóri „Ég myndi án efa hvetja fólk til þess að bera sig eftir því sem það vill, að hugsa aðeins hvað það virkilega langar að vinna við og yrði frábært í og hreinlega taka stöðuna. Það er þá ekkert verra en „Nei“ sem kemur, sem gæti svo alveg breyst í „Já“ síðar eins og það gerði hjá mér,“ segir Klara Símonardóttir aðspurð um það hvaða ráð hún myndi gefa fólki í atvinnuleit. Klara er í dag framkvæmdastjóri Petmark. Árið 2016 hafði hún samband við það fyrirtæki og stakk upp á því að hún yrði ráðin sem vörumerkjastjóri. Starfið var ekki til hjá fyrirtækinu og þaðan af síður hafði það verið auglýst. En í kjölfar þess að Klara hafði samband, var starfið búið til og hún ráðin. 22. janúar 2021 07:00 „Starfsfólk mun ekki hafa þá þekkingu sem til þarf“ Fjórða iðnbyltingin kallar á nýja þekkingu starfsfólks sem starfsfólk hefur ekki í dag. Því þurfa fyrirtæki að vera undir það búin að brúa ákveðið tímabil þar sem þekkingu vantar. 1. september 2020 09:00 Hart barist um allar lausar stöður á næstunni Ástandið minnir um sumt á mánuðina eftir bankahrun þar sem barist er um hvert starf sem auglýst er. Atvinnulífið á Vísi ræddi við nokkra vinnuveitendur sem eiga það sameiginlegt að hafa auglýst nokkur störf síðustu vikurnar. 26. nóvember 2020 07:00 Segir mikilvægt að atvinnulífið búi sig undir að læra nýja hluti Margir óttast að róbótar yfirtaki störf sín samkvæmt nýrri mannauðsskýrslu Deloitte sem m.a. byggir á svörum þúsunda starfsmanna um allan heim. 15. september 2020 09:00 Tilfinningagreind eftirsótt hjá starfsmönnum framtíðarinnar Nýjum kynslóðum á vinnumarkaði finnst eðlilegt að ræða tilfinningar og tilfinningagreind er eitt af því sem er alltaf að taka meira og meira pláss er meðal þess sem Guðrún Snorradóttir segir um hvers vegna tilfinningagreind skiptir miklu máli. 10. september 2020 09:00 Mest lesið Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Viðskipti innlent Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Viðskipti innlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Viðskipti innlent Ingibjörg Þórdís til Elko Viðskipti innlent Fimm mætt í Kauphöllina Viðskipti innlent Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Sjá meira
„Við höfum verið að einblína á jafnréttismál og skoða stöðuna í starfseminni, eins og kynjahlutföll starfsfólks á ólíkum sviðum. Þá kom í ljós að mjög fáar konur starfa sem kerfisstjórar hjá okkur. Við fórum að velta þessu upp og fengum ítrekað að heyra að það væru bara engar konur sem læra kerfisstjórnun. Eftir smá umhugsun ákváðum við að hrinda af stað prufuverkefni og sjá hvort við gætum breytt því,“ bætir nafna hennar við, Þóra Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Advania. Í Atvinnulífinu í dag og á morgun er sagt frá frumkvæðisverkefni atvinnulífs og skóla, sem ætlað er að stuðla að aukinni hlutdeild kvenna í nám í kerfistjórn. Hugmyndin verður til Að sögn Þóru Rutar og Þóru kom hugmyndin fyrst upp í umræðum innanhús um jafnréttismál. „Við höfðum verið í samtali við Íslandsbanka um sjálfbærni og jafnréttismál fyrr á árinu og ákváðum þá að prófa að heyra í þeim og sjá hvort þau væru ekki til í að taka þátt í þessu með okkur. Þau tóku vel í það enda fáar konur að starfa við tækni-innviði bankans líka. Þá höfðum við samband við skólana. Fulltrúar skólanna voru einnig mjög jákvæðir fyrir átaksverkefni til að auka þátttöku kvenna,“ segir Þóra Rut um upphafið. Þá segir Þóra rannsóknir sýna að það sé að verða til þekkingareyða á milli þeirrar tækniþekkingar sem fyrirtæki þurfa og þeirra tækniþekkingar sem starfsfólk býr yfir. Staðan í þessu sé sú að framfarir í tækninni séu svo hraðar að fyrirtæki og skólar ráða ekki við hraða endurmenntunar. „Þó svo að við séum ekki farin að finna fyrir þessu enn þá er alveg ljóst að það er mikil eftirspurn eftir fólki með tæknimenntun og miklir möguleikar í boði,“ segir Þóra og bætir við: ,,Við teljum með að opna á þennan möguleika fyrir fleirum, óháð kyni þá sjá fleiri sér fært að koma og starfa í tækni. Það skiptir máli að sem fjölbreyttastur hópur fólks móti framtíðar starfsumhverfi okkar allra.“ Verkefnið verður til Nám í kerfisstjórnun segja nöfnurnar vera krefjandi, verklegt og hagnýtt. Námið tekur aðeins tvær annir og miðað við eftirspurn í atvinnulífinu, getur það opnað ýmsar dyr. Í ljósi kynjahallans í starfsgreininni var ákveðið að vinna verkefnið út frá jafnréttissjónarmiðum. „Okkur þótti mikilvægt að vekja athygli kvenna á starfi kerfisstjóra sem eru gríðarlega eftirsóttir í atvinnulífinu,“ segir Þóra Rut. Til þess að hvetja konur til þess að sækja um, var ákveðið að fá konur sem þegar starfa sem kerfisstjórar til að segja sína sögu. Opinn veffundur var haldinn fyrir áhugasamar þar sem sýndar voru upptökur af reynslusögum kvenna sem lokið hafa náminu. Þessar konur starfa ýmist hjá Advania eða Íslandsbanka. Við báðum þær um að segja frá sjálfri sér, hvers vegna þær fóru í námið, hvað það hefur gefið þeim og hvað þær vinna við í dag. Í ljós komu áhugaverðar en ólíkar sögur með þann samhljóm að kerfisstjórar þurfa að vera tæknilega þenkjandi, lausnamiðaðir, þjónustulundaðir og góðir í að leysa ráðgátur,“ segir Þóra. Í meðfylgjandi myndbandi segir Brynja Dóra Birgisdóttir hjá Advania frá reynslu sinni af námi í kerfisstjórnun og hvernig hún hefur upplifað starfið. Myndbandið var sýnt á fyrrgreindum kynningarfundi fyrir áhugasamar konur um námstyrkinn. Námsstyrkur í kerfisstjórnun. from advania on Vimeo. Strax í kjölfar fundarins, fóru umsóknir að berast. Við renndum blint í sjóinn með verkefnið og vissum ekki hverjar viðtökurnar yrðu. Strax eftir veffundinn sáum við umsóknir í báða skólana hrannast inn. Við fengum yfir fjörutíu umsóknir fyrir námsstyrkinn, boðuðum þrjár í viðtal og buðum svo að lokum einni styrk til að sækja nám í kerfisstjórnun. Hún er að hefja námið á þessari önn. Bæði Advania og Íslandsbanki munu svo í kjölfarið bjóða henni í starfsnám,“ segir Þóra Rut. Hvatning fyrir fleiri konur Þá segja nöfnurnar verkefnið einnig hafa haft þau áhrif að fleiri konur sóttu um að fara í kerfistjórnarnámið hjá NTV og Prómennt. Það sem kom svo á óvart var aðsóknin sem skólarnir fengu í kjölfarið, en af þeim sem eru að hefja nám í kerfisstjórnun þessa önnina eru konur í fyrsta sinn í afgerandi meirihluta í einum skólanum og helmingur nemenda í hinum. Þetta er mikil aukning frá því sem áður var,“ segir Þóra. „Með árs langt nám í kerfisstjórnun að baki geta konur fetað sig inn í vaxandi atvinnugrein um allan heim þar sem möguleikar eru á góðum tekjum. Það er líka áhugavert að nefna nám í kerfisstjórnun sem leið til endurmenntunar eða leið út úr atvinnuleysi. Skólarnir gera ekki kröfur um stúdentspróf eða háskólapróf,“ segir Þóra Rut.
Jafnréttismál Skóla - og menntamál Tækni Samfélagsleg ábyrgð Starfsframi Tengdar fréttir Stakk upp á nýju starfi fyrir sjálfa sig og endaði sem framkvæmdastjóri „Ég myndi án efa hvetja fólk til þess að bera sig eftir því sem það vill, að hugsa aðeins hvað það virkilega langar að vinna við og yrði frábært í og hreinlega taka stöðuna. Það er þá ekkert verra en „Nei“ sem kemur, sem gæti svo alveg breyst í „Já“ síðar eins og það gerði hjá mér,“ segir Klara Símonardóttir aðspurð um það hvaða ráð hún myndi gefa fólki í atvinnuleit. Klara er í dag framkvæmdastjóri Petmark. Árið 2016 hafði hún samband við það fyrirtæki og stakk upp á því að hún yrði ráðin sem vörumerkjastjóri. Starfið var ekki til hjá fyrirtækinu og þaðan af síður hafði það verið auglýst. En í kjölfar þess að Klara hafði samband, var starfið búið til og hún ráðin. 22. janúar 2021 07:00 „Starfsfólk mun ekki hafa þá þekkingu sem til þarf“ Fjórða iðnbyltingin kallar á nýja þekkingu starfsfólks sem starfsfólk hefur ekki í dag. Því þurfa fyrirtæki að vera undir það búin að brúa ákveðið tímabil þar sem þekkingu vantar. 1. september 2020 09:00 Hart barist um allar lausar stöður á næstunni Ástandið minnir um sumt á mánuðina eftir bankahrun þar sem barist er um hvert starf sem auglýst er. Atvinnulífið á Vísi ræddi við nokkra vinnuveitendur sem eiga það sameiginlegt að hafa auglýst nokkur störf síðustu vikurnar. 26. nóvember 2020 07:00 Segir mikilvægt að atvinnulífið búi sig undir að læra nýja hluti Margir óttast að róbótar yfirtaki störf sín samkvæmt nýrri mannauðsskýrslu Deloitte sem m.a. byggir á svörum þúsunda starfsmanna um allan heim. 15. september 2020 09:00 Tilfinningagreind eftirsótt hjá starfsmönnum framtíðarinnar Nýjum kynslóðum á vinnumarkaði finnst eðlilegt að ræða tilfinningar og tilfinningagreind er eitt af því sem er alltaf að taka meira og meira pláss er meðal þess sem Guðrún Snorradóttir segir um hvers vegna tilfinningagreind skiptir miklu máli. 10. september 2020 09:00 Mest lesið Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Viðskipti innlent Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Viðskipti innlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Viðskipti innlent Ingibjörg Þórdís til Elko Viðskipti innlent Fimm mætt í Kauphöllina Viðskipti innlent Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Sjá meira
Stakk upp á nýju starfi fyrir sjálfa sig og endaði sem framkvæmdastjóri „Ég myndi án efa hvetja fólk til þess að bera sig eftir því sem það vill, að hugsa aðeins hvað það virkilega langar að vinna við og yrði frábært í og hreinlega taka stöðuna. Það er þá ekkert verra en „Nei“ sem kemur, sem gæti svo alveg breyst í „Já“ síðar eins og það gerði hjá mér,“ segir Klara Símonardóttir aðspurð um það hvaða ráð hún myndi gefa fólki í atvinnuleit. Klara er í dag framkvæmdastjóri Petmark. Árið 2016 hafði hún samband við það fyrirtæki og stakk upp á því að hún yrði ráðin sem vörumerkjastjóri. Starfið var ekki til hjá fyrirtækinu og þaðan af síður hafði það verið auglýst. En í kjölfar þess að Klara hafði samband, var starfið búið til og hún ráðin. 22. janúar 2021 07:00
„Starfsfólk mun ekki hafa þá þekkingu sem til þarf“ Fjórða iðnbyltingin kallar á nýja þekkingu starfsfólks sem starfsfólk hefur ekki í dag. Því þurfa fyrirtæki að vera undir það búin að brúa ákveðið tímabil þar sem þekkingu vantar. 1. september 2020 09:00
Hart barist um allar lausar stöður á næstunni Ástandið minnir um sumt á mánuðina eftir bankahrun þar sem barist er um hvert starf sem auglýst er. Atvinnulífið á Vísi ræddi við nokkra vinnuveitendur sem eiga það sameiginlegt að hafa auglýst nokkur störf síðustu vikurnar. 26. nóvember 2020 07:00
Segir mikilvægt að atvinnulífið búi sig undir að læra nýja hluti Margir óttast að róbótar yfirtaki störf sín samkvæmt nýrri mannauðsskýrslu Deloitte sem m.a. byggir á svörum þúsunda starfsmanna um allan heim. 15. september 2020 09:00
Tilfinningagreind eftirsótt hjá starfsmönnum framtíðarinnar Nýjum kynslóðum á vinnumarkaði finnst eðlilegt að ræða tilfinningar og tilfinningagreind er eitt af því sem er alltaf að taka meira og meira pláss er meðal þess sem Guðrún Snorradóttir segir um hvers vegna tilfinningagreind skiptir miklu máli. 10. september 2020 09:00