Enn mistekst Erik Jensen að bola Kim Kielsen burt Kristján Már Unnarsson skrifar 9. febrúar 2021 23:27 Kim Kielsen og Erik Jensen meðan allt lék í lyndi á yfirborðinu innan Siumut-flokksins, stærsta stjórnmálaflokks Grænlands. Myndin var tekin á fótboltaleik í bænum Sisimiut sumarið 2017. Siumut Harðvítug valdabarátta um leiðtogahlutverkið á Grænlandi tók á sig nýja mynd í dag þegar Erik Jensen, formaður Siumut-flokksins, neyddist til að lýsa því yfir að honum hefði ekki tekist að fá neinn annan flokk í lið með sér til að mynda nýja landsstjórn. Þetta þýðir að Kim Kielsen heldur áfram stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands, þrátt fyrir að Erik Jensen hafi fellt hann úr formannssæti Siumut í nóvember. Eftir að einn þriggja stjórnarflokka, Demokraterne, sagði skilið við landsstjórnina í gær lýsti Kim Kielsen því yfir að stjórnin myndi sitja áfram sem minnihlutastjórn, þrátt fyrir að hún hafi núna aðeins 11 þingsæti af 31 á grænlenska þinginu. Formaður Demokraterne krafðist kosninga en Kielsen svaraði því til að það væri þingsins að ákveða slíkt. Erik Jensen tók við formennskunni í Siumut-flokknum í lok nóvember. Siumut Fljótlega eftir að Erik Jensen sigraði Kim Kielsen í formannsslag innan Siumut þann 30. nóvember lýsti hann því yfir að hann gerði einnig ráð fyrir að taka við forsæti landsstjórnarinnar. Fyrst reyndi hann um miðjan janúar að fá hina stjórnarflokkanna til að fallast á forsætisráðherraskipti. Þegar það reyndist árangurslaust hóf hann viðræður við forystumenn stjórnarandstöðuflokka um myndun nýrrar stjórnar. Í dag varð svo ljóst að enginn þeirra hafði áhuga á að ganga til stjórnarsamstarfs við Siumut-flokkinn undir stjórn Jensens, að því er fram kemur í Sermitsiaq. Þeir bera því meðal annars við í viðtali við KNR að flokkurinn sé óstjórntækur vegna innanbúðarátaka. Kim Kielsen heldur enn stöðu sinni sem leiðtogi Grænlands þrátt fyrir að hafa verið felldur úr formannssæti Siumut-flokksins.Siumut Hvort Kielsen takist að halda völdum sem leiðtogi Grænlands skýrist betur næstkomandi þriðjudag, þann 16. febrúar, þegar þingið kemur saman að nýju eftir vetrarhlé. Í frétt KNR í dag segir að enginn viti hvað þá muni gerast. Kielsen gæti sjálfur ákveðið að víkja friðsamlega en einnig gæti myndast meirihlutastuðningur við vantrauststillögu, sem þá þýddi kosningar. Kim Kielsen segist hins vegar engan áhuga hafa á að efna núna til þingkosninga. Hann vilji freista þess að halda áfram svo fremi að það sé mögulegt fyrir minnihlutastjórn að vinna störf sín. Grænland Tengdar fréttir Allt í loft upp á Grænlandi eftir að Kielsen missti þingmeirihlutann Landsstjórn Grænlands missti í dag meirihluta sinn á grænlenska þinginu þegar einn þriggja stjórnarflokka, Demokraterne, tilkynnti óvænt að hann hefði sagt skilið við stjórnina. Formaður Demokraterne, Jens Frederik Nielsen, krafðist þess jafnframt að efnt yrði til nýrra þingkosninga. 8. febrúar 2021 18:45 Gengur hægt að bola Kim Kielsen úr starfi Kim Kielsen heldur enn stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands. Erik Jensen, sem fyrir tveimur mánuðum felldi Kielsen úr formannsstóli Siumut-flokksins, virðist hafa mistekist að sannfæra fulltrúa samstarfsflokkanna í landsstjórn Grænlands um að hann ætti jafnframt að setjast í forsæti landsstjórnarinnar. 24. janúar 2021 23:10 Freistar þess að koma Kim Kielsen frá völdum Formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, Erik Jensen, sem felldi Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember, freistar þess núna að ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. Grænlenska ríkisútvarpið KNR skýrir frá því að Erik haldi í dag frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokka um að hann taki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. 11. janúar 2021 12:14 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Eftir að einn þriggja stjórnarflokka, Demokraterne, sagði skilið við landsstjórnina í gær lýsti Kim Kielsen því yfir að stjórnin myndi sitja áfram sem minnihlutastjórn, þrátt fyrir að hún hafi núna aðeins 11 þingsæti af 31 á grænlenska þinginu. Formaður Demokraterne krafðist kosninga en Kielsen svaraði því til að það væri þingsins að ákveða slíkt. Erik Jensen tók við formennskunni í Siumut-flokknum í lok nóvember. Siumut Fljótlega eftir að Erik Jensen sigraði Kim Kielsen í formannsslag innan Siumut þann 30. nóvember lýsti hann því yfir að hann gerði einnig ráð fyrir að taka við forsæti landsstjórnarinnar. Fyrst reyndi hann um miðjan janúar að fá hina stjórnarflokkanna til að fallast á forsætisráðherraskipti. Þegar það reyndist árangurslaust hóf hann viðræður við forystumenn stjórnarandstöðuflokka um myndun nýrrar stjórnar. Í dag varð svo ljóst að enginn þeirra hafði áhuga á að ganga til stjórnarsamstarfs við Siumut-flokkinn undir stjórn Jensens, að því er fram kemur í Sermitsiaq. Þeir bera því meðal annars við í viðtali við KNR að flokkurinn sé óstjórntækur vegna innanbúðarátaka. Kim Kielsen heldur enn stöðu sinni sem leiðtogi Grænlands þrátt fyrir að hafa verið felldur úr formannssæti Siumut-flokksins.Siumut Hvort Kielsen takist að halda völdum sem leiðtogi Grænlands skýrist betur næstkomandi þriðjudag, þann 16. febrúar, þegar þingið kemur saman að nýju eftir vetrarhlé. Í frétt KNR í dag segir að enginn viti hvað þá muni gerast. Kielsen gæti sjálfur ákveðið að víkja friðsamlega en einnig gæti myndast meirihlutastuðningur við vantrauststillögu, sem þá þýddi kosningar. Kim Kielsen segist hins vegar engan áhuga hafa á að efna núna til þingkosninga. Hann vilji freista þess að halda áfram svo fremi að það sé mögulegt fyrir minnihlutastjórn að vinna störf sín.
Grænland Tengdar fréttir Allt í loft upp á Grænlandi eftir að Kielsen missti þingmeirihlutann Landsstjórn Grænlands missti í dag meirihluta sinn á grænlenska þinginu þegar einn þriggja stjórnarflokka, Demokraterne, tilkynnti óvænt að hann hefði sagt skilið við stjórnina. Formaður Demokraterne, Jens Frederik Nielsen, krafðist þess jafnframt að efnt yrði til nýrra þingkosninga. 8. febrúar 2021 18:45 Gengur hægt að bola Kim Kielsen úr starfi Kim Kielsen heldur enn stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands. Erik Jensen, sem fyrir tveimur mánuðum felldi Kielsen úr formannsstóli Siumut-flokksins, virðist hafa mistekist að sannfæra fulltrúa samstarfsflokkanna í landsstjórn Grænlands um að hann ætti jafnframt að setjast í forsæti landsstjórnarinnar. 24. janúar 2021 23:10 Freistar þess að koma Kim Kielsen frá völdum Formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, Erik Jensen, sem felldi Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember, freistar þess núna að ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. Grænlenska ríkisútvarpið KNR skýrir frá því að Erik haldi í dag frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokka um að hann taki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. 11. janúar 2021 12:14 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Allt í loft upp á Grænlandi eftir að Kielsen missti þingmeirihlutann Landsstjórn Grænlands missti í dag meirihluta sinn á grænlenska þinginu þegar einn þriggja stjórnarflokka, Demokraterne, tilkynnti óvænt að hann hefði sagt skilið við stjórnina. Formaður Demokraterne, Jens Frederik Nielsen, krafðist þess jafnframt að efnt yrði til nýrra þingkosninga. 8. febrúar 2021 18:45
Gengur hægt að bola Kim Kielsen úr starfi Kim Kielsen heldur enn stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands. Erik Jensen, sem fyrir tveimur mánuðum felldi Kielsen úr formannsstóli Siumut-flokksins, virðist hafa mistekist að sannfæra fulltrúa samstarfsflokkanna í landsstjórn Grænlands um að hann ætti jafnframt að setjast í forsæti landsstjórnarinnar. 24. janúar 2021 23:10
Freistar þess að koma Kim Kielsen frá völdum Formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, Erik Jensen, sem felldi Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember, freistar þess núna að ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. Grænlenska ríkisútvarpið KNR skýrir frá því að Erik haldi í dag frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokka um að hann taki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. 11. janúar 2021 12:14