Enn mistekst Erik Jensen að bola Kim Kielsen burt Kristján Már Unnarsson skrifar 9. febrúar 2021 23:27 Kim Kielsen og Erik Jensen meðan allt lék í lyndi á yfirborðinu innan Siumut-flokksins, stærsta stjórnmálaflokks Grænlands. Myndin var tekin á fótboltaleik í bænum Sisimiut sumarið 2017. Siumut Harðvítug valdabarátta um leiðtogahlutverkið á Grænlandi tók á sig nýja mynd í dag þegar Erik Jensen, formaður Siumut-flokksins, neyddist til að lýsa því yfir að honum hefði ekki tekist að fá neinn annan flokk í lið með sér til að mynda nýja landsstjórn. Þetta þýðir að Kim Kielsen heldur áfram stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands, þrátt fyrir að Erik Jensen hafi fellt hann úr formannssæti Siumut í nóvember. Eftir að einn þriggja stjórnarflokka, Demokraterne, sagði skilið við landsstjórnina í gær lýsti Kim Kielsen því yfir að stjórnin myndi sitja áfram sem minnihlutastjórn, þrátt fyrir að hún hafi núna aðeins 11 þingsæti af 31 á grænlenska þinginu. Formaður Demokraterne krafðist kosninga en Kielsen svaraði því til að það væri þingsins að ákveða slíkt. Erik Jensen tók við formennskunni í Siumut-flokknum í lok nóvember. Siumut Fljótlega eftir að Erik Jensen sigraði Kim Kielsen í formannsslag innan Siumut þann 30. nóvember lýsti hann því yfir að hann gerði einnig ráð fyrir að taka við forsæti landsstjórnarinnar. Fyrst reyndi hann um miðjan janúar að fá hina stjórnarflokkanna til að fallast á forsætisráðherraskipti. Þegar það reyndist árangurslaust hóf hann viðræður við forystumenn stjórnarandstöðuflokka um myndun nýrrar stjórnar. Í dag varð svo ljóst að enginn þeirra hafði áhuga á að ganga til stjórnarsamstarfs við Siumut-flokkinn undir stjórn Jensens, að því er fram kemur í Sermitsiaq. Þeir bera því meðal annars við í viðtali við KNR að flokkurinn sé óstjórntækur vegna innanbúðarátaka. Kim Kielsen heldur enn stöðu sinni sem leiðtogi Grænlands þrátt fyrir að hafa verið felldur úr formannssæti Siumut-flokksins.Siumut Hvort Kielsen takist að halda völdum sem leiðtogi Grænlands skýrist betur næstkomandi þriðjudag, þann 16. febrúar, þegar þingið kemur saman að nýju eftir vetrarhlé. Í frétt KNR í dag segir að enginn viti hvað þá muni gerast. Kielsen gæti sjálfur ákveðið að víkja friðsamlega en einnig gæti myndast meirihlutastuðningur við vantrauststillögu, sem þá þýddi kosningar. Kim Kielsen segist hins vegar engan áhuga hafa á að efna núna til þingkosninga. Hann vilji freista þess að halda áfram svo fremi að það sé mögulegt fyrir minnihlutastjórn að vinna störf sín. Grænland Tengdar fréttir Allt í loft upp á Grænlandi eftir að Kielsen missti þingmeirihlutann Landsstjórn Grænlands missti í dag meirihluta sinn á grænlenska þinginu þegar einn þriggja stjórnarflokka, Demokraterne, tilkynnti óvænt að hann hefði sagt skilið við stjórnina. Formaður Demokraterne, Jens Frederik Nielsen, krafðist þess jafnframt að efnt yrði til nýrra þingkosninga. 8. febrúar 2021 18:45 Gengur hægt að bola Kim Kielsen úr starfi Kim Kielsen heldur enn stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands. Erik Jensen, sem fyrir tveimur mánuðum felldi Kielsen úr formannsstóli Siumut-flokksins, virðist hafa mistekist að sannfæra fulltrúa samstarfsflokkanna í landsstjórn Grænlands um að hann ætti jafnframt að setjast í forsæti landsstjórnarinnar. 24. janúar 2021 23:10 Freistar þess að koma Kim Kielsen frá völdum Formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, Erik Jensen, sem felldi Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember, freistar þess núna að ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. Grænlenska ríkisútvarpið KNR skýrir frá því að Erik haldi í dag frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokka um að hann taki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. 11. janúar 2021 12:14 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Eftir að einn þriggja stjórnarflokka, Demokraterne, sagði skilið við landsstjórnina í gær lýsti Kim Kielsen því yfir að stjórnin myndi sitja áfram sem minnihlutastjórn, þrátt fyrir að hún hafi núna aðeins 11 þingsæti af 31 á grænlenska þinginu. Formaður Demokraterne krafðist kosninga en Kielsen svaraði því til að það væri þingsins að ákveða slíkt. Erik Jensen tók við formennskunni í Siumut-flokknum í lok nóvember. Siumut Fljótlega eftir að Erik Jensen sigraði Kim Kielsen í formannsslag innan Siumut þann 30. nóvember lýsti hann því yfir að hann gerði einnig ráð fyrir að taka við forsæti landsstjórnarinnar. Fyrst reyndi hann um miðjan janúar að fá hina stjórnarflokkanna til að fallast á forsætisráðherraskipti. Þegar það reyndist árangurslaust hóf hann viðræður við forystumenn stjórnarandstöðuflokka um myndun nýrrar stjórnar. Í dag varð svo ljóst að enginn þeirra hafði áhuga á að ganga til stjórnarsamstarfs við Siumut-flokkinn undir stjórn Jensens, að því er fram kemur í Sermitsiaq. Þeir bera því meðal annars við í viðtali við KNR að flokkurinn sé óstjórntækur vegna innanbúðarátaka. Kim Kielsen heldur enn stöðu sinni sem leiðtogi Grænlands þrátt fyrir að hafa verið felldur úr formannssæti Siumut-flokksins.Siumut Hvort Kielsen takist að halda völdum sem leiðtogi Grænlands skýrist betur næstkomandi þriðjudag, þann 16. febrúar, þegar þingið kemur saman að nýju eftir vetrarhlé. Í frétt KNR í dag segir að enginn viti hvað þá muni gerast. Kielsen gæti sjálfur ákveðið að víkja friðsamlega en einnig gæti myndast meirihlutastuðningur við vantrauststillögu, sem þá þýddi kosningar. Kim Kielsen segist hins vegar engan áhuga hafa á að efna núna til þingkosninga. Hann vilji freista þess að halda áfram svo fremi að það sé mögulegt fyrir minnihlutastjórn að vinna störf sín.
Grænland Tengdar fréttir Allt í loft upp á Grænlandi eftir að Kielsen missti þingmeirihlutann Landsstjórn Grænlands missti í dag meirihluta sinn á grænlenska þinginu þegar einn þriggja stjórnarflokka, Demokraterne, tilkynnti óvænt að hann hefði sagt skilið við stjórnina. Formaður Demokraterne, Jens Frederik Nielsen, krafðist þess jafnframt að efnt yrði til nýrra þingkosninga. 8. febrúar 2021 18:45 Gengur hægt að bola Kim Kielsen úr starfi Kim Kielsen heldur enn stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands. Erik Jensen, sem fyrir tveimur mánuðum felldi Kielsen úr formannsstóli Siumut-flokksins, virðist hafa mistekist að sannfæra fulltrúa samstarfsflokkanna í landsstjórn Grænlands um að hann ætti jafnframt að setjast í forsæti landsstjórnarinnar. 24. janúar 2021 23:10 Freistar þess að koma Kim Kielsen frá völdum Formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, Erik Jensen, sem felldi Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember, freistar þess núna að ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. Grænlenska ríkisútvarpið KNR skýrir frá því að Erik haldi í dag frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokka um að hann taki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. 11. janúar 2021 12:14 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Allt í loft upp á Grænlandi eftir að Kielsen missti þingmeirihlutann Landsstjórn Grænlands missti í dag meirihluta sinn á grænlenska þinginu þegar einn þriggja stjórnarflokka, Demokraterne, tilkynnti óvænt að hann hefði sagt skilið við stjórnina. Formaður Demokraterne, Jens Frederik Nielsen, krafðist þess jafnframt að efnt yrði til nýrra þingkosninga. 8. febrúar 2021 18:45
Gengur hægt að bola Kim Kielsen úr starfi Kim Kielsen heldur enn stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands. Erik Jensen, sem fyrir tveimur mánuðum felldi Kielsen úr formannsstóli Siumut-flokksins, virðist hafa mistekist að sannfæra fulltrúa samstarfsflokkanna í landsstjórn Grænlands um að hann ætti jafnframt að setjast í forsæti landsstjórnarinnar. 24. janúar 2021 23:10
Freistar þess að koma Kim Kielsen frá völdum Formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, Erik Jensen, sem felldi Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember, freistar þess núna að ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. Grænlenska ríkisútvarpið KNR skýrir frá því að Erik haldi í dag frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokka um að hann taki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. 11. janúar 2021 12:14