FIFA segir nei við Cloé Eyju og Ísland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2021 09:30 Cloé Eyja Lacasse er mikill markaskorari og gæti svo sannarlega hjálpað íslenska landsliðinu. Instagram/@cloe_lacasse Íslenska-kanadíska knattspyrnukonan Cloé Eyja Lacasse fær ekki leikheimild með íslenska kvennalandsliðinu því Alþjóða knattspyrnusambandið segir að hún hafi ekki verið nógu lengi á Íslandi. Cloé Eyja Lacasse hefur verið íslenskur ríkisborgari í að verða tvö ár en hefur ekki fengið að spila með íslenska A-landsliðinu. Ástæðan er stífni FIFA sem segir nei. Vandamálið tengist dvalartíma Cloé Eyju á Íslandi og litlar líkur eru taldar á því að hún fá einhvern tímann leyfi til að spila með íslenska landsliðinu. Cloé Eyja Lacasse er kanadísk en fékk íslenskan ríkisborgararétt um mitt ár 2019. Hún spilað í fjögur tímabil með ÍBV í Pepsi Max deildinni en samdi við portúgalska félagið Benfica síðla sumars 2019. Fréttablaðið fjallar um mál Lacasse og fékk þar staðfestingu á stöðu mála frá Hauki Hinrikssyni sem er yfirlögfræðingur KSÍ og sér um leyfismálin. View this post on Instagram A post shared by Sport Lisboa e Benfica (@slbenficafeminino) Samkvæmt reglum Alþjóða knattspyrnusambandsins þá þurfa einstaklingar að búa í fimm ár samfleytt í ríkinu til þess að fá heimild til að fá að leika fyrir landsliðið en Cloé náði því ekki fyrir félagsskipti sín til Benfica í Portúgal. KSÍ sendi fyrirspurn inn til FIFA hvort að félagsskipti hennar milli landa yrðu til þess að samfleytt dvöl teldist rofin og staðfesti FIFA að svo væri. Samkvæmt því þyrfi Cloé því að dvelja í fimm ár á Íslandi á ný til að öðlast keppnisrétt fyrir hönd íslenska landsliðsins. Cloé Eyja Lacasse varð bikarmeistari með ÍBV og skoraði alls 54 mörk í 79 deildarleikjum með Eyjaliðinu frá 2015 til 2019. Hún hefur raðað inn mörkum með Benfica liðinu eða 34 mörk í 26 deildarleikjum á einu og hálfu tímabili. View this post on Instagram A post shared by Sport Lisboa e Benfica (@slbenficafeminino) EM 2021 í Englandi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Cloé Eyja Lacasse hefur verið íslenskur ríkisborgari í að verða tvö ár en hefur ekki fengið að spila með íslenska A-landsliðinu. Ástæðan er stífni FIFA sem segir nei. Vandamálið tengist dvalartíma Cloé Eyju á Íslandi og litlar líkur eru taldar á því að hún fá einhvern tímann leyfi til að spila með íslenska landsliðinu. Cloé Eyja Lacasse er kanadísk en fékk íslenskan ríkisborgararétt um mitt ár 2019. Hún spilað í fjögur tímabil með ÍBV í Pepsi Max deildinni en samdi við portúgalska félagið Benfica síðla sumars 2019. Fréttablaðið fjallar um mál Lacasse og fékk þar staðfestingu á stöðu mála frá Hauki Hinrikssyni sem er yfirlögfræðingur KSÍ og sér um leyfismálin. View this post on Instagram A post shared by Sport Lisboa e Benfica (@slbenficafeminino) Samkvæmt reglum Alþjóða knattspyrnusambandsins þá þurfa einstaklingar að búa í fimm ár samfleytt í ríkinu til þess að fá heimild til að fá að leika fyrir landsliðið en Cloé náði því ekki fyrir félagsskipti sín til Benfica í Portúgal. KSÍ sendi fyrirspurn inn til FIFA hvort að félagsskipti hennar milli landa yrðu til þess að samfleytt dvöl teldist rofin og staðfesti FIFA að svo væri. Samkvæmt því þyrfi Cloé því að dvelja í fimm ár á Íslandi á ný til að öðlast keppnisrétt fyrir hönd íslenska landsliðsins. Cloé Eyja Lacasse varð bikarmeistari með ÍBV og skoraði alls 54 mörk í 79 deildarleikjum með Eyjaliðinu frá 2015 til 2019. Hún hefur raðað inn mörkum með Benfica liðinu eða 34 mörk í 26 deildarleikjum á einu og hálfu tímabili. View this post on Instagram A post shared by Sport Lisboa e Benfica (@slbenficafeminino)
EM 2021 í Englandi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira