Árlegur lestur Passíusálmanna Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 10. febrúar 2021 08:30 Árlegur lestur Passíusálmanna í Ríkisútvarpinu hófst í síðustu viku og verða þeir að öllu óbreyttu lesnir fram að páskum. Þessi hefð hefur verið við lýði síðan árið 1944. Eins miklar mætur og ég hef á íslensku máli og menningu er ég algjörlega mótfallinn þessari hefð. Það má vera að Passíusálmarnir séu vel ortir en það breytir ekki þeirri staðreynd að þeir eru uppfullir af stæku Gyðingahatri. Ríkisútvarpinu hefur borist fjöldi ábendinga í gegnum tíðina um særandi efnistök sálmanna, meðal annars frá stofnun Simon Wiesenthal, en þær ábendingar hafa hingað til fallið í grýttan jarðveg. Ákveðinn hluti landsmanna virðist túlka alla hvatningu til þess að hætta flutningi sálmanna sem aðför að íslenskri menningu. Þá virðist litlu máli skipta að sálmarnir vegi alvarlega að minnihlutahópi sem hefur í rúm tvö árþúsund átt undir högg að sækja víða um heim, meðal annars vegna orðræðu af nákvæmlega sama tagi og er að finna í sálmunum. Í því samhengi langar mig að hvetja lesendur til að íhuga vandlega eftirfarandi textabrot og spyrja sig hvaða erindi þau eigi í útvarp allra landsmanna: „Orðum hans ekki treystu illgjarnir Júðar þeir.“ „Svoddan virðingu vildu hann vondir Gyðingar sneyða.“ „Gyðinga hörð var heiftin beisk, hjartans blindleiki og villan treisk.“ „Nakinn Jesúm á jörðu Júðar krossfestu þar með heiftar sinni hörðu.“ Þetta eru aðeins nokkur af mýmörgum dæmum Gyðingahaturs í Passíusálmunum. Dæmin eru þess eðlis að það er erfitt að skilja hvernig réttlæta megi árlegan lestur þeirra með vísun í sögulegt samhengi og menningarlegt gildi. Væri virkilega svo mikill missir af lestri Passíusálmanna í ríkisútvarpinu? Það er vart hægt að segja að það sé skortur á frábærum íslenskum bókmenntaverkum sem hægt væri að flytja í þeirra stað. Þjóðmenning okkar Íslendinga hlýtur að standa á traustari grunni en svo að hún standi og falli með lestri Passíusálmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Ríkisútvarpið Trúmál Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Árlegur lestur Passíusálmanna í Ríkisútvarpinu hófst í síðustu viku og verða þeir að öllu óbreyttu lesnir fram að páskum. Þessi hefð hefur verið við lýði síðan árið 1944. Eins miklar mætur og ég hef á íslensku máli og menningu er ég algjörlega mótfallinn þessari hefð. Það má vera að Passíusálmarnir séu vel ortir en það breytir ekki þeirri staðreynd að þeir eru uppfullir af stæku Gyðingahatri. Ríkisútvarpinu hefur borist fjöldi ábendinga í gegnum tíðina um særandi efnistök sálmanna, meðal annars frá stofnun Simon Wiesenthal, en þær ábendingar hafa hingað til fallið í grýttan jarðveg. Ákveðinn hluti landsmanna virðist túlka alla hvatningu til þess að hætta flutningi sálmanna sem aðför að íslenskri menningu. Þá virðist litlu máli skipta að sálmarnir vegi alvarlega að minnihlutahópi sem hefur í rúm tvö árþúsund átt undir högg að sækja víða um heim, meðal annars vegna orðræðu af nákvæmlega sama tagi og er að finna í sálmunum. Í því samhengi langar mig að hvetja lesendur til að íhuga vandlega eftirfarandi textabrot og spyrja sig hvaða erindi þau eigi í útvarp allra landsmanna: „Orðum hans ekki treystu illgjarnir Júðar þeir.“ „Svoddan virðingu vildu hann vondir Gyðingar sneyða.“ „Gyðinga hörð var heiftin beisk, hjartans blindleiki og villan treisk.“ „Nakinn Jesúm á jörðu Júðar krossfestu þar með heiftar sinni hörðu.“ Þetta eru aðeins nokkur af mýmörgum dæmum Gyðingahaturs í Passíusálmunum. Dæmin eru þess eðlis að það er erfitt að skilja hvernig réttlæta megi árlegan lestur þeirra með vísun í sögulegt samhengi og menningarlegt gildi. Væri virkilega svo mikill missir af lestri Passíusálmanna í ríkisútvarpinu? Það er vart hægt að segja að það sé skortur á frábærum íslenskum bókmenntaverkum sem hægt væri að flytja í þeirra stað. Þjóðmenning okkar Íslendinga hlýtur að standa á traustari grunni en svo að hún standi og falli með lestri Passíusálmanna.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar