Körfubolti

Hollenskur landsliðsmaður til Hattar

Sindri Sverrisson skrifar
Bryan Alberts lék með Gonzaga og Long Beach State í bandaríska háskólakörfuboltanum.
Bryan Alberts lék með Gonzaga og Long Beach State í bandaríska háskólakörfuboltanum.

Nýliðar Hattar í Dominos-deild karla í körfubolta hafa bætt við sig hollenskum landsliðsmanni. Sá heitir Bryan Alberts og lék síðast í sænsku úrvalsdeildinni.

Alberts er bandarískur en með hollenskt ríkisfang og lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2016. Hann er 26 ára gamall og lék síðast með Djurgården sem féll úr sænsku úrvalsdeildinni í fyrra. Þar skoraði hann 11,2 stig að meðaltali í leik.

„Þetta er bara góður bakvörður, skotmaður, sem mun koma til með að þétta raðirnar hjá okkur fyrir seinni hlutann,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar.

Höttur er þar með með sex erlenda leikmenn í sínum hópi; Bandaríkjamanninn Michael Mallory, Króatana Matej Karlovic og Dino Stipcic, og Spánverjana David Guardia og Juan Luis. Stipcic, Karlovic og Guardia léku allir með liðinu í fyrra þegar það vann sér sæti í Dominos-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×