Breytingar á reglugerð Andrea Þórey Hjaltadóttir skrifar 10. febrúar 2021 20:01 Í upphafi árs tóku gildi breytingar á reglugerð sem kveður á um að nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar þurfa, þrátt fyrir starfsleyfi frá landlækni, að starfa í 2 ár á heilbrigðisstofnunum í a.m.k. 80% starfshlutfalli áður en þeir fá að starfa sem sjálfstæðir sjúkraþjálfarar á stofu. Ég ásamt samnemendum mínum sendum bréf til heilbrigðisráðherra þar sem óskað var eftir svörum er varða atvinnufrelsi og starfsöryggi okkar að námi loknu. Beðið var um faglegar útskýringar og viðraðar voru áhyggjur okkar af áhrifum þessara breytinga á skjólstæðinga. Staðan er sú að þúsundir manns eru á biðlista eftir að komast að hjá sjúkraþjálfurum á stofum og ef biðin eykst enn frekar mun það leiða til enn frekari heilsufarsvandamála eins og gefur að skilja. Í bréfinu segir m.a.: „ Hluti tilvonandi sjúkraþjálfara hefur áhuga á að vinna á heilbrigðisstofnun en ekki allir, enda áhugasvið þeirra fjölbreytt, sem betur fer. Hvar stæði annars stétt sjúkraþjálfara og þjónustuþegar hennar ef áhugasvið starfandi sjúkraþjálfara, og sú fjölbreytta þjónusta sem stendur landsmönnum til boða í kjölfarið, væru ekki jafn ólík og raun ber vitni. Þó svo að allir þeir 30 nemar sem munu útskrifast í vor hefðu áhuga á að starfa á heilbrigðisstofnun er spurning hvort fjöldi lausra staða sé nægur til að tryggja að allir fái vinnu“. Vert er að benda á að þjónusta sjúkraþjálfara á stofnunum er gjarnan gjörólík þeirri þjónustu sem veitt er á einkareknum stofum og þarf ekki að vera samhengi á milli þess að hljóta reynslu af sjúkraþjálfarastörfum á stofnunum sem nýtist endilega við störf á einkareknum stofum. Bréfinu er svarað af hálfu heilbrigðisráðherra og þar er sérstaklega vísað í lagasetningar að yfirvöld megi gera þessar breytingar en lítið sem ekkert sagt um afhverju þeir gera þetta. Í bréfinu kemur einnig fram að „ sjúkraþjálfarar, sem uppfylla ekki skilyrði um tveggja ára starfsreynslu, halda starfsréttindum sínum og geta áfram stofnað eigin rekstur en þá án greiðsluþátttöku frá ríkinu fyrstu tvö árin“. Hér eru heilbrigðisyfirvöld að einkavæða hluta sjúkraþjálfunar á Íslandi. Margir tala frammi fyrir því að allir eigi að hafa jafnan rétt á heilbrigðisþjónustu en með þessu er ekki verið að stuðla að jafnrétti. Skjólstæðingar þessarar sjúkraþjálfunar fá ekki niðurgreiðslu frá ríkinu og með fleiri þúsund manns á biðlista er hætta á að einherjir neyðist til að fara þessa kostnaðarsömu leið. Áhrifin af þessu, líkt og hjá talmeinafræðingum, eru einna verst á landsbyggðinni. Ráðherra talar annars vegar fyrir mikilvægi þess að efla heilbrigðisþjónustuna á landsbyggðinni en gerir hins vegar allt til að tefja fyrir að fólk geti komist til síns heima eftir nám til að sinna þeim skjólstæðingum sem þar eru. Vert er að taka fram að nokkrir af mínum samnemendum hyggðust flytja út á land til að vinna sem sjúkraþjálfarar en vegna þessara breytinga er óvíst hvort sá möguleiki sé hreinlega fyrir hendi. Hér er vegið að atvinnuréttindum nýútskrifaðra sjúkraþjálfara. Eftir 5 ára háskólanám, með meistaragráðu í sjúkraþjálfun og starfsleyfi frá landlækni er það óskiljanlegt afhverju ráðherra tekur framfyrir hendurnar á landlækni með því að setja þessu starfsleyfi skorður. Faglegu rökin eru engin þar sem tekið er fram að „áfram er nýútskrifuðum heimilt að taka til sín skjólstæðinga samkvæmt leyfi frá landlækni en sjúkratryggingar munu ekki greiða fyrir það“. Nú í ár eru 40 ár frá því fyrstu sjúkraþjálfarar útskrifuðust frá Háskóla Íslands. Þetta þýðir að nú um mundir eru fyrstu stóru árgangarnir að fara af vinnumarkaði og því er nýliðunarþörfin mikil og verður mikil næstu árin. Þetta gerir stöðu almennings og þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda enn verri og biðlistar munu aukast enn frekar. Höfundur er nemi í sjúkraþjálfun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Barátta í áratugi fyrir auknu starfsnámi Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi árs tóku gildi breytingar á reglugerð sem kveður á um að nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar þurfa, þrátt fyrir starfsleyfi frá landlækni, að starfa í 2 ár á heilbrigðisstofnunum í a.m.k. 80% starfshlutfalli áður en þeir fá að starfa sem sjálfstæðir sjúkraþjálfarar á stofu. Ég ásamt samnemendum mínum sendum bréf til heilbrigðisráðherra þar sem óskað var eftir svörum er varða atvinnufrelsi og starfsöryggi okkar að námi loknu. Beðið var um faglegar útskýringar og viðraðar voru áhyggjur okkar af áhrifum þessara breytinga á skjólstæðinga. Staðan er sú að þúsundir manns eru á biðlista eftir að komast að hjá sjúkraþjálfurum á stofum og ef biðin eykst enn frekar mun það leiða til enn frekari heilsufarsvandamála eins og gefur að skilja. Í bréfinu segir m.a.: „ Hluti tilvonandi sjúkraþjálfara hefur áhuga á að vinna á heilbrigðisstofnun en ekki allir, enda áhugasvið þeirra fjölbreytt, sem betur fer. Hvar stæði annars stétt sjúkraþjálfara og þjónustuþegar hennar ef áhugasvið starfandi sjúkraþjálfara, og sú fjölbreytta þjónusta sem stendur landsmönnum til boða í kjölfarið, væru ekki jafn ólík og raun ber vitni. Þó svo að allir þeir 30 nemar sem munu útskrifast í vor hefðu áhuga á að starfa á heilbrigðisstofnun er spurning hvort fjöldi lausra staða sé nægur til að tryggja að allir fái vinnu“. Vert er að benda á að þjónusta sjúkraþjálfara á stofnunum er gjarnan gjörólík þeirri þjónustu sem veitt er á einkareknum stofum og þarf ekki að vera samhengi á milli þess að hljóta reynslu af sjúkraþjálfarastörfum á stofnunum sem nýtist endilega við störf á einkareknum stofum. Bréfinu er svarað af hálfu heilbrigðisráðherra og þar er sérstaklega vísað í lagasetningar að yfirvöld megi gera þessar breytingar en lítið sem ekkert sagt um afhverju þeir gera þetta. Í bréfinu kemur einnig fram að „ sjúkraþjálfarar, sem uppfylla ekki skilyrði um tveggja ára starfsreynslu, halda starfsréttindum sínum og geta áfram stofnað eigin rekstur en þá án greiðsluþátttöku frá ríkinu fyrstu tvö árin“. Hér eru heilbrigðisyfirvöld að einkavæða hluta sjúkraþjálfunar á Íslandi. Margir tala frammi fyrir því að allir eigi að hafa jafnan rétt á heilbrigðisþjónustu en með þessu er ekki verið að stuðla að jafnrétti. Skjólstæðingar þessarar sjúkraþjálfunar fá ekki niðurgreiðslu frá ríkinu og með fleiri þúsund manns á biðlista er hætta á að einherjir neyðist til að fara þessa kostnaðarsömu leið. Áhrifin af þessu, líkt og hjá talmeinafræðingum, eru einna verst á landsbyggðinni. Ráðherra talar annars vegar fyrir mikilvægi þess að efla heilbrigðisþjónustuna á landsbyggðinni en gerir hins vegar allt til að tefja fyrir að fólk geti komist til síns heima eftir nám til að sinna þeim skjólstæðingum sem þar eru. Vert er að taka fram að nokkrir af mínum samnemendum hyggðust flytja út á land til að vinna sem sjúkraþjálfarar en vegna þessara breytinga er óvíst hvort sá möguleiki sé hreinlega fyrir hendi. Hér er vegið að atvinnuréttindum nýútskrifaðra sjúkraþjálfara. Eftir 5 ára háskólanám, með meistaragráðu í sjúkraþjálfun og starfsleyfi frá landlækni er það óskiljanlegt afhverju ráðherra tekur framfyrir hendurnar á landlækni með því að setja þessu starfsleyfi skorður. Faglegu rökin eru engin þar sem tekið er fram að „áfram er nýútskrifuðum heimilt að taka til sín skjólstæðinga samkvæmt leyfi frá landlækni en sjúkratryggingar munu ekki greiða fyrir það“. Nú í ár eru 40 ár frá því fyrstu sjúkraþjálfarar útskrifuðust frá Háskóla Íslands. Þetta þýðir að nú um mundir eru fyrstu stóru árgangarnir að fara af vinnumarkaði og því er nýliðunarþörfin mikil og verður mikil næstu árin. Þetta gerir stöðu almennings og þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda enn verri og biðlistar munu aukast enn frekar. Höfundur er nemi í sjúkraþjálfun.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun