„Sannleikurinn er ákjósanlegastur, en þó ekki ómissandi“ Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 13:32 Í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi var fjallað um veiðigjald, en á liðnu ári var það 4,8 milljarðar króna. Fjárhæðin lá fyrir í upphafi árs og sú fjárhæð var í samræmi við það sem áætlað var í upphafi. Af einhverjum ástæðum þóttu þetta nú sérstök tíðindi og nauðsynlegt að veita varaformanni Viðreisnar víðfeðmt svigrúm til að ræða við fréttamann og þjóðina um þessi gömlu tíðindi. Það væri óskandi að fjölmiðlar fjölluðu sem oftast um veiðigjald í sjávarútvegi, enda gæti vönduð umfjöllun vonandi aukið skilning fólks á því hvaða verðmæti verða til í sjávarútvegi og hvernig arðinum er dreift. Fyrrgreind frétt Stöðvar tvö bar þess því miður engin merki og verður ekki annað séð en að fyrirsögnin á þessari grein hafi þar verið leiðarstefið. Í fréttinni var því haldið fram að álagning veiðigjaldsins hefði lækkað liðin ár. Þetta er rangt. Álagningin hefur verið óbreytt umliðin ár eða 33% af afkomu fiskveiða. Fjárhæðin hefur hins vegar tekið breytingum – enda tekur afkoma breytingum frá einu ári til annars. Í fréttinni var fjallað um hagnað einstakra fyrirtækja í sjávarútvegi árið 2019 og að veiðigjaldið væri „aðeins einn tíundi af hagnaði“. Þetta fannst fréttamanni og viðmælanda auðsýnlega of lágt. Þessi framsetning stenst ekki skoðun. Veiðigjald er gjald fyrir nýtingu sjávarauðlindar. Sá sem veiðir og selur fisk til vinnslu eða á fiskmarkaði nýtir auðlind og greiðir því nefnt gjald. Sá gjaldstofn sem veiðigjaldið byggist á er því afkoma af veiðum – ekki afkoma af fiskvinnslu eða sölu. Fiskvinnslur greiða ekki veiðigjald og sölufyrirtæki greiða ekki veiðigjald. Afkoma í slíkri starfsemi myndar því ekki stofn til álagningar veiðigjalds. Með því að bera veiðigjald saman við heildarhagnað sjávarútvegsfyrirtækja er því verið að þvæla inn afkomu fyrirtækjanna af starfsemi sem felst ekki í nýtingu auðlindar. Svo það sé enn á ný áréttað, þá greiðir sjávarútvegur þriðjung af afkomu fiskveiða í veiðigjald, líkt og lög bjóða, en ekki einn tíunda. Það hlýtur hver að sjá, að umræða í þessa veru er hvorki rétt né sanngjörn. Enda var henni kannski ekki ætlað að vera það. Ástæða þess að veiðigjald árið 2020 er lægra en það var árið 2018 og 2019 er vegna þess að afkoma í fiskveiðum árið 2018, sem veiðigjald árið 2020 byggist á, var einfaldlega léleg. Sterkt gengi krónu var þar stór áhrifavaldur. Á vef Hagstofunnar má meðal annars afla sér upplýsinga um að hreinn hagnaður fiskveiða (EBT) árið 2018 var tæplega 10 milljarðar króna, en árið 2019 var hann orðinn ríflega 20 milljarðar króna. Miklar sveiflur í áhættusömum rekstri skýra sveiflur í veiðigjaldi. Til frekari fróðleiks má einnig benda á nýlega grein eftir mig, sem birtist í Morgunblaðinu í janúar, um sveiflur í fjárhæð veiðigjalds: Varaformaður Viðreisnar, sem stefnir inn á Alþingi, lét það eftir sér að breyting á stjórnarskrá gæti fært þessi mál til betri vegar. Það kann að stafa af kunnáttuleysi varaformannsins á stjórnskipunarlögum, að hann skuli halda slíku fram. En staðreyndin er þessi: Gjaldtaka af nýtingu sjávarauðlindarinnar hefur ekkert með stjórnarskrá að gera. Ef löggjafinn vill breyta gjaldtökunni, þá hefur hann til þess fullt vald – og hann hefur raunar oftsinnis breytt gjaldtöku af nýtingu sjávarauðlindarinnar allt frá því hún var sett á árið 2004. Ekki síður vakti athygli sú staðhæfing varaformanns Viðreisnar, að reynsla nágrannalanda gæfi betri raun en sú íslenska. Stutta svarið við þessari rangfærslu er sú að engin þjóð nýtur víðlíka arðs af sjávarauðlindinni og sú íslenska. Auðlindagjald er aðeins einn þáttur, en heildarverðmætið sem samfélagið allt nýtur góðs af hlýtur að vera hinn eini rétti mælikvarði. Þar undir falla meðal annars tekjuskattur, aflagjald, há framleiðni fjármagns og vinnuafls, aukin nýting og vinnsla hráefnis, margföldunaráhrif í tengdum greinum í tækni og nýsköpun, góð og vel launuð störf allt árið um kring, auk hins títtnefnda veiðigjalds. Varaformaður Viðreisnar lét raunar hafa eftir sér í viðtali árið 2017, að enginn sjávarútvegur í heiminum hafi skapað meiri verðmæti úr hráefni en íslenskur sjávarútvegur. Nú virðist hann hafa numið áður óþekkt nágrannaland. Það væri sannanlega gagnlegt að heyra af þesum merkilega landafundi, en fréttamaður spurði auðvitað einskis. Við varaformaður Viðreisnar erum vafalaust sammála um, að hin ágallalausa leið til sértækrar skattlagningar af nýtingu sjávarauðlindar er ekki til. Þetta er einfaldlega snúið. Við höfum rætt þessi mál oftsinnis og náðum, að ég taldi, ágætum samhljóm um það hvaða agnúa mætti sníða af aðferðinni þegar breytingar voru til meðferðar á Alþingi fyrir ríflega tveimur árum. Sjálfur hefur varaformaður Viðreisnar látið hafa eftir sér, í áðurgreindu viðtali árið 2017, að menn hafi séð töluverðum ofsjónum yfir hagnaði í sjávarútvegi og að veiðigjald verði aldrei neinn meiriháttar tekjustofn fyrir ríkið. Nú heyrist mér að varaformaðurinn hafi fengið aðra og áður óþekkta sýn á þessa hluti. Mönnum er að sjálfsögðu frjálst að skipta um skoðun, en það hefði verið gagnlegt að heyra hvað hafi valdið þessum sinnaskiptum, en fréttamaður spurði enn á ný einskis. Það er sjálfsagt að óska varaformanni Viðreisnar velfarnaðar í vegferðinni framundan; úr Háskóla Íslands inn á Alþingi. Ábyrgð þeirra sem veljast á þing er mikil og mannlegt er að skrika fótur við og við. Mesta trausts njóta hins vegar þeir sem samkvæmir eru sjálfum sér. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Austurland í gíslingu..? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kennarar á krossgötum Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun skrifar Skoðun Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi var fjallað um veiðigjald, en á liðnu ári var það 4,8 milljarðar króna. Fjárhæðin lá fyrir í upphafi árs og sú fjárhæð var í samræmi við það sem áætlað var í upphafi. Af einhverjum ástæðum þóttu þetta nú sérstök tíðindi og nauðsynlegt að veita varaformanni Viðreisnar víðfeðmt svigrúm til að ræða við fréttamann og þjóðina um þessi gömlu tíðindi. Það væri óskandi að fjölmiðlar fjölluðu sem oftast um veiðigjald í sjávarútvegi, enda gæti vönduð umfjöllun vonandi aukið skilning fólks á því hvaða verðmæti verða til í sjávarútvegi og hvernig arðinum er dreift. Fyrrgreind frétt Stöðvar tvö bar þess því miður engin merki og verður ekki annað séð en að fyrirsögnin á þessari grein hafi þar verið leiðarstefið. Í fréttinni var því haldið fram að álagning veiðigjaldsins hefði lækkað liðin ár. Þetta er rangt. Álagningin hefur verið óbreytt umliðin ár eða 33% af afkomu fiskveiða. Fjárhæðin hefur hins vegar tekið breytingum – enda tekur afkoma breytingum frá einu ári til annars. Í fréttinni var fjallað um hagnað einstakra fyrirtækja í sjávarútvegi árið 2019 og að veiðigjaldið væri „aðeins einn tíundi af hagnaði“. Þetta fannst fréttamanni og viðmælanda auðsýnlega of lágt. Þessi framsetning stenst ekki skoðun. Veiðigjald er gjald fyrir nýtingu sjávarauðlindar. Sá sem veiðir og selur fisk til vinnslu eða á fiskmarkaði nýtir auðlind og greiðir því nefnt gjald. Sá gjaldstofn sem veiðigjaldið byggist á er því afkoma af veiðum – ekki afkoma af fiskvinnslu eða sölu. Fiskvinnslur greiða ekki veiðigjald og sölufyrirtæki greiða ekki veiðigjald. Afkoma í slíkri starfsemi myndar því ekki stofn til álagningar veiðigjalds. Með því að bera veiðigjald saman við heildarhagnað sjávarútvegsfyrirtækja er því verið að þvæla inn afkomu fyrirtækjanna af starfsemi sem felst ekki í nýtingu auðlindar. Svo það sé enn á ný áréttað, þá greiðir sjávarútvegur þriðjung af afkomu fiskveiða í veiðigjald, líkt og lög bjóða, en ekki einn tíunda. Það hlýtur hver að sjá, að umræða í þessa veru er hvorki rétt né sanngjörn. Enda var henni kannski ekki ætlað að vera það. Ástæða þess að veiðigjald árið 2020 er lægra en það var árið 2018 og 2019 er vegna þess að afkoma í fiskveiðum árið 2018, sem veiðigjald árið 2020 byggist á, var einfaldlega léleg. Sterkt gengi krónu var þar stór áhrifavaldur. Á vef Hagstofunnar má meðal annars afla sér upplýsinga um að hreinn hagnaður fiskveiða (EBT) árið 2018 var tæplega 10 milljarðar króna, en árið 2019 var hann orðinn ríflega 20 milljarðar króna. Miklar sveiflur í áhættusömum rekstri skýra sveiflur í veiðigjaldi. Til frekari fróðleiks má einnig benda á nýlega grein eftir mig, sem birtist í Morgunblaðinu í janúar, um sveiflur í fjárhæð veiðigjalds: Varaformaður Viðreisnar, sem stefnir inn á Alþingi, lét það eftir sér að breyting á stjórnarskrá gæti fært þessi mál til betri vegar. Það kann að stafa af kunnáttuleysi varaformannsins á stjórnskipunarlögum, að hann skuli halda slíku fram. En staðreyndin er þessi: Gjaldtaka af nýtingu sjávarauðlindarinnar hefur ekkert með stjórnarskrá að gera. Ef löggjafinn vill breyta gjaldtökunni, þá hefur hann til þess fullt vald – og hann hefur raunar oftsinnis breytt gjaldtöku af nýtingu sjávarauðlindarinnar allt frá því hún var sett á árið 2004. Ekki síður vakti athygli sú staðhæfing varaformanns Viðreisnar, að reynsla nágrannalanda gæfi betri raun en sú íslenska. Stutta svarið við þessari rangfærslu er sú að engin þjóð nýtur víðlíka arðs af sjávarauðlindinni og sú íslenska. Auðlindagjald er aðeins einn þáttur, en heildarverðmætið sem samfélagið allt nýtur góðs af hlýtur að vera hinn eini rétti mælikvarði. Þar undir falla meðal annars tekjuskattur, aflagjald, há framleiðni fjármagns og vinnuafls, aukin nýting og vinnsla hráefnis, margföldunaráhrif í tengdum greinum í tækni og nýsköpun, góð og vel launuð störf allt árið um kring, auk hins títtnefnda veiðigjalds. Varaformaður Viðreisnar lét raunar hafa eftir sér í viðtali árið 2017, að enginn sjávarútvegur í heiminum hafi skapað meiri verðmæti úr hráefni en íslenskur sjávarútvegur. Nú virðist hann hafa numið áður óþekkt nágrannaland. Það væri sannanlega gagnlegt að heyra af þesum merkilega landafundi, en fréttamaður spurði auðvitað einskis. Við varaformaður Viðreisnar erum vafalaust sammála um, að hin ágallalausa leið til sértækrar skattlagningar af nýtingu sjávarauðlindar er ekki til. Þetta er einfaldlega snúið. Við höfum rætt þessi mál oftsinnis og náðum, að ég taldi, ágætum samhljóm um það hvaða agnúa mætti sníða af aðferðinni þegar breytingar voru til meðferðar á Alþingi fyrir ríflega tveimur árum. Sjálfur hefur varaformaður Viðreisnar látið hafa eftir sér, í áðurgreindu viðtali árið 2017, að menn hafi séð töluverðum ofsjónum yfir hagnaði í sjávarútvegi og að veiðigjald verði aldrei neinn meiriháttar tekjustofn fyrir ríkið. Nú heyrist mér að varaformaðurinn hafi fengið aðra og áður óþekkta sýn á þessa hluti. Mönnum er að sjálfsögðu frjálst að skipta um skoðun, en það hefði verið gagnlegt að heyra hvað hafi valdið þessum sinnaskiptum, en fréttamaður spurði enn á ný einskis. Það er sjálfsagt að óska varaformanni Viðreisnar velfarnaðar í vegferðinni framundan; úr Háskóla Íslands inn á Alþingi. Ábyrgð þeirra sem veljast á þing er mikil og mannlegt er að skrika fótur við og við. Mesta trausts njóta hins vegar þeir sem samkvæmir eru sjálfum sér. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun