Fyrirspurnum um rasslyftingu hefur fjölgað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 18:13 Kim Kardashian hefur komið af stað tískubylgju. instagram Rúmmálsaukandi aðgerðum á rasskinnum hefur fjölgað um 77,6 prósent á heimsvísu frá árinu 2015 og segir íslenskur lýtalæknir aðgerðunum einnig hafa fjölgað hér á landi. Margir vilja rekja vinsældir þessara aðgerða til raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian, sem hefur verið ófeimin við að sýna stóran og myndarlegan rassinn. Rúmmálsaukandi aðgerðir á rasskinnum, eða Brazilian butt lift, eins og þær eru kallaðar erlendis, eru framkvæmdar þannig að fitu úr öðrum líkamshlutum er sprautað í rasskinnarnar í von um að stækka hann án þess að púðum sé komið fyrir. Guðmundur Már Stefánsson, lýtalæknir á Domus Medica, segir í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að fyrirspurnum um slíkar aðgerðir hafi fjölgað gífurlega á undanförnum árum. „Ég get ekki neitað því að síðustu ár þá hafa verið vaxandi fyrirspurnir um svona aðgerðir, rúmmálsaukandi aðgerðir á rasskinnum, stækkun á rasskinnum. Það hefur fjölgað fyrirspurnum en þetta er nú ekki stór hluti af okkar viðfangsefnum, alla vega ekki enn þá,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir það stundum ekki duga og þá þurfi stundum að setja sílíkonpúða með ef rasskinnarnar eru mjög rýrar. „Til dæmis eftir mikla megrun eða með vaxandi aldri, við vitum það að með vaxandi aldri rýrna hlutirnir. Þá þarf stundum að gera samtvinnaðar aðgerðir, bæði setja sílíkonfyllingar og fitu. Brazilian butt lift er hins vegar nafn á aðgerð þar sem einungis er flutt fita,“ segir Guðmundur. Hann segir brasilíska rasslyftingu áhættuminni og einfaldari aðgerð en þegar þurfi að setja sílíkonpúða með. Fleiri aukaverkanir fylgi sílíkonpúðunum en hann segir þó ekki mega gleyma því að öllum svona aðgerðum fylgir áhætta. „Helstu áhætturnar við svona aðgerðir eru blæðingar, mar, sýkingar en það er þekkt að það geta orðið alvarlegar aukaverkanir eftir svona aðgerðir í örfáum tilfellum,“ segir Guðmundur. Það séu hins vegar ekki nema 0,3 prósent svona aðgerða sem leiði til alvarlegra aukaverkana en þær geti verið blóðtappi í lungum og hugsanlega dauði. Hann segir svona aðgerðir enn sjaldgæfar hér á Íslandi en þær hafi þó verið gerðar hér á landi. Helst séu það yngri lýtalæknar sem hafi lagt í slíkar aðgerðir. Hann segir mikilvægt að hafa það í huga að eftir brasilíska rasslyftingu geti allt að 40 prósent fitunnar sem sprautað er í rassin eyðst. „Hún lifir bara ekki af og deyr. Það þarf oft að endurtaka þessa aðgerð þó ekki með mjög miklu magni eftir eitt eða tvö ár,“ segir Guðmundur. Lýtalækningar Reykjavík síðdegis Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Rúmmálsaukandi aðgerðir á rasskinnum, eða Brazilian butt lift, eins og þær eru kallaðar erlendis, eru framkvæmdar þannig að fitu úr öðrum líkamshlutum er sprautað í rasskinnarnar í von um að stækka hann án þess að púðum sé komið fyrir. Guðmundur Már Stefánsson, lýtalæknir á Domus Medica, segir í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að fyrirspurnum um slíkar aðgerðir hafi fjölgað gífurlega á undanförnum árum. „Ég get ekki neitað því að síðustu ár þá hafa verið vaxandi fyrirspurnir um svona aðgerðir, rúmmálsaukandi aðgerðir á rasskinnum, stækkun á rasskinnum. Það hefur fjölgað fyrirspurnum en þetta er nú ekki stór hluti af okkar viðfangsefnum, alla vega ekki enn þá,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir það stundum ekki duga og þá þurfi stundum að setja sílíkonpúða með ef rasskinnarnar eru mjög rýrar. „Til dæmis eftir mikla megrun eða með vaxandi aldri, við vitum það að með vaxandi aldri rýrna hlutirnir. Þá þarf stundum að gera samtvinnaðar aðgerðir, bæði setja sílíkonfyllingar og fitu. Brazilian butt lift er hins vegar nafn á aðgerð þar sem einungis er flutt fita,“ segir Guðmundur. Hann segir brasilíska rasslyftingu áhættuminni og einfaldari aðgerð en þegar þurfi að setja sílíkonpúða með. Fleiri aukaverkanir fylgi sílíkonpúðunum en hann segir þó ekki mega gleyma því að öllum svona aðgerðum fylgir áhætta. „Helstu áhætturnar við svona aðgerðir eru blæðingar, mar, sýkingar en það er þekkt að það geta orðið alvarlegar aukaverkanir eftir svona aðgerðir í örfáum tilfellum,“ segir Guðmundur. Það séu hins vegar ekki nema 0,3 prósent svona aðgerða sem leiði til alvarlegra aukaverkana en þær geti verið blóðtappi í lungum og hugsanlega dauði. Hann segir svona aðgerðir enn sjaldgæfar hér á Íslandi en þær hafi þó verið gerðar hér á landi. Helst séu það yngri lýtalæknar sem hafi lagt í slíkar aðgerðir. Hann segir mikilvægt að hafa það í huga að eftir brasilíska rasslyftingu geti allt að 40 prósent fitunnar sem sprautað er í rassin eyðst. „Hún lifir bara ekki af og deyr. Það þarf oft að endurtaka þessa aðgerð þó ekki með mjög miklu magni eftir eitt eða tvö ár,“ segir Guðmundur.
Lýtalækningar Reykjavík síðdegis Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira