Öskudagurinn verður haldinn þann 17. febrúar næstkomandi og hafa almannavarnir hvatt foreldra að halda börnum innan síns hverfis í sælgætisleitinni og verður því ekki boðið upp á dagskrá í Kringlunni.
Fram kemur á vef Kringlunnar að stefnt sé að því að hægt verði að gleðja börnin með öðrum leiðum.
Strax í byrjun febrúar ákváðu forsvarsmenn Smáralindar að blása öll hátíðarhöld vegna Öskudagsins af. Markaðsstjóri Smáralindar sagði í samtali við fréttastofu í byrjun mánaðar að dagurinn verði haldinn enn hátíðlegar að ári.