Viðar Örn: Bið Þórólf um að létta aðeins brúnina Gunnar Gunnarsson skrifar 11. febrúar 2021 22:15 Viðar Örn Hafsteinsson var ánægður með sigur sinna manna í kvöld. vísir/ernir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, vonar að áhorfendum verði senn hleypt inn á íþróttaleiki þannig að Egilsstaðabúar geti notið þess sem hann hefur lýst sem besta körfuboltaliði sem bærinn hefur átt. Liðið vann sinn þriðja sigur í fjórum leikjum þegar það lagði Hauka 90-84 á heimavelli í kvöld. „Við vorum í basli í byrjun en höfum núna unnið þrjá af síðustu fjórum og áttum fína frammistöðu gegn Þór Þorlákshöfn þar sem betra körfuboltaliðið þann daginn vann. Við erum að verða betri og við viljum skapa körfuboltamenningu á Egilsstöðum. Vonandi förum við að fá áhorfendur og ég bið Þórólf (Guðnason, sóttvarnalækni) að létta aðeins brúnina og hleypa fólki inn. Þá munum við fá stemmingu í salinn því það er gleði í þorpinu.“ Haukarnir fengu of mörg opin skot Fyrri hálfleikurinn var sveiflukenndur. Gestirnir byrjuðu betur, hittu vel í fyrsta leikhluta og voru að honum loknum með átta stiga forskot. Höttur vann hins vegar annan leikhlutann með 14 stiga mun. Eftir það leiddi liðið yfirleitt með 4-5 stiga mun en Haukum tókst tvisvar að jafna og einu sinni að komast yfir í seinni hálfleik. „Við komum alltof slakir út í leikinn þannig að Haukarnir fengu alltof mikið af opnum skotum sem þeir svínhittu úr. Þeir eru með góða skotmenn sem nýta það að fá frið og tíma. Síðan hertum við tökin í vörninni. Við gáfum þeim líka of mörg sóknarfráköst í fyrri hálfleik, þeir tóku 13 alls, þar af tíu í fyrri hálfleik. Þetta var einfalt, þeir tóku frákastið, gáfu boltann út og settu niður þrista. Við löguðum þetta en þurfum að gera betur. Í seinni hálfeik var þetta stál í stál. Þeir hittu úr stórum skotum á stundum þar sem mér fannst við vera að auka bilið. Haukarnir eru með góða einstaklinga þannig ég er ánægður með að hafa klárað þetta.“ Haukarnir komust yfir í 82-83 þegar 2:42 mínútur voru eftir. Hattarmenn jöfnuðu strax í næstu sókn og komust yfir áður en þeir gerðu út um leikinn á lokamínútunni. David Guardia setti síðan niður þriggja stiga skot þegar 30 sekúndur voru eftir og þar með var sigurinn nánast tryggður. „Maður vill trúa að við séum að þroskast og verða snjallari í að klára svona leiki. David setti niður risaskot hér í lokin.“ Tækifæri til að jafna sig Höttur samdi í gær við hollenska bakvörðinn Bryan Alberts sem er væntanlegur til landsins eftir helgina og ætti að verða klár þegar Höttur mætir Keflavík að loknu landsleikjahléi þann 28. febrúar. „Hann er stór bakvörður sem á að vera góður skotmaður. Hann eykur breiddina hjá okkur. Við hlökkum til að fá hann hingað fyrir seinni hluta mótsins þar sem við ætlum okkur að halda áfram að klífa töfluna.“ En meðan landsleikjahléinu stendur verða Hattarmenn allir heima á Egilsstöðum að æfa. „Þeir sem hafa verið meiddir og ekki æft lengi komast vonandi í takt, þeir sem eru lemstraðir, jafnvel á öðrum fætinum, ná vonandi að jafna sig. Sem lið höldum við áfram að berja okkur saman og verða betri í því sem upp á vantar. Við fáum líka nýjan mann sem við þurfum að slípa inn í okkar leik. Það þýðir ekki að detta í snakkið og ölið, þótt það megi fá sér nóg af því í kvöld!“ Körfubolti Íslenski körfuboltinn Höttur Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Höttur - Haukar 90-84 | Þriðji sigur Hattar í röð skilur Hauka eftir eina á botninum Höttur vann góðan sex stiga sigur á Haukum, 90-84, í Dominos-deild karla í kvöld. Sigurinn lyfti Hetti upp úr fallsæti deildarinnar. 11. febrúar 2021 20:55 Mest lesið Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Dagskráin í dag: Meistarinn mætir til leiks í úrvalsdeildinni Sport Fleiri fréttir Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Körfuboltakvöld: Tilþrif 4. umferðar Sjá meira
Liðið vann sinn þriðja sigur í fjórum leikjum þegar það lagði Hauka 90-84 á heimavelli í kvöld. „Við vorum í basli í byrjun en höfum núna unnið þrjá af síðustu fjórum og áttum fína frammistöðu gegn Þór Þorlákshöfn þar sem betra körfuboltaliðið þann daginn vann. Við erum að verða betri og við viljum skapa körfuboltamenningu á Egilsstöðum. Vonandi förum við að fá áhorfendur og ég bið Þórólf (Guðnason, sóttvarnalækni) að létta aðeins brúnina og hleypa fólki inn. Þá munum við fá stemmingu í salinn því það er gleði í þorpinu.“ Haukarnir fengu of mörg opin skot Fyrri hálfleikurinn var sveiflukenndur. Gestirnir byrjuðu betur, hittu vel í fyrsta leikhluta og voru að honum loknum með átta stiga forskot. Höttur vann hins vegar annan leikhlutann með 14 stiga mun. Eftir það leiddi liðið yfirleitt með 4-5 stiga mun en Haukum tókst tvisvar að jafna og einu sinni að komast yfir í seinni hálfleik. „Við komum alltof slakir út í leikinn þannig að Haukarnir fengu alltof mikið af opnum skotum sem þeir svínhittu úr. Þeir eru með góða skotmenn sem nýta það að fá frið og tíma. Síðan hertum við tökin í vörninni. Við gáfum þeim líka of mörg sóknarfráköst í fyrri hálfleik, þeir tóku 13 alls, þar af tíu í fyrri hálfleik. Þetta var einfalt, þeir tóku frákastið, gáfu boltann út og settu niður þrista. Við löguðum þetta en þurfum að gera betur. Í seinni hálfeik var þetta stál í stál. Þeir hittu úr stórum skotum á stundum þar sem mér fannst við vera að auka bilið. Haukarnir eru með góða einstaklinga þannig ég er ánægður með að hafa klárað þetta.“ Haukarnir komust yfir í 82-83 þegar 2:42 mínútur voru eftir. Hattarmenn jöfnuðu strax í næstu sókn og komust yfir áður en þeir gerðu út um leikinn á lokamínútunni. David Guardia setti síðan niður þriggja stiga skot þegar 30 sekúndur voru eftir og þar með var sigurinn nánast tryggður. „Maður vill trúa að við séum að þroskast og verða snjallari í að klára svona leiki. David setti niður risaskot hér í lokin.“ Tækifæri til að jafna sig Höttur samdi í gær við hollenska bakvörðinn Bryan Alberts sem er væntanlegur til landsins eftir helgina og ætti að verða klár þegar Höttur mætir Keflavík að loknu landsleikjahléi þann 28. febrúar. „Hann er stór bakvörður sem á að vera góður skotmaður. Hann eykur breiddina hjá okkur. Við hlökkum til að fá hann hingað fyrir seinni hluta mótsins þar sem við ætlum okkur að halda áfram að klífa töfluna.“ En meðan landsleikjahléinu stendur verða Hattarmenn allir heima á Egilsstöðum að æfa. „Þeir sem hafa verið meiddir og ekki æft lengi komast vonandi í takt, þeir sem eru lemstraðir, jafnvel á öðrum fætinum, ná vonandi að jafna sig. Sem lið höldum við áfram að berja okkur saman og verða betri í því sem upp á vantar. Við fáum líka nýjan mann sem við þurfum að slípa inn í okkar leik. Það þýðir ekki að detta í snakkið og ölið, þótt það megi fá sér nóg af því í kvöld!“
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Höttur Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Höttur - Haukar 90-84 | Þriðji sigur Hattar í röð skilur Hauka eftir eina á botninum Höttur vann góðan sex stiga sigur á Haukum, 90-84, í Dominos-deild karla í kvöld. Sigurinn lyfti Hetti upp úr fallsæti deildarinnar. 11. febrúar 2021 20:55 Mest lesið Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Dagskráin í dag: Meistarinn mætir til leiks í úrvalsdeildinni Sport Fleiri fréttir Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Körfuboltakvöld: Tilþrif 4. umferðar Sjá meira
Leik lokið: Höttur - Haukar 90-84 | Þriðji sigur Hattar í röð skilur Hauka eftir eina á botninum Höttur vann góðan sex stiga sigur á Haukum, 90-84, í Dominos-deild karla í kvöld. Sigurinn lyfti Hetti upp úr fallsæti deildarinnar. 11. febrúar 2021 20:55