Kanadíska liðið í NBA þarf að spila restina af heimaleikjum sínum á Flórída Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 11:01 Kyle Lowry og félagar í Toronto Raptors spila heimaleiki sína á tímabilinu í Flórída fylki. Getty/Mike Ehrmann Það er ekki slæmt að vera íþróttalið í Tampa Bay þessa dagana enda virðist hvert meistaraliðið á fætur öðru koma þaðan. Nú er Tampa borg meira eiginlega búið að eignast NBA lið líka. Toronto Raptors, eina kanadíska liðið í NBA-deildinni í körfubolta, hefur tekið þá ákvörðun að spila alla heimaleiki sína á þessu tímabili í Tampa. Raptors-liðið var tilneytt til að spila heimaleiki sína í Bandaríkjunum vegna sóttvarnarreglna á ferðalögum á milli Bandaríkjanna og Kanada en það var búist við því að liðið myndi snúa heim til Toronto áður en tímabilið kláraðist. The Toronto Raptors will continue playing home games in Tampa to finish the NBA season due to border restrictions and public safety measures in Canada. https://t.co/ZPHMIKebzp— The Athletic (@TheAthletic) February 11, 2021 Eins og flestir vita þá vann Tampa Bay Buccaneers Super Bowl í ameríska fótboltanum á dögunum en áður hafði íshokkíliðið Tampa Bay Lightning unnið Stanley bikarinn og hafnarboltaliðið Tampa Bay Rays komist alla leið í úrslitaleikina sem Bandaríkjamaðurinn kallar World Series „Flórída hefur tekið vel á móti okkur og við erum svo þakklát fyrir gestrisnina í Tampa og í Amalie höllinni. Við búum í borg meistaranna og ætlum að halda í þá hefð og koma með fleiri sigra til nýju vinanna og stuðningsmannanna okkar hér,“ sagði Masai Ujiri, forseti Toronto Raptors, í yfirlýsingu. The ongoing border restrictions and public safety measures in Canada won t allow the Raptors to return to Toronto this season.Tampa, let s get behind our Raptors pic.twitter.com/FoKuvczWfr— Raptors Nation (@RaptorsNationCP) February 11, 2021 „Hjartað okkar er samt heima í Toronto. Við hugsum oft til stuðningsmanna okkar og allra þeirra sem við sökunum þaðan. Við getum ekki beðið eftir því að við hittumst öll á ný,“ bætti Ujiri við. Hvort sem að breytingin háði liði Toronto Raptors í byrjun þá tapaði liðið átta af fyrstu tíu leikjum sínum. Liðið hefur aftur á móti unnið 10 af 15 leikjum síðan þá og hafa unnið 6 af 11 leikjum sínum í Tampa. Toronto Raptors varð NBA meistari í fyrsta og eina skiptið árið 2019. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Toronto Raptors, eina kanadíska liðið í NBA-deildinni í körfubolta, hefur tekið þá ákvörðun að spila alla heimaleiki sína á þessu tímabili í Tampa. Raptors-liðið var tilneytt til að spila heimaleiki sína í Bandaríkjunum vegna sóttvarnarreglna á ferðalögum á milli Bandaríkjanna og Kanada en það var búist við því að liðið myndi snúa heim til Toronto áður en tímabilið kláraðist. The Toronto Raptors will continue playing home games in Tampa to finish the NBA season due to border restrictions and public safety measures in Canada. https://t.co/ZPHMIKebzp— The Athletic (@TheAthletic) February 11, 2021 Eins og flestir vita þá vann Tampa Bay Buccaneers Super Bowl í ameríska fótboltanum á dögunum en áður hafði íshokkíliðið Tampa Bay Lightning unnið Stanley bikarinn og hafnarboltaliðið Tampa Bay Rays komist alla leið í úrslitaleikina sem Bandaríkjamaðurinn kallar World Series „Flórída hefur tekið vel á móti okkur og við erum svo þakklát fyrir gestrisnina í Tampa og í Amalie höllinni. Við búum í borg meistaranna og ætlum að halda í þá hefð og koma með fleiri sigra til nýju vinanna og stuðningsmannanna okkar hér,“ sagði Masai Ujiri, forseti Toronto Raptors, í yfirlýsingu. The ongoing border restrictions and public safety measures in Canada won t allow the Raptors to return to Toronto this season.Tampa, let s get behind our Raptors pic.twitter.com/FoKuvczWfr— Raptors Nation (@RaptorsNationCP) February 11, 2021 „Hjartað okkar er samt heima í Toronto. Við hugsum oft til stuðningsmanna okkar og allra þeirra sem við sökunum þaðan. Við getum ekki beðið eftir því að við hittumst öll á ný,“ bætti Ujiri við. Hvort sem að breytingin háði liði Toronto Raptors í byrjun þá tapaði liðið átta af fyrstu tíu leikjum sínum. Liðið hefur aftur á móti unnið 10 af 15 leikjum síðan þá og hafa unnið 6 af 11 leikjum sínum í Tampa. Toronto Raptors varð NBA meistari í fyrsta og eina skiptið árið 2019. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira