Í áfalli eftir að þjálfari ÍBV stjakaði við henni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. febrúar 2021 11:30 Britney Cots er á sínu þriðja tímabili með FH. fh Britney Cots, leikmaður handboltaliðs FH, var afar ósátt við Sigurð Bragason, þjálfara ÍBV, eftir að hann stjakaði við henni í leik liðanna í Olís-deildinni 30. janúar. Í viðtali við mbl.is fer Britney yfir atvikið. Hún ætlaði að biðja Hörpu Valeyju Gylfadóttur, leikmann ÍBV, afsökunar eftir að hafa lent í samstuði við hana. Sigurður, sem hlúði að Hörpu, stjakaði þá við Britney sem brá mjög. „Ég ætlaði að biðja hana afsökunar, en þjálfarinn brást svona við. Ég var í sjokki eftir þetta atvik því þetta á ekki að gerast. Hann ýtti mér harkalega í burtu og vildi ekki sjá mig. Ég var í áfalli en mér fannst réttast að halda áfram að spila því þetta var hörkuleikur. Þess vegna brást ég ekki verr við þessu. Mér sýndist líka dómararnir sjá atvikið, en þeir gerðu ekkert í því,“ sagði Britney. Atvikið má sjá á 1:03:30 í myndbandinu hér fyrir neðan. Britney segir að öðruvísi hefði verið tekið á málinu ef það hefði komið upp í karlaleik. „Þegar ég kom heim eftir leikinn horfði ég aftur á atvikið og ég hugsaði mikið um það sem hafði gerst. Fyrir mér er völlurinn staður sem þér á að líða vel á, en þarna leið mér ekki vel og mér fannst ég óörugg. Eina sem ég bið um er virðing frá öllum svo við getum spilað eins vel og mögulega hægt er. Það hefði allt orðið vitlaust ef þetta hefði gerst í karlaleik. Ég hefði getað brugðist allt öðruvísi við þessu en ég vildi halda áfram að spila og hjálpa liðinu. Ég vil tala um þetta því enginn leikmaður á að lenda í þessu, sérstaklega ekki ungar stelpur,“ sagði Britney. Senegalska landsliðkonan telur sig fá ósanngjarna meðferð frá dómurum í Olís-deildinni, sérstaklega eftir atvik þar sem Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, meiddist þegar Britney varð fyrir því óláni að fara með höndina í auga hennar. Steinunn missti sjónina tímabundið en er komin aftur á ferðina. „Já, mér finnst það. Í einu atviki var ég tekin úr umferð og svo var brotið augljóslega á mér og ekkert var dæmt, svo strax í kjölfarið í hraðaupphlaupi fékk ég dæmdar tvær mínútur á mig þegar ég var ekki nálægt neinum. Dómarinn ætlaði að gefa liðsfélaga mínum tvær, en hætti við og gaf mér tvær. Mér fannst það mjög skrítið, dónalegt og ósanngjarnt. Það var líka mjög skrítið að sjá dómarana ekki taka á því þegar þjálfarinn ýtti mér,“ sagði Britney sem veltir því fyrir sér hvort þjóðerni hennar hafi áhrif á það hvernig dómarar dæma hjá henni. „Það er erfitt að segja. Það á ekki að skipta máli hver á í hlut, en auðvitað var fólk í áfalli að sjá Steinunni svona slasaða, hún er risastórt nafn í íslenskum handbolta. Kannski hefur það eitthvað með það að gera að ég sé útlendingur og hún svona stórt nafn, ég veit það ekki.“ Í viðtalinu hrósar Britney Steinunni fyrir viðbrögð hennar eftir atvikið í leik Fram og FH í janúar og segir að þær hafi ræðst oft við síðan þá. „Hún hefur verið virkilega góð og almennileg. Við höfum talað reglulega saman eftir þetta og hún tók þessu rosalega vel.“ Britney er á sínu þriðja tímabili hjá FH. Hún er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með 39 mörk. Olís-deild kvenna FH ÍBV Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Sjá meira
Í viðtali við mbl.is fer Britney yfir atvikið. Hún ætlaði að biðja Hörpu Valeyju Gylfadóttur, leikmann ÍBV, afsökunar eftir að hafa lent í samstuði við hana. Sigurður, sem hlúði að Hörpu, stjakaði þá við Britney sem brá mjög. „Ég ætlaði að biðja hana afsökunar, en þjálfarinn brást svona við. Ég var í sjokki eftir þetta atvik því þetta á ekki að gerast. Hann ýtti mér harkalega í burtu og vildi ekki sjá mig. Ég var í áfalli en mér fannst réttast að halda áfram að spila því þetta var hörkuleikur. Þess vegna brást ég ekki verr við þessu. Mér sýndist líka dómararnir sjá atvikið, en þeir gerðu ekkert í því,“ sagði Britney. Atvikið má sjá á 1:03:30 í myndbandinu hér fyrir neðan. Britney segir að öðruvísi hefði verið tekið á málinu ef það hefði komið upp í karlaleik. „Þegar ég kom heim eftir leikinn horfði ég aftur á atvikið og ég hugsaði mikið um það sem hafði gerst. Fyrir mér er völlurinn staður sem þér á að líða vel á, en þarna leið mér ekki vel og mér fannst ég óörugg. Eina sem ég bið um er virðing frá öllum svo við getum spilað eins vel og mögulega hægt er. Það hefði allt orðið vitlaust ef þetta hefði gerst í karlaleik. Ég hefði getað brugðist allt öðruvísi við þessu en ég vildi halda áfram að spila og hjálpa liðinu. Ég vil tala um þetta því enginn leikmaður á að lenda í þessu, sérstaklega ekki ungar stelpur,“ sagði Britney. Senegalska landsliðkonan telur sig fá ósanngjarna meðferð frá dómurum í Olís-deildinni, sérstaklega eftir atvik þar sem Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, meiddist þegar Britney varð fyrir því óláni að fara með höndina í auga hennar. Steinunn missti sjónina tímabundið en er komin aftur á ferðina. „Já, mér finnst það. Í einu atviki var ég tekin úr umferð og svo var brotið augljóslega á mér og ekkert var dæmt, svo strax í kjölfarið í hraðaupphlaupi fékk ég dæmdar tvær mínútur á mig þegar ég var ekki nálægt neinum. Dómarinn ætlaði að gefa liðsfélaga mínum tvær, en hætti við og gaf mér tvær. Mér fannst það mjög skrítið, dónalegt og ósanngjarnt. Það var líka mjög skrítið að sjá dómarana ekki taka á því þegar þjálfarinn ýtti mér,“ sagði Britney sem veltir því fyrir sér hvort þjóðerni hennar hafi áhrif á það hvernig dómarar dæma hjá henni. „Það er erfitt að segja. Það á ekki að skipta máli hver á í hlut, en auðvitað var fólk í áfalli að sjá Steinunni svona slasaða, hún er risastórt nafn í íslenskum handbolta. Kannski hefur það eitthvað með það að gera að ég sé útlendingur og hún svona stórt nafn, ég veit það ekki.“ Í viðtalinu hrósar Britney Steinunni fyrir viðbrögð hennar eftir atvikið í leik Fram og FH í janúar og segir að þær hafi ræðst oft við síðan þá. „Hún hefur verið virkilega góð og almennileg. Við höfum talað reglulega saman eftir þetta og hún tók þessu rosalega vel.“ Britney er á sínu þriðja tímabili hjá FH. Hún er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með 39 mörk.
Olís-deild kvenna FH ÍBV Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Sjá meira