Atvinnuleysi, óörugg afkoma og heilsa Drífa Snædal skrifar 12. febrúar 2021 15:01 Varða rannsóknastofnun vinnumarkaðarins kynnti í vikunni niðurstöður viðamikillar rannsóknar á stöðu launafólks og atvinnuleitenda. Spurningar voru lagðar fyrir félagsfólk ASÍ og BSRB og niðurstöðurnar staðfesta enn á ný að ungt fólk og fólk af erlendum uppruna fer sérstaklega illa út úr efnahagskreppunni. Fólk sem hefur verið með lágar tekjur og í ótryggu ráðningasambandi er sérstaklega viðkvæmt fyrir og yfirgnæfandi hluti þessara hópa eru á leigumarkaði. Þetta staðfestir líka mikilvægi þeirra aðgerða sem ASÍ hefur kallað eftir; að hækka atvinnuleysisbætur og að styðja við fólk með því að þétta öryggisnetið, ekki síst í gegnum húsnæðisbótakerfið og barnabótakerfið. Rannsóknin varpar einnig ljósi á þær alvarlegu afleiðingar sem atvinnuleysi getur haft á heilsufar fólks. Reyndar er það svo að heilsufar bæði fólks á vinnumarkaði og utan þess er mikið áhyggjuefni. Fjórir af hverjum 10 atvinnuleitendum mælast með slæma andlega heilsu og sama má segja um ríflega fimmtung launafólks. Að auki hafði rúmur helmingur atvinnulausra neitað sér um heilbrigðisþjónustu. Um fjórðungur kvenna á vinnumarkaði býr við slæma andlega heilsu og þær neita sér frekar um heilbrigðisþjónustu en vinnandi karlar. Þetta eru sláandi tölur og óhætt að fullyrða að áhyggjur af afkomu hefur bein áhrif á líðan. Það er því heilsufarslegt mál að hækka laun, hækka bætur og stytta vinnudaginn. Einnig er brýnt að auðvelda aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu, hvort sem er vegna andlegra eða líkamlegra veikinda. Sá tollur sem bág kjör og kostnaður við heilbrigðisþjónustu taka af fólki er ekki aðeins alvarlegur fyrir einstaklinga og fjölskyldur (ekki síst börn), heldur getur hér skapast framtíðarvandi sem mun koma í ljós með aukinni örorku og vanvirkni. Í þessu sambandi skiptir andleg heilsa ekki síður máli en líkamleg og það er löngu kominn tími til að ræða fyrir alvöru tengslin milli heilsufars og afkomu. Rannsókn Vörðu er mikilvægt framlag til þekkingarsköpunar um kjör og stöðu launafólks á Íslandi í miðri efnahagskreppu. Verkefnið núna er að mæta þessum veruleika af fullum þunga. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Varða rannsóknastofnun vinnumarkaðarins kynnti í vikunni niðurstöður viðamikillar rannsóknar á stöðu launafólks og atvinnuleitenda. Spurningar voru lagðar fyrir félagsfólk ASÍ og BSRB og niðurstöðurnar staðfesta enn á ný að ungt fólk og fólk af erlendum uppruna fer sérstaklega illa út úr efnahagskreppunni. Fólk sem hefur verið með lágar tekjur og í ótryggu ráðningasambandi er sérstaklega viðkvæmt fyrir og yfirgnæfandi hluti þessara hópa eru á leigumarkaði. Þetta staðfestir líka mikilvægi þeirra aðgerða sem ASÍ hefur kallað eftir; að hækka atvinnuleysisbætur og að styðja við fólk með því að þétta öryggisnetið, ekki síst í gegnum húsnæðisbótakerfið og barnabótakerfið. Rannsóknin varpar einnig ljósi á þær alvarlegu afleiðingar sem atvinnuleysi getur haft á heilsufar fólks. Reyndar er það svo að heilsufar bæði fólks á vinnumarkaði og utan þess er mikið áhyggjuefni. Fjórir af hverjum 10 atvinnuleitendum mælast með slæma andlega heilsu og sama má segja um ríflega fimmtung launafólks. Að auki hafði rúmur helmingur atvinnulausra neitað sér um heilbrigðisþjónustu. Um fjórðungur kvenna á vinnumarkaði býr við slæma andlega heilsu og þær neita sér frekar um heilbrigðisþjónustu en vinnandi karlar. Þetta eru sláandi tölur og óhætt að fullyrða að áhyggjur af afkomu hefur bein áhrif á líðan. Það er því heilsufarslegt mál að hækka laun, hækka bætur og stytta vinnudaginn. Einnig er brýnt að auðvelda aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu, hvort sem er vegna andlegra eða líkamlegra veikinda. Sá tollur sem bág kjör og kostnaður við heilbrigðisþjónustu taka af fólki er ekki aðeins alvarlegur fyrir einstaklinga og fjölskyldur (ekki síst börn), heldur getur hér skapast framtíðarvandi sem mun koma í ljós með aukinni örorku og vanvirkni. Í þessu sambandi skiptir andleg heilsa ekki síður máli en líkamleg og það er löngu kominn tími til að ræða fyrir alvöru tengslin milli heilsufars og afkomu. Rannsókn Vörðu er mikilvægt framlag til þekkingarsköpunar um kjör og stöðu launafólks á Íslandi í miðri efnahagskreppu. Verkefnið núna er að mæta þessum veruleika af fullum þunga. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun