Fjölgum tækifærissinnum Indriði Stefánsson skrifar 13. febrúar 2021 15:01 Við mannfólkið búum yfir ýmsum eiginleikum. Einn þeirra er að sjá og nýta okkur möguleika. Við byggjum afkomu okkar í dag á þeim tækifærum sem voru nýtt í fortíðinni. Sum til góðs önnur ekki. Sum tækifæri eru samt þannig að þegar þau eru gripin skapast ný, sem oft nýtast öðrum. Á sama hátt geta ónýtt tækifæri leitt til stöðnunar. Tækifæri geta verið ýmis konar, til framþróunar, til endurnýtingar, til menntunar, til að vinna gegn hlýnun jarðar og svo má lengi telja. Stjórnmál snúast um möguleika Áður fyrr þurftu stjórnmálamenn að leysa mörg mál sjálfir og kjósendur beinlínis ætluðust til þess. En hvernig væri að við treystum á stærri hóp? Treysta frumkvöðlum, treysta kjósendum, treysta okkur öllum. Frumkvöðlar geta breytt heiminum, hafi þeir möguleika til þess, þær breytingar sem fjórða iðnbyltingin hefur leitt af sér hafa verið knúnar af tækifærum, þær breytingar hafa leitt til fleiri tækifæra. Stjórnmálamenn ættu að einbeita sér að því að skapa okkur þessa möguleika. Sköpum tækifæri Í dag höfum við aðgang að tækni sem okkur þykir sjálfsögð en væri töfrum líkast þó ekki væri farið nema nokkra áratugi aftur í tímann. Þrátt fyrir þetta þurfum við nú sem aldrei fyrr tækifæri, við þurfum tækifæri til nýrrar tækni, til sjálfbærni, til endurnýtingar, til valkosta án mengunar. Ef við nýtum ekki þessi tækifæri, förum við á mis við möguleika framtíðarinnar. Auðlindir Jarðar eru ekki óþrjótandi og því fyrr sem við náum að grípa inn í hlýnun Jarðar þeim mun betri lífsgæði munu bjóðast og þeim mun fleiri tækifæri mun okkur bjóðast í framtíðinni. Krefjumst breytinga Í haust gefst okkur möguleiki á að velja upp á nýtt á Alþingi. Mér þykir líklegt að á næstu mánuðum finni stjórnmálamenn ýmis konar lausnir á alls konar vandamálum og verði til þjónustu reiðubúnir að leysa þau, fyrir eins og eitt atkvæði. Mig langar að stinga upp á að við treystum á hvort annað og okkur sjálf að við krefjumst breytinga að stjórnmálamenn skapi okkur Þessi tækifæri sem við þurfum svo nauðsynlega á að halda. Kjósum breytingar Við getum fundið þessar lausnir sem við þurfum fáum við möguleika til þess. En þeim mun fleiri tækifæri sem glatast þeim mun erfiðari verða vandamálin og tíminn vinnur ekki með okkur. Kjósum breytingar og kjósum fólk sem er reiðubúið að skapa þessi tækifæri. Tækifæri til að skapa þá bestu mögulegu framtíð sem okkur býðst. Annars er hætt við að eftir fjögur ár munum við óska þess að hafa byrjað núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Alþingiskosningar 2021 Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Við mannfólkið búum yfir ýmsum eiginleikum. Einn þeirra er að sjá og nýta okkur möguleika. Við byggjum afkomu okkar í dag á þeim tækifærum sem voru nýtt í fortíðinni. Sum til góðs önnur ekki. Sum tækifæri eru samt þannig að þegar þau eru gripin skapast ný, sem oft nýtast öðrum. Á sama hátt geta ónýtt tækifæri leitt til stöðnunar. Tækifæri geta verið ýmis konar, til framþróunar, til endurnýtingar, til menntunar, til að vinna gegn hlýnun jarðar og svo má lengi telja. Stjórnmál snúast um möguleika Áður fyrr þurftu stjórnmálamenn að leysa mörg mál sjálfir og kjósendur beinlínis ætluðust til þess. En hvernig væri að við treystum á stærri hóp? Treysta frumkvöðlum, treysta kjósendum, treysta okkur öllum. Frumkvöðlar geta breytt heiminum, hafi þeir möguleika til þess, þær breytingar sem fjórða iðnbyltingin hefur leitt af sér hafa verið knúnar af tækifærum, þær breytingar hafa leitt til fleiri tækifæra. Stjórnmálamenn ættu að einbeita sér að því að skapa okkur þessa möguleika. Sköpum tækifæri Í dag höfum við aðgang að tækni sem okkur þykir sjálfsögð en væri töfrum líkast þó ekki væri farið nema nokkra áratugi aftur í tímann. Þrátt fyrir þetta þurfum við nú sem aldrei fyrr tækifæri, við þurfum tækifæri til nýrrar tækni, til sjálfbærni, til endurnýtingar, til valkosta án mengunar. Ef við nýtum ekki þessi tækifæri, förum við á mis við möguleika framtíðarinnar. Auðlindir Jarðar eru ekki óþrjótandi og því fyrr sem við náum að grípa inn í hlýnun Jarðar þeim mun betri lífsgæði munu bjóðast og þeim mun fleiri tækifæri mun okkur bjóðast í framtíðinni. Krefjumst breytinga Í haust gefst okkur möguleiki á að velja upp á nýtt á Alþingi. Mér þykir líklegt að á næstu mánuðum finni stjórnmálamenn ýmis konar lausnir á alls konar vandamálum og verði til þjónustu reiðubúnir að leysa þau, fyrir eins og eitt atkvæði. Mig langar að stinga upp á að við treystum á hvort annað og okkur sjálf að við krefjumst breytinga að stjórnmálamenn skapi okkur Þessi tækifæri sem við þurfum svo nauðsynlega á að halda. Kjósum breytingar Við getum fundið þessar lausnir sem við þurfum fáum við möguleika til þess. En þeim mun fleiri tækifæri sem glatast þeim mun erfiðari verða vandamálin og tíminn vinnur ekki með okkur. Kjósum breytingar og kjósum fólk sem er reiðubúið að skapa þessi tækifæri. Tækifæri til að skapa þá bestu mögulegu framtíð sem okkur býðst. Annars er hætt við að eftir fjögur ár munum við óska þess að hafa byrjað núna.
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar