Leikmenn ÍBV gagnrýna fréttaflutning: Hissa á lágkúrulegri umfjöllun Arnar Geir Halldórsson skrifar 13. febrúar 2021 21:00 Sunna Jónsdóttir í leik með ÍBV. vísir/bára Leikmenn Olís-deildar liðs ÍBV furða sig á umfjöllun fjölmiðla um ásakanir Britney Cots, leikmanns FH, í garð þjálfara Eyjakvenna. Í viðtali sem birt var á vef Morgunblaðsins seint á fimmtudagskvöld fór Britney Cots um víðan völl þar sem hún sagði frá því að hún fái almennt ósanngjarna meðferð frá dómurum Olís-deildarinnar. Í viðtalinu sagði hún einnig frá því að þjálfari ÍBV, Sigurður Bragason, hefði ýtt sér harkalega í leik liðanna fyrir rúmum þremur vikum síðan. Myndband af þessari meintu hrindingu má sjá hér. Í dag sendu leikmenn ÍBV frá sér tilkynningu sem lesa má í heild hér fyrir neðan. „Okkur langar aðeins að velta upp nokkrum punktum eftir frétt sem kom í fjölmiðlum í gær og hefur farið eins og eldur um sinu um miðlana. Við í meistaraflokki kvenna hjá ÍBV undir stjórn Sigurðs Bragasonar erum hissa á umfjölluninni og teljum þetta einungis vera til að skaða mannorð hans og þá okkar í leiðinni. Við stöndum 100% með honum og okkur finnst fréttamennskan til skammar, lágkúruleg og virðist vera að þarna sé einungis verið að reyna sækja klikk á fréttina. Við skiljum ekki af hverju hann fékk ekki að segja sína hlið áður en þetta fór í fjölmiðla og þess þá heldur að leikmaðurinn eða klúbburinn hennar hafi ekki bara haft samband beint við Sigga áður en farið var með þetta í loftið, ef þetta fór svona fyrir brjóstið á henni. Einnig viljum við nefna að leikurinn var leikinn fyrir 3 vikum síðan og Siggi eða við vissum ekki af þessum eftirmálum. Siggi á fjölskyldu og að vita til þess að dætur hans lesi svona fréttir um hann sem eiga ekki rétt á sér skaðar til dæmis bæði hann og þær. Siggi er mikill keppnismaður, með mikla réttlætiskennd, ástríðufullur, skemmtilegur, brennir fyrir handbolta og stendur við bakið á sínu fólki. Við erum heppnar að hann sé búinn að færa sig yfir í kvennaboltann og er all in þar eins og honum er einum lagið. Ef talað er um einhversskonar kynþáttafordóma í umtöluðum fréttum þá má nefna að við í ÍBV erum með leikmenn frá 4 löndum þar sem allir eru með hlutverk, fá að njóta sín og líður vel. Stemmningin í hópnum er góð, Siggi á stóran þátt í því og hann stendur við bakið á okkur öllum. Einnig viljum við koma á framfæri að við sem spiluðum leikinn fannst eins og Siggi hefði gefið leikmanninum vinalegt klapp og sagt don’t worry á meðan ein af okkur lá eftir samstuð, en það eru okkar svör við þessu atviki. Leikmaðurinn hefði einnig getað beðið leikmanninn okkar afsökunar eftir leik ef það var það sem hún ætlaði að gera en það gerði hún ekki. Svona fréttir skapa leiðinlegt umtal og skaða mannorð. Réttast væri einnig að heyra allar hliðar málsins áður en svona fréttir eru settar út með einhverjum dúndurfyrirsögnum. Leyfið okkur frekar að spila leikinn sem við öll elskum og reynum að gera okkar besta í og vinsamlegast fjallið faglega um það. Með fyrirfram þökk. Áfram handbolti og ÍBV. Fyrir hönd meistaraflokks kvenna, Sunna Jónsdóttir.“ Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Í viðtali sem birt var á vef Morgunblaðsins seint á fimmtudagskvöld fór Britney Cots um víðan völl þar sem hún sagði frá því að hún fái almennt ósanngjarna meðferð frá dómurum Olís-deildarinnar. Í viðtalinu sagði hún einnig frá því að þjálfari ÍBV, Sigurður Bragason, hefði ýtt sér harkalega í leik liðanna fyrir rúmum þremur vikum síðan. Myndband af þessari meintu hrindingu má sjá hér. Í dag sendu leikmenn ÍBV frá sér tilkynningu sem lesa má í heild hér fyrir neðan. „Okkur langar aðeins að velta upp nokkrum punktum eftir frétt sem kom í fjölmiðlum í gær og hefur farið eins og eldur um sinu um miðlana. Við í meistaraflokki kvenna hjá ÍBV undir stjórn Sigurðs Bragasonar erum hissa á umfjölluninni og teljum þetta einungis vera til að skaða mannorð hans og þá okkar í leiðinni. Við stöndum 100% með honum og okkur finnst fréttamennskan til skammar, lágkúruleg og virðist vera að þarna sé einungis verið að reyna sækja klikk á fréttina. Við skiljum ekki af hverju hann fékk ekki að segja sína hlið áður en þetta fór í fjölmiðla og þess þá heldur að leikmaðurinn eða klúbburinn hennar hafi ekki bara haft samband beint við Sigga áður en farið var með þetta í loftið, ef þetta fór svona fyrir brjóstið á henni. Einnig viljum við nefna að leikurinn var leikinn fyrir 3 vikum síðan og Siggi eða við vissum ekki af þessum eftirmálum. Siggi á fjölskyldu og að vita til þess að dætur hans lesi svona fréttir um hann sem eiga ekki rétt á sér skaðar til dæmis bæði hann og þær. Siggi er mikill keppnismaður, með mikla réttlætiskennd, ástríðufullur, skemmtilegur, brennir fyrir handbolta og stendur við bakið á sínu fólki. Við erum heppnar að hann sé búinn að færa sig yfir í kvennaboltann og er all in þar eins og honum er einum lagið. Ef talað er um einhversskonar kynþáttafordóma í umtöluðum fréttum þá má nefna að við í ÍBV erum með leikmenn frá 4 löndum þar sem allir eru með hlutverk, fá að njóta sín og líður vel. Stemmningin í hópnum er góð, Siggi á stóran þátt í því og hann stendur við bakið á okkur öllum. Einnig viljum við koma á framfæri að við sem spiluðum leikinn fannst eins og Siggi hefði gefið leikmanninum vinalegt klapp og sagt don’t worry á meðan ein af okkur lá eftir samstuð, en það eru okkar svör við þessu atviki. Leikmaðurinn hefði einnig getað beðið leikmanninn okkar afsökunar eftir leik ef það var það sem hún ætlaði að gera en það gerði hún ekki. Svona fréttir skapa leiðinlegt umtal og skaða mannorð. Réttast væri einnig að heyra allar hliðar málsins áður en svona fréttir eru settar út með einhverjum dúndurfyrirsögnum. Leyfið okkur frekar að spila leikinn sem við öll elskum og reynum að gera okkar besta í og vinsamlegast fjallið faglega um það. Með fyrirfram þökk. Áfram handbolti og ÍBV. Fyrir hönd meistaraflokks kvenna, Sunna Jónsdóttir.“
Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti