Þekktir stjórnarandstæðingar verða handteknir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2021 21:57 Herforingjastjórnin í Mjanmar gaf út tilskipun þess efnis í dag að helstu stjórnarandstæðingar skyldu handteknir. Getty/Hkun Lat Herforingjastjórn Mjamar felldi í dag lög úr gildi sem banna löggæsluyfirvöldum að handtaka grunaða og framkvæma leit á einkaeign án þess að fá til þess heimild frá dómstólum. Þá fyrirskipaði stjórnin að þekktir stjórnarandstæðingar verði handteknir. Fjöldi lagabreytinga var tilkynntur í dag, á áttunda degi víðtækra og fjölmennra mótmæla vegna valdaránsins sem herinn framdi 1. febrúar síðastliðinn. Við valdaránið var leiðtogi landsins Aung San Suu Kyi handtekin, og tókst hernum þar með að stöðva stjórnarfarsbreytingar í átt að lýðræði sem hafa farið fram hægt og bítandi frá árinu 2011. Greinendur segja lagabreytingarnar sem tilkynntar voru í dag minna á stjórnartíð hersins, sem varði í nær hálfa öld áður en lýðræðisþróun fór af stað í landinu. Á valdatíð hersins var landið eitt það lokaðasta í suðaustur Asíu. Meðal þeirra lagabreytinga sem gerðar voru í dag var afnám þriggja lagagreina sem varða vernd einkalífs og öryggis almennra borgara. Meðal lagagreinanna er grein sem segir að grunaðir afbrotamenn megi ekki vera í haldi lögreglu í meira en 24 tíma án samþykkis dómstóla og lagagreinin heftir einnig rétt löggæsluyfirvalda til þess að fara inn á einkaeign og framkvæma þar leit eða handtaka fólk, án aðkomu dómstóla. Þá hefur lagagrein um njósnir einnig verið felld úr gildi. Min Aung Hlaing, herforingi, skrifaði undir tilskipunina um lagabreytingarnar og er þar hvergi tekið fram hve lengi þessar breytingar gilda. Mjanmar Tengdar fréttir Mannréttindaráðið fordæmir valdarán í Mjanmar Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í dag valdarán hersins í Mjanmar á sérstökum fundi sem Ísland lagði til að væri haldinn ásamt öðrum ríkjum. 12. febrúar 2021 19:01 Herforingjarnir beittir efnahagsþvingunum Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur undirritað tilskipun þess efnis að leiðtogar herforingjastjórnarinnar í Mjanmar sem tóku völdin í landinu á dögunum verði beittir efnahagsþvingunum af hálfu Bandaríkjanna. 11. febrúar 2021 13:31 Þúsundir mótmæla í Mjanmar Enn er mótmælt á götum Mjanmar eftir að her landsins tók völdin og hneppti lýðræðislega kjörna fulltrúa í varðhald, þar á meðal leiðtogann Aung San Suu Kyi. 8. febrúar 2021 06:59 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Fjöldi lagabreytinga var tilkynntur í dag, á áttunda degi víðtækra og fjölmennra mótmæla vegna valdaránsins sem herinn framdi 1. febrúar síðastliðinn. Við valdaránið var leiðtogi landsins Aung San Suu Kyi handtekin, og tókst hernum þar með að stöðva stjórnarfarsbreytingar í átt að lýðræði sem hafa farið fram hægt og bítandi frá árinu 2011. Greinendur segja lagabreytingarnar sem tilkynntar voru í dag minna á stjórnartíð hersins, sem varði í nær hálfa öld áður en lýðræðisþróun fór af stað í landinu. Á valdatíð hersins var landið eitt það lokaðasta í suðaustur Asíu. Meðal þeirra lagabreytinga sem gerðar voru í dag var afnám þriggja lagagreina sem varða vernd einkalífs og öryggis almennra borgara. Meðal lagagreinanna er grein sem segir að grunaðir afbrotamenn megi ekki vera í haldi lögreglu í meira en 24 tíma án samþykkis dómstóla og lagagreinin heftir einnig rétt löggæsluyfirvalda til þess að fara inn á einkaeign og framkvæma þar leit eða handtaka fólk, án aðkomu dómstóla. Þá hefur lagagrein um njósnir einnig verið felld úr gildi. Min Aung Hlaing, herforingi, skrifaði undir tilskipunina um lagabreytingarnar og er þar hvergi tekið fram hve lengi þessar breytingar gilda.
Mjanmar Tengdar fréttir Mannréttindaráðið fordæmir valdarán í Mjanmar Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í dag valdarán hersins í Mjanmar á sérstökum fundi sem Ísland lagði til að væri haldinn ásamt öðrum ríkjum. 12. febrúar 2021 19:01 Herforingjarnir beittir efnahagsþvingunum Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur undirritað tilskipun þess efnis að leiðtogar herforingjastjórnarinnar í Mjanmar sem tóku völdin í landinu á dögunum verði beittir efnahagsþvingunum af hálfu Bandaríkjanna. 11. febrúar 2021 13:31 Þúsundir mótmæla í Mjanmar Enn er mótmælt á götum Mjanmar eftir að her landsins tók völdin og hneppti lýðræðislega kjörna fulltrúa í varðhald, þar á meðal leiðtogann Aung San Suu Kyi. 8. febrúar 2021 06:59 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Mannréttindaráðið fordæmir valdarán í Mjanmar Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í dag valdarán hersins í Mjanmar á sérstökum fundi sem Ísland lagði til að væri haldinn ásamt öðrum ríkjum. 12. febrúar 2021 19:01
Herforingjarnir beittir efnahagsþvingunum Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur undirritað tilskipun þess efnis að leiðtogar herforingjastjórnarinnar í Mjanmar sem tóku völdin í landinu á dögunum verði beittir efnahagsþvingunum af hálfu Bandaríkjanna. 11. febrúar 2021 13:31
Þúsundir mótmæla í Mjanmar Enn er mótmælt á götum Mjanmar eftir að her landsins tók völdin og hneppti lýðræðislega kjörna fulltrúa í varðhald, þar á meðal leiðtogann Aung San Suu Kyi. 8. febrúar 2021 06:59