Calvin Stengs kom AZ yfir á tuttugustu mínútu og í upphafi síðari hálfleiks tvöfaldaði Teun Koopmeiners forystuna fyrir heimamenn af vítapunktinum.
Lasse Schöne spilaði sinn fyrsta leik fyrir Heerenveen eftir að hafa gengið í raðir félagsins á dögunum og hann minnkaði muninn á 54. mínútu.
Það var svo Albert sem tryggði AZ sigurinn níu mínútum fyrir leikslok er hann tryggði Alkmaar stigin þrjú en Albert lék með yngri liðum Heerenveen.
💪#azhee pic.twitter.com/jJ4bOPrOAH
— AZ (@AZAlkmaar) February 14, 2021
Alkmaar er í þriðja sætinu í Hollandi en Heerenveen er í áttunda sætinu.