Stjórnmál, eitthvað fyrir mig? Sigrún Birna Steinarsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon skrifa 15. febrúar 2021 08:01 Oft er fjallað um stjórnmál eins og einangrað fyrirbæri í samfélaginu, heim út af fyrir sig sem varði aðra litlu en þá sem þar taka beinan þátt. Þetta er skaðleg aðgreining og horfir fram hjá því hvað stjórnmálin og ákvarðanir sem þar eru teknar hafa mikil og dagleg áhrif á líf okkar allra. Þetta á bæði við um ákvarðanir sveitarstjórna sem hafa mikil áhrif á það nærumhverfi sem hver og einn býr við. Við tilheyrum öll jú einhverju sveitarfélagi sem með sínum skipulagsákvörðunum mótar að minnsta kosti hið manngerða umhverfi, hefur með það að gera hvernig staðið er að leikskóla- og grunnskólamálum, veiti félagsþjónustu o.s.frv. En einnig og ekki síður skipta stjórnmálin á landsvísu okkur öll miklu máli og alveg sérstaklega móta ákvarðanir Alþingis og ríkisstjórna þá framtíð sem bíður okkar. Það er að segja að svo miklu leiti sem það er á valdi okkar mannanna að hafa áhrif þar á. Það er því sérstaklega slæmt ef ungt fólk aðgreinir sig og sinn veruleika eða er aðgreint frá stjórnmálunum eins og einhverju sem varði það litlu og jafnvel að það hafi ekki þekkingu eða reynslu á málinu og þá skipti það þau ekki máli. Það er með stjórnmálin eins margt annað að þau geta lítið gert við hinu liðna. Aðstæður í núinu, á líðandi stund eru eins og þær eru og þeim er sjaldan hægt að breyta mikið öðruvísi en þannig að það fari smátt og smátt að hafa áhrif inn í framtíðinni. Eitt helsta baráttumál samtímans, hamfarahlýnun, er dæmi um slíkt. Vandamálið er það áríðandi að þörf er á aðgerðum strax en árangurinn mun hinsvegar sjást þegar komið er inn í framtíðina. Í raun snýst þetta því að mestu leyti um framtíðina. Að reyna með skynsamlegum ákvörðunum og framsýni að gera heiminn aðeins betri á morgun en hann er í dag eða var í gær. Þetta verkefni þurfum við öll að hjálpast að við. Ekki með því að fara öll í sveitarstjórnir eða á þing. Nei, heldur með því að láta okkur hlutina varða, kynna okkur þá, mynda okkur skoðun og reyna svo að beita okkur í samræmi við það. Það gerum við með því að vera ekki sama, taka þátt í umræðum, með því að færa rök fyrir okkar sjónarmiðum og með því að kjósa svo þá fulltrúa í sveitarstjórn eða á þing sem við erum mest sammála, sem við treystum best. Hér skiptir fjölbreytnin öllu máli. Það er nauðsynlegt að fólk á öllum aldri, með mismunandi bakgrunn og skoðanir og af öllum kynjum taki þátt. Láti sínar raddir heyrast, láti sín sjónarmið koma fram og noti sinn lýðræðislega rétt í kosningum. Svo þurfa einhverjir að bjóða fram krafta sína, vera tilbúnir til að vera fulltrúar tiltekinnar hugmyndafræði og sjónarmiða við borðin þar sem ákvarðanir eru teknar. Og ekki bara einhverjir. Sá hópur þarf að vera fjölmennur og endurspegla vel fjölbreytileika samfélagsins. Ekki síst er það mikilvægt að ungt fólk blandi sér í málin. Ungt fólk er stór hluti samfélagsins sem því miður hefur átt alltof lítinn sess á sviði stjórnmálanna hingað til. Það er ekki sérlega rökrétt eða hvað að þau sem eldri eru taki hinar stóru ákvarðanir sem mestu skipta um það hvernig samfélagsgerðin verður eða náttúran og umhverfið verða á sig komin eftir 20, 30 eða 40 ár. Það eru auðvitað þeir sem nú eru að leggja af stað út í lífið sem eiga mest undir í þeim efnum. Þess vegna eru stjórnmálin eitthvað fyrir þig, eitthvað fyrir okkur öll. Við þurfum öll að eiga aðgang að borðinu þar sem ákvarðanir eru teknar, hvort sem það sé innan grasrótar stjórnmálaflokka, sem kjörnir fulltrúar eða við kjörkassann. Auðvitað líka fyrir þá sem eiga efri árin fram undan og vilja geta eytt þeim við öruggar aðstæður og lifað þann tíma með reisn. En, stjórnmálin eru alveg sérstaklega eitthvað fyrir þau sem eiga mestalla ævina framundan. Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis og fyrrverandi formaður Vinstri grænna. Sigrún Birna Steinarsdóttir er formaður Ungra vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Oft er fjallað um stjórnmál eins og einangrað fyrirbæri í samfélaginu, heim út af fyrir sig sem varði aðra litlu en þá sem þar taka beinan þátt. Þetta er skaðleg aðgreining og horfir fram hjá því hvað stjórnmálin og ákvarðanir sem þar eru teknar hafa mikil og dagleg áhrif á líf okkar allra. Þetta á bæði við um ákvarðanir sveitarstjórna sem hafa mikil áhrif á það nærumhverfi sem hver og einn býr við. Við tilheyrum öll jú einhverju sveitarfélagi sem með sínum skipulagsákvörðunum mótar að minnsta kosti hið manngerða umhverfi, hefur með það að gera hvernig staðið er að leikskóla- og grunnskólamálum, veiti félagsþjónustu o.s.frv. En einnig og ekki síður skipta stjórnmálin á landsvísu okkur öll miklu máli og alveg sérstaklega móta ákvarðanir Alþingis og ríkisstjórna þá framtíð sem bíður okkar. Það er að segja að svo miklu leiti sem það er á valdi okkar mannanna að hafa áhrif þar á. Það er því sérstaklega slæmt ef ungt fólk aðgreinir sig og sinn veruleika eða er aðgreint frá stjórnmálunum eins og einhverju sem varði það litlu og jafnvel að það hafi ekki þekkingu eða reynslu á málinu og þá skipti það þau ekki máli. Það er með stjórnmálin eins margt annað að þau geta lítið gert við hinu liðna. Aðstæður í núinu, á líðandi stund eru eins og þær eru og þeim er sjaldan hægt að breyta mikið öðruvísi en þannig að það fari smátt og smátt að hafa áhrif inn í framtíðinni. Eitt helsta baráttumál samtímans, hamfarahlýnun, er dæmi um slíkt. Vandamálið er það áríðandi að þörf er á aðgerðum strax en árangurinn mun hinsvegar sjást þegar komið er inn í framtíðina. Í raun snýst þetta því að mestu leyti um framtíðina. Að reyna með skynsamlegum ákvörðunum og framsýni að gera heiminn aðeins betri á morgun en hann er í dag eða var í gær. Þetta verkefni þurfum við öll að hjálpast að við. Ekki með því að fara öll í sveitarstjórnir eða á þing. Nei, heldur með því að láta okkur hlutina varða, kynna okkur þá, mynda okkur skoðun og reyna svo að beita okkur í samræmi við það. Það gerum við með því að vera ekki sama, taka þátt í umræðum, með því að færa rök fyrir okkar sjónarmiðum og með því að kjósa svo þá fulltrúa í sveitarstjórn eða á þing sem við erum mest sammála, sem við treystum best. Hér skiptir fjölbreytnin öllu máli. Það er nauðsynlegt að fólk á öllum aldri, með mismunandi bakgrunn og skoðanir og af öllum kynjum taki þátt. Láti sínar raddir heyrast, láti sín sjónarmið koma fram og noti sinn lýðræðislega rétt í kosningum. Svo þurfa einhverjir að bjóða fram krafta sína, vera tilbúnir til að vera fulltrúar tiltekinnar hugmyndafræði og sjónarmiða við borðin þar sem ákvarðanir eru teknar. Og ekki bara einhverjir. Sá hópur þarf að vera fjölmennur og endurspegla vel fjölbreytileika samfélagsins. Ekki síst er það mikilvægt að ungt fólk blandi sér í málin. Ungt fólk er stór hluti samfélagsins sem því miður hefur átt alltof lítinn sess á sviði stjórnmálanna hingað til. Það er ekki sérlega rökrétt eða hvað að þau sem eldri eru taki hinar stóru ákvarðanir sem mestu skipta um það hvernig samfélagsgerðin verður eða náttúran og umhverfið verða á sig komin eftir 20, 30 eða 40 ár. Það eru auðvitað þeir sem nú eru að leggja af stað út í lífið sem eiga mest undir í þeim efnum. Þess vegna eru stjórnmálin eitthvað fyrir þig, eitthvað fyrir okkur öll. Við þurfum öll að eiga aðgang að borðinu þar sem ákvarðanir eru teknar, hvort sem það sé innan grasrótar stjórnmálaflokka, sem kjörnir fulltrúar eða við kjörkassann. Auðvitað líka fyrir þá sem eiga efri árin fram undan og vilja geta eytt þeim við öruggar aðstæður og lifað þann tíma með reisn. En, stjórnmálin eru alveg sérstaklega eitthvað fyrir þau sem eiga mestalla ævina framundan. Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis og fyrrverandi formaður Vinstri grænna. Sigrún Birna Steinarsdóttir er formaður Ungra vinstri grænna.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar