Meðlimur uppstillinganefndar Samfylkingarinnar telur prófkjör betri leið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2021 16:01 Kristín Soffía Jónsdóttir segist ekki telja uppstillingu bestu leiðina til að raða á lista. Prófkjör sé betri leið. Aðsend Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar sem hefur setið tvisvar í uppstillinganefnd telur prófkjör bestu leiðina til þess að velja fólk á framboðslista. Hann segir fyndið að talsfólk uppstillingar segi prófkjör ala á sundrung og illindum. Hún segist þó ánægð með niðurstöðu uppstillinganefndar og segir störf nefndarinnar hafa gengið vel. Mikil ólga hefur verið innan Samfylkingarinnar undanfarnar vikur vegna uppstillingar flokksins á lista í Reykjavíkurkjördæmum fyrir komandi Alþingiskosningar. Listarnir voru kynntir í gær, en þar er fjöldi nýliða í flokknum í sætum ofarlega á listum en það hefur verið harðlega gagnrýnt af sumum flokksmönnum. Umræða hefur sprottið upp um aðferðina sem notuð er við að setja saman lista en uppstilling Samfylkingarinnar var með sérstöku sniði í ár, þar sem flokksmenn gátu tilnefnt einstaklinga til framboðs á lista, sem flokksmenn síðan greiddu atkvæði um og uppstillinganefnd tók til greina við röðun á framboðslista. „Vinnan við uppstillingu gekk vel og ég er mjög ánægð með niðurstöðuna. Ég hef samt reynslu af hvoru tveggja og alla jafna tel ég prófkjör vera lýðræðislegri. Að því sögðu held ég að engin leið til að velja framboðslista sé fullkomin,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu. Ég tel prófkjör bestu leiðina til að velja á framboðslista. Núna sat ég í uppstillinganefnd í annað sinn, þrátt fyrir að hafa ekki stutt þessa leið. Þetta gekk ekki átakalaust. Fyndnast er að talsfólk uppstillingar segir prófkjör ala á sundrung og illindum.— Kristín Soffía (@KristinSoffia) February 14, 2021 „Ég tel prófkjör bestu leiðina til að velja á framboðslista. Núna sat ég í uppstillinganefnd í annað sinn, þrátt fyrir að hafa ekki stutt þessa leið. Þetta gekk ekki átakalaust. Fyndnast er að talsfólk uppstillingar segir prófkjör ala á sundrung og illindum,“ skrifar Kristín á Twitter. „Það sem þau sem styðja uppstillingu hafa helst fundið prófkjöri til foráttu er að þau ali á sundrungu innan flokksins. Mér finnst það samt sýna núna að það sem gerir fólk reitt er að það eru fleiri sem sækjast eftir sætum en eru í boði,“ segir Kristín. „Það var komin svo mikil illska í þetta“ Um miðjan janúar greindi Vísir frá því að Birgir Dýrfjörð hafi sagt sig frá uppstillinganefnd Samfylkingarinnar vegna máls Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns. Ágúst Ólafur hafði verið tilnefndur á lista en flokksmenn í Reykjavík fengu að greiða atkvæði um þá sem tilnefndir höfðu verið í skoðanakönnun sem send var út í desember. Könnunin var gerð til að athuga hverjir það væru sem flokksfélagar vildu að tækju forystusæti á listum Reykjavíkurkjördæmanna fyrir þingkosningarnar í haust. Ágúst var hins vegar ekki meðal fimm efstu í könnuninni. Birgir sagði í samtali við Vísi að hann teldi þingmanninn grátt leikinn. „Það var komin svo mikil illska í þetta að ég þoldi ekki við og fór út. Þetta var orðið svo ljótt og illt að ég gat ekki setið í þessum hópi lengur,“ sagði Birgir í samtali við fréttastofu í janúar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hélt Birgir skammarræðu áður en hann yfirgaf fundinn. Að efni til var hún um hvort það væri virkilega svo að Samfylkingin ætlaði að standa fyrir það að þeim sem orðið hefur á vegna áfengissjúkdóms síns og hefðu gert eitthvað í sínum málum ættu ekki afturkvæmt. Var þar vísað til þess þegar Ágúst Ólafur var sakaður um kynferðilsega áreitni, sem hann gekkst við og leitaði sér þá hjálpar hjá SÁÁ vegna áfengisvanda síns. Ágúst mun ekki vera á framboðslista Samfylkingarinnar til Alþingiskosninga í haust. Ágúst hafði boðið uppstillinganefnd að stíga úr oddvitsæti sínu í Reykjavíkurkjördæmi suður og fara í annað sæti í þágu nýliðunar. Því var hafnað af meirihluta nefndarinnar. Ágústi bauðst að taka þriðja sæti á listanum sem hann hafnaði. Sagði af sér vegna áherslu á nýliða Deiluefni innan flokksins beindust ekki einungis að máli Ágústs Ólafs en fyrrverandi varaþingmaðurinn Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir sagði sig úr flokknum og frá varaþingmennsku í liðinni viku. Hún sagði í bréfi sem hún sendi stjórn flokksins og framkvæmdastjórn það mikil vonbrigði að uppstillinganefnd flokksins í Reykjavík hafi boðið nýliðum þrjú af fjórum efstu sætum á lista hennar til Alþingiskosninga. Þegar hún sagði af sér á fimmtudaginn var ekki búið að birta framboðslista flokksins. Í ljós kom þó þegar hann var birtur að nýliðar skipa vissulega þrjú af efstu fjórum sætum flokksins í Reykjavík. Fyrsta sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður prýðir Helga Vala Helgadóttir þingmaður en blaðamaðurinn Jóhann Páll Jóhannsson situr í öðru sæti, en hann hefur ekki verið í framboði fyrir flokkinn áður. Þá er nýliðinn Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur í fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður í öðru sæti, en hún er nýliði innan Samfylkingarinnar. „Það var afar ánægjulegt að sjá áhuga fólks á þátttöku í flokksstarfinu aukast, að einhverju leyti í takt við gott gengi í skoðanakönnunum. Ég verð þó að viðurkenna að það eru mér vonbrigði að uppstillingarnefnd í Reykjavík kjósi að bjóða nýliðum, hæfu fólki sem sannarlega er meira en velkomið til starfa – og þó fyrr hefði verið – að skipa þrjú af fjórum efstu sætum flokksins í Reykjavíkurkjördæmum fyrir kosningar til Alþingis næsta haust,“ skrifaði Jóhanna í bréfi sínu til stjórnar flokksins. „Þetta eru ekki bara harkaleg skilaboð til mín persónulega heldur ekki síður til annarra í grasrót Samfylkingarinnar – sem hafa lagt ómælda uppbyggingarvinnu af mörkum undanfarin ár,“ skrifar Jóhanna. „Auðvitað verður alltaf ólga“ Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjavík voru, eins og áður segir, kynntir á fundi Samfylkingarinnar í Reykjavík á laugardaginn. Þar lagði uppstillinganefnd lista sinn til samþykktar hjá flokksmönnum og var hann samþykktur með 79 prósent greiddra atkvæða, en þau voru 280. Á fundinum voru deilur um uppstillinganefnd og störf hennar rædd mikið og gerði fjöldi fólks athugasemdir við störf uppstillinganefndar og kerfið sjálft. Hörður J. Oddfríðarson, formaður uppstillinganefndarinnar, sagði í samtali við fréttastofu á laugardaginn að gagnrýnin ætti réttá sér. „Þessi gagnrýni á alveg rétt á sér og í einhverjum tilfellum eru nýliðar teknir fram fyrir, ef við notum það orðalag. En ég hefði kannski frekar kosið að nota orðalagið „nýliðum gefið tækifæri“ ekki á kostnað þeirra sem að fyrir eru heldur til þess að vera með þeim sem fyrir eru,“ sagði Hörður. „Auðvitað verður alltaf ólga, það verður alltaf spurning um hvað er gert og það sem gert er og eðlilegt að það sé spurt um það. Mér þykir miklu þægilegra að vera í flokki sem að spyr eðlilegra spurninga og tekur síðan afstöðu til málefna, mála og manna eftir lýðræðislegum reglum heldur en að vera kannski í flokki þar sem allt er samþykkt með handauppréttingu, já og húrrahrópum.“ Fréttin var uppfærð eftir að Kristín tjáði sig um málið við Vísi. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Tæplega áttatíu prósent lögðu blessun sína yfir framboðslistana Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningar í haust voru samþykktir á fulltrúaráðsfundi flokksins í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu. 13. febrúar 2021 15:35 Mikil ólga innan Samfylkingar vegna tillögu um efstu sæti á lista Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppstillingarnefnd nú að bera niðurstöður sínar undir þá einstaklinga sem býðst að skipa efsta sæti lista í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Svo verður kosið um það upplegg á fundi á laugardaginn. 11. febrúar 2021 22:38 Greiða atkvæði um lista Samfylkingarinnar í Reykjavík á laugardag Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur lokið störfum og mun kynna tillögu sínar að framboðslistum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar á allsherjarfundi Samfylkingarfélaganna í Reykjavík á laugardag. Kjördæmisráð flokksins í borginni mun svo greiða atkvæði um tillöguna. 11. febrúar 2021 07:40 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Mikil ólga hefur verið innan Samfylkingarinnar undanfarnar vikur vegna uppstillingar flokksins á lista í Reykjavíkurkjördæmum fyrir komandi Alþingiskosningar. Listarnir voru kynntir í gær, en þar er fjöldi nýliða í flokknum í sætum ofarlega á listum en það hefur verið harðlega gagnrýnt af sumum flokksmönnum. Umræða hefur sprottið upp um aðferðina sem notuð er við að setja saman lista en uppstilling Samfylkingarinnar var með sérstöku sniði í ár, þar sem flokksmenn gátu tilnefnt einstaklinga til framboðs á lista, sem flokksmenn síðan greiddu atkvæði um og uppstillinganefnd tók til greina við röðun á framboðslista. „Vinnan við uppstillingu gekk vel og ég er mjög ánægð með niðurstöðuna. Ég hef samt reynslu af hvoru tveggja og alla jafna tel ég prófkjör vera lýðræðislegri. Að því sögðu held ég að engin leið til að velja framboðslista sé fullkomin,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu. Ég tel prófkjör bestu leiðina til að velja á framboðslista. Núna sat ég í uppstillinganefnd í annað sinn, þrátt fyrir að hafa ekki stutt þessa leið. Þetta gekk ekki átakalaust. Fyndnast er að talsfólk uppstillingar segir prófkjör ala á sundrung og illindum.— Kristín Soffía (@KristinSoffia) February 14, 2021 „Ég tel prófkjör bestu leiðina til að velja á framboðslista. Núna sat ég í uppstillinganefnd í annað sinn, þrátt fyrir að hafa ekki stutt þessa leið. Þetta gekk ekki átakalaust. Fyndnast er að talsfólk uppstillingar segir prófkjör ala á sundrung og illindum,“ skrifar Kristín á Twitter. „Það sem þau sem styðja uppstillingu hafa helst fundið prófkjöri til foráttu er að þau ali á sundrungu innan flokksins. Mér finnst það samt sýna núna að það sem gerir fólk reitt er að það eru fleiri sem sækjast eftir sætum en eru í boði,“ segir Kristín. „Það var komin svo mikil illska í þetta“ Um miðjan janúar greindi Vísir frá því að Birgir Dýrfjörð hafi sagt sig frá uppstillinganefnd Samfylkingarinnar vegna máls Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns. Ágúst Ólafur hafði verið tilnefndur á lista en flokksmenn í Reykjavík fengu að greiða atkvæði um þá sem tilnefndir höfðu verið í skoðanakönnun sem send var út í desember. Könnunin var gerð til að athuga hverjir það væru sem flokksfélagar vildu að tækju forystusæti á listum Reykjavíkurkjördæmanna fyrir þingkosningarnar í haust. Ágúst var hins vegar ekki meðal fimm efstu í könnuninni. Birgir sagði í samtali við Vísi að hann teldi þingmanninn grátt leikinn. „Það var komin svo mikil illska í þetta að ég þoldi ekki við og fór út. Þetta var orðið svo ljótt og illt að ég gat ekki setið í þessum hópi lengur,“ sagði Birgir í samtali við fréttastofu í janúar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hélt Birgir skammarræðu áður en hann yfirgaf fundinn. Að efni til var hún um hvort það væri virkilega svo að Samfylkingin ætlaði að standa fyrir það að þeim sem orðið hefur á vegna áfengissjúkdóms síns og hefðu gert eitthvað í sínum málum ættu ekki afturkvæmt. Var þar vísað til þess þegar Ágúst Ólafur var sakaður um kynferðilsega áreitni, sem hann gekkst við og leitaði sér þá hjálpar hjá SÁÁ vegna áfengisvanda síns. Ágúst mun ekki vera á framboðslista Samfylkingarinnar til Alþingiskosninga í haust. Ágúst hafði boðið uppstillinganefnd að stíga úr oddvitsæti sínu í Reykjavíkurkjördæmi suður og fara í annað sæti í þágu nýliðunar. Því var hafnað af meirihluta nefndarinnar. Ágústi bauðst að taka þriðja sæti á listanum sem hann hafnaði. Sagði af sér vegna áherslu á nýliða Deiluefni innan flokksins beindust ekki einungis að máli Ágústs Ólafs en fyrrverandi varaþingmaðurinn Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir sagði sig úr flokknum og frá varaþingmennsku í liðinni viku. Hún sagði í bréfi sem hún sendi stjórn flokksins og framkvæmdastjórn það mikil vonbrigði að uppstillinganefnd flokksins í Reykjavík hafi boðið nýliðum þrjú af fjórum efstu sætum á lista hennar til Alþingiskosninga. Þegar hún sagði af sér á fimmtudaginn var ekki búið að birta framboðslista flokksins. Í ljós kom þó þegar hann var birtur að nýliðar skipa vissulega þrjú af efstu fjórum sætum flokksins í Reykjavík. Fyrsta sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður prýðir Helga Vala Helgadóttir þingmaður en blaðamaðurinn Jóhann Páll Jóhannsson situr í öðru sæti, en hann hefur ekki verið í framboði fyrir flokkinn áður. Þá er nýliðinn Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur í fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður í öðru sæti, en hún er nýliði innan Samfylkingarinnar. „Það var afar ánægjulegt að sjá áhuga fólks á þátttöku í flokksstarfinu aukast, að einhverju leyti í takt við gott gengi í skoðanakönnunum. Ég verð þó að viðurkenna að það eru mér vonbrigði að uppstillingarnefnd í Reykjavík kjósi að bjóða nýliðum, hæfu fólki sem sannarlega er meira en velkomið til starfa – og þó fyrr hefði verið – að skipa þrjú af fjórum efstu sætum flokksins í Reykjavíkurkjördæmum fyrir kosningar til Alþingis næsta haust,“ skrifaði Jóhanna í bréfi sínu til stjórnar flokksins. „Þetta eru ekki bara harkaleg skilaboð til mín persónulega heldur ekki síður til annarra í grasrót Samfylkingarinnar – sem hafa lagt ómælda uppbyggingarvinnu af mörkum undanfarin ár,“ skrifar Jóhanna. „Auðvitað verður alltaf ólga“ Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjavík voru, eins og áður segir, kynntir á fundi Samfylkingarinnar í Reykjavík á laugardaginn. Þar lagði uppstillinganefnd lista sinn til samþykktar hjá flokksmönnum og var hann samþykktur með 79 prósent greiddra atkvæða, en þau voru 280. Á fundinum voru deilur um uppstillinganefnd og störf hennar rædd mikið og gerði fjöldi fólks athugasemdir við störf uppstillinganefndar og kerfið sjálft. Hörður J. Oddfríðarson, formaður uppstillinganefndarinnar, sagði í samtali við fréttastofu á laugardaginn að gagnrýnin ætti réttá sér. „Þessi gagnrýni á alveg rétt á sér og í einhverjum tilfellum eru nýliðar teknir fram fyrir, ef við notum það orðalag. En ég hefði kannski frekar kosið að nota orðalagið „nýliðum gefið tækifæri“ ekki á kostnað þeirra sem að fyrir eru heldur til þess að vera með þeim sem fyrir eru,“ sagði Hörður. „Auðvitað verður alltaf ólga, það verður alltaf spurning um hvað er gert og það sem gert er og eðlilegt að það sé spurt um það. Mér þykir miklu þægilegra að vera í flokki sem að spyr eðlilegra spurninga og tekur síðan afstöðu til málefna, mála og manna eftir lýðræðislegum reglum heldur en að vera kannski í flokki þar sem allt er samþykkt með handauppréttingu, já og húrrahrópum.“ Fréttin var uppfærð eftir að Kristín tjáði sig um málið við Vísi.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Tæplega áttatíu prósent lögðu blessun sína yfir framboðslistana Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningar í haust voru samþykktir á fulltrúaráðsfundi flokksins í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu. 13. febrúar 2021 15:35 Mikil ólga innan Samfylkingar vegna tillögu um efstu sæti á lista Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppstillingarnefnd nú að bera niðurstöður sínar undir þá einstaklinga sem býðst að skipa efsta sæti lista í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Svo verður kosið um það upplegg á fundi á laugardaginn. 11. febrúar 2021 22:38 Greiða atkvæði um lista Samfylkingarinnar í Reykjavík á laugardag Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur lokið störfum og mun kynna tillögu sínar að framboðslistum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar á allsherjarfundi Samfylkingarfélaganna í Reykjavík á laugardag. Kjördæmisráð flokksins í borginni mun svo greiða atkvæði um tillöguna. 11. febrúar 2021 07:40 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Tæplega áttatíu prósent lögðu blessun sína yfir framboðslistana Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningar í haust voru samþykktir á fulltrúaráðsfundi flokksins í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu. 13. febrúar 2021 15:35
Mikil ólga innan Samfylkingar vegna tillögu um efstu sæti á lista Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppstillingarnefnd nú að bera niðurstöður sínar undir þá einstaklinga sem býðst að skipa efsta sæti lista í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Svo verður kosið um það upplegg á fundi á laugardaginn. 11. febrúar 2021 22:38
Greiða atkvæði um lista Samfylkingarinnar í Reykjavík á laugardag Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur lokið störfum og mun kynna tillögu sínar að framboðslistum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar á allsherjarfundi Samfylkingarfélaganna í Reykjavík á laugardag. Kjördæmisráð flokksins í borginni mun svo greiða atkvæði um tillöguna. 11. febrúar 2021 07:40
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent