Hundrað prósent helgi hjá Álex Abrines Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2021 12:00 Alex Abrines fagnar hér þriggja stiga körfu í bikarúrslitaleiknum móti Real Madrid. Getty/Borja B. Hojas Barcelona leikmaðurinn Álex Abrines náði einstöku afreki þegar Barcelona tryggði sér sigur í spænska Konungsbikarnum i körfubolta í gær. Barcelona tryggði sér Konungsbikarinn í 26. sinn með því að vinna fimmtán stiga sigur á Real Madrid í úrslitaleiknum, 88-73. Börsungar hafa unnið þrisvar á síðustu fjórum árum. Bandaríkjamaðurinn Cory Higgins var valinn mikilvægasti leikmaður helgarinnar en hann var með 19 stig að meðaltali fyrir Barcelonaliðið. Það var aftur á móti frammistaða annars leikmanns sem kom honum í sögubækurnar. TREMENDO @alexabrines!!!!Primer jugador en TODA la historia que completa una #CopaACB con 100% de acierto en triples, en cuartos (3 de 3), en semis (3 de 3) y en la final (2 de 2).Y aún hay más: Abrines JAMÁS ha fallado un tiro de campo en un partido de #CopaACB (16 de 16) pic.twitter.com/M3JaS9IRV5— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) February 14, 2021 Einhverjir þjálfarar hefðu kannski sett upp meira fyrir spænska landsliðsmanninn Álex Abrines sem klikkaði ekki á skoti fyrir utan þriggja stiga línuna alla helgina. Við erum ekki að tala um sniðskot eða vítaskot. Við erum að tala um skot fyrir utan þriggja stiga línuna. Barcelona liðið spilaði þrjá leiki á þremur dögum, átta liða úrslit á föstudegi, undanúrslit á laugardegi og loks úrslitaleikinn á sunnudegi. Álex Abrines tók þrjú þriggja stiga skot í sigrinum á Unicaja á föstudagskvöldið, þrjú þriggja stiga skot í sigrinum á TD Systems Baskonia í undanúrslitunum og loks tvö í úrslitaleiknum á móti Real Madrid. Öll þessi átta þriggja stiga skot rötuðu rétta leið og Abrines var því með hundrað prósent þriggja stiga nýtingu í leikjunum þremur. Hér fyrir neðan má sjá myndband með skotum kappans í Konungsbikarnum. @alexabrines, PERFECTO desde el 6,75 en la #CopaACB ¡8 de 8 en triples!#DíseloConBasket pic.twitter.com/PDXJ4cDJtJ— #CopaACB (@ACBCOM) February 15, 2021 Abrines var reyndar hundrað prósent á öllum sviðum því hann hitti úr eina tveggja stiga skotinu sínu og báðum vítunum líka. Hann var alls með 28 stig á 57 mínútum í leikjunum þremur og því aðeins að spila 19,1 mínútu í leik. Álex Abrines er 27 ára gamall skotbakvörður sem lék með Oklahoma City Thunder frá 2016 til 2019. Þá hafði hann verið hjá Barcelona í fjögur ár og hann kom aftur í Barcelona eftir tíma sinn í NBA-deildinni þar sem hann var með 5,3 stig í leik á þremur tímabilum. Spænski körfuboltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Barcelona tryggði sér Konungsbikarinn í 26. sinn með því að vinna fimmtán stiga sigur á Real Madrid í úrslitaleiknum, 88-73. Börsungar hafa unnið þrisvar á síðustu fjórum árum. Bandaríkjamaðurinn Cory Higgins var valinn mikilvægasti leikmaður helgarinnar en hann var með 19 stig að meðaltali fyrir Barcelonaliðið. Það var aftur á móti frammistaða annars leikmanns sem kom honum í sögubækurnar. TREMENDO @alexabrines!!!!Primer jugador en TODA la historia que completa una #CopaACB con 100% de acierto en triples, en cuartos (3 de 3), en semis (3 de 3) y en la final (2 de 2).Y aún hay más: Abrines JAMÁS ha fallado un tiro de campo en un partido de #CopaACB (16 de 16) pic.twitter.com/M3JaS9IRV5— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) February 14, 2021 Einhverjir þjálfarar hefðu kannski sett upp meira fyrir spænska landsliðsmanninn Álex Abrines sem klikkaði ekki á skoti fyrir utan þriggja stiga línuna alla helgina. Við erum ekki að tala um sniðskot eða vítaskot. Við erum að tala um skot fyrir utan þriggja stiga línuna. Barcelona liðið spilaði þrjá leiki á þremur dögum, átta liða úrslit á föstudegi, undanúrslit á laugardegi og loks úrslitaleikinn á sunnudegi. Álex Abrines tók þrjú þriggja stiga skot í sigrinum á Unicaja á föstudagskvöldið, þrjú þriggja stiga skot í sigrinum á TD Systems Baskonia í undanúrslitunum og loks tvö í úrslitaleiknum á móti Real Madrid. Öll þessi átta þriggja stiga skot rötuðu rétta leið og Abrines var því með hundrað prósent þriggja stiga nýtingu í leikjunum þremur. Hér fyrir neðan má sjá myndband með skotum kappans í Konungsbikarnum. @alexabrines, PERFECTO desde el 6,75 en la #CopaACB ¡8 de 8 en triples!#DíseloConBasket pic.twitter.com/PDXJ4cDJtJ— #CopaACB (@ACBCOM) February 15, 2021 Abrines var reyndar hundrað prósent á öllum sviðum því hann hitti úr eina tveggja stiga skotinu sínu og báðum vítunum líka. Hann var alls með 28 stig á 57 mínútum í leikjunum þremur og því aðeins að spila 19,1 mínútu í leik. Álex Abrines er 27 ára gamall skotbakvörður sem lék með Oklahoma City Thunder frá 2016 til 2019. Þá hafði hann verið hjá Barcelona í fjögur ár og hann kom aftur í Barcelona eftir tíma sinn í NBA-deildinni þar sem hann var með 5,3 stig í leik á þremur tímabilum.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti